Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.02.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. TÍMINN 11 HEIMSMEISTARAKEPPN- jlN í HANDKNATTLEIK... Mætum Tékkum í daq — leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir íslenzka landsliðið island mætir Tékkum i HM-keppninni i hand- knattleik i dag. Leikur- inn hefur mikla þýðingu fyrir íslenzka iiðið, sem verður að vinna hann, ef það á að hafa einhverja möguleika á að komast i 8-liða úrslitin. ísland leikur i riðli með Tékk- um, V-Þjóðverjum og Dönum. Leikirnir við Tékka og Dani hafa úrslitaþýðingu fyrir islenzka liðið, þvi að þá leiki verður það að vinna til þess að komast i 8- liða úrslitin. Landsleikur fslands og Noregs sl. mánudagskvöld lofar vissu- lega góðu. Ef islenzka liðið nær eins góðum leik gegn Tékkum i dag, þá á sigurinn að lenda hjá ís- landi. Það má þvi búast við skemmtilegum og tvisýnum leik i dag, leik þar sem markvarzlan ræður úrslitum. fslendingar og Tékkar leika svipaðan hand- knattleik, og hafa leikir þjóðanna verið mjög jafnir sl. ár. Á morgun leika svo islenzku leikmennirnir gegn V-Þjóðverjum og á sunnu- daginn gegn Dönum. ---------------m. AXEL AXELSSON.. sést hér skora i leik gegn ÍR. Hvað skorar hann mörg mörk gegn Tékkum i dag? Landsliðið í golfi valið 15 kylfingar hafa verið valdir til aefinga. Undirbúningur hafinn fyrir Norðurlandamótið, sem fram fer d Grafarholtsvellinum Jafn- tefli í Róm ítalía og Vestur-Þýzkaland gerðu jafntefli 0:0 i landsleik i knattspyrnu, sem fram fór i Róm. 70 þús. áhorfendur sáu þennan markalausa leik milli þessara tveggja sterku knatt- spyrnuþjóða, sem koma til með að berjast um heims- meistaratitilinn i knattspyrnu i sumar. Leeds heppið Leeds-liðið er greinilega ekki bú- ið að ná sér eftir tapið fyrir Stoke og Bristol City. Á þriðjudags- kvöldið var Leeds-liðið heppið að ná jafntefli gegn Leicester á heimaveili sinum, Elland Road, á sama tima og Englandsmeistar- arnir frá Liverpool-liðið minnkar nú smátt og smátt á forskot Leeds i deildinni, og má búast við mikilli spennu milli liðanna á lokasprett- inum að Englandsmeistaratitlin- um. # Úrslit leikja í 1. og 2. deild urðu þessi á þriðjudagskvöldið: 1. DEILD: Coventry—Norwich 1:0 Ipswich—Chelsea 1:0 Leeds—Leicester 1:1 Liverpool—Southampton 1:0 2. DEILD: Bristol City—Millwall 5:2 Swindon— Luton 0:2 Fátt getur nú bjargað Norwich frá falli i 1. deild og Swindon i 2. deild. Á stjórnarfundi hjá Golfsambandi islands fyrir skömmu var skip- uð landsliðsnefnd karla, sem skal m.a. sjá um val á karlalandsliði ís- lands i golfi 1974 og vinna að undirbúningi i sambandi við þjálfun liðsins og fleira á þessu keppnistímabili. Þar ber hæst Norðurlandamót- ið i golfi, sem haldið verður á Grafarholtsvellinum i Reykjavik i lok ágúst, en þar munu keppa sex islenzkir kylfingar. Nefndin, en hana skipa þeir Jóhann Eyjólfsson formaður, Jón Thorlacius og Haukur V. Guð- mundsson, hefur þegar haldið nokkra fundi, og þar m.a. valið 15 manna hóp til æfinga fyrir þessa keppni, svo og aðrar, sem liðið getur tekið þátt i. Við valið var stuðzt við árangur i hinum ýmsu opnu mótum, sem fram fóru á siðasta sumri og gáfu stig til landsliðs GSt. Þeir, sem valdir voru, eru þessir: Þorbjörn Kjærbo GS Einar Guðnason GR Björgvin Þorsteinsson GA Loftur Ólafsson NK Óttar Yngvason GR Óskar Sæmundsson GR Gunnlaugur Ragnarsson GR Jóhann Ö. Guðmundsson Glt Ragnar ölafsson GR Hannes Þorsteinsson GL Július R. Júliusson GK Haraldur Júliusson GV Hallgrimur Júliusson GV TómasHolton NK Jóhann Benediktsson GS Liðið mun verða kallaö saman einhvern næstu daga, en úr þvi fara að hefjast æfingar. Þjálfari liðsins verður Þorvaldur Ásgeirs- son golfkennari. Unglingalandsliðið í handknattleik valið: Gunnar á mögu- leika á leikjameti Unglingalandslið pilta i hand- knattleik var nýlega valið, en lið- ið tekur þátt i Norðurlandamóti, sem að þessu sinni verður haldið i Danmörku. Liðið er þannig skipað (i sviga fjöldi UL-leikja): Marteinn Árnason, UBK (1) Einar Guðlaugsson, Á (4) Þorgeir Pálsson, Fram (1) Gunnar Einarsson, FH (9) Guðm. Sveinsson. Fram (1) Jón Á. Rúnarsson, Fram (1) Ragnar Hilmarsson, Fram (0) Hannes Leifsson, Fram (4) Hörður Harðarson, Val/UBK (4) Stefán Hafstein, Á (1) Friðrik Friðriksson, Þr. (1) Hörður Hákonarson, ÍR (1) Bjarni Guðmundsson, Val (0) Jóhannes Stefánsson, Val (1) Mótið hefst 23. marz n.k. og stendur i þrjá daga. Undanfarið hefur liðið æft undir stjórn þeirra Olferts Naby og Stefáns Gunnars- sonar. Þess má geta, að einn leik- manna liðsins, Gunnar Einars- son, á möguleika á þvi að bæta fyrra leikjamet með unglinga- landsliði, sem þeir Hilmar Björnsson, Pálmi Pálmason og Guðjón Erlendsson eiga, 12 leiki, en Gunnar, sem hefur leikið 9 leiki, nær 13 leikjum, ef hann leik- ur alla leiki tslands í keppninni, sem fram fer i Borgundarhólmi. Ástæðan til þess, að Gunnar hefur möguleika á að hnekkja fyrra metinu, er sú, að leikur unglinga- landsliðsins gegn Bandarikja- mönnum, sem leikinn var fyrr i vetur, er talinr. fullgildur leikur. Allir beztu með.. — þegar Úlfarnir og City mætast á Wembley Wolves og Manchester City leika mcð alla sina sterkustu leikmenn, þegar liðin mætast á Wembley á laugardaginn i úrslitaleik deildarbikarkeppn- innar. Liðin verða skipuð þessum leikmönnum: ÚLFARNIR: Parkes, Palmer, Munro, McAllen, Farkin, Bailey, Powell, Hibb- itt, Richards, Dougan og Wagstaffe. MANCHESTER CITY: MacRae, Pardoe, Barrett, Booth, Donachie, Doyle, March, Bell, Summerbee, Law og Lee. Ellert svarar d morgun Ellert B. Schram, formaður KSÍ, hefur beðið iþróttasiðuna að birta athugasemd vegna skrifa um stjórn KSÍ, sem birzt hafa hérá iþróttasiðunni. Vegna þess, hve seint þessi at- hugasemd barst til blaðsins i gær, verður birting hennar aö híða til morguns. —alf. JÓN ASGEIRSSON.. lýsir (Tímamynd Gunnar). ÍSLAND — TÉKKAR Jón Ásgeirsson lýsir síðari hdlfleik klukkan 17,10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.