Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.05.1974, Blaðsíða 20
fyrirgódan ntai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS BBaHBBHBn Alþingi Græn bylting við sparnaðartrumvarpið ekki samþykkt SJ—Reykjavik. Við veittum þvi athygli okkur til ánægju, að á einum stað i borginni a.m.k. er „einkabllisminn” á undanhaldi. Þessa daga er verið að vinna að þvl að gera grasflöt á hluta lóðarinnar vestur af alþingishúsinu, þar sem Listamannaskálinn stóð. Þarna hefur að undanförnu verið bilastæði, sem Reykja- víkurborg hafði til afnota. Þetta svæði tilheyrir raunar Alþingi og hjá Friðjóni Sigurðssyni skrifstofustjóra Alþingis fengum við þær fregnir, að þarna væri verið að gera garð, sem yrði I tengslum viö gamla Alþingishússgarð- inn. Þarna verður -plantað trjám og gerður göngustigur. Nýr alþingishússgarður I undirbúningi. — Tlmamynd: GE. Sviptingar í danska þjóðþinginu Hartling hótar þingrofi verði Ntb-Kaupmannahöfn. Miklar sviftingar st-nda yfir I dönskum stjórnmálum vegna sparnaðar- frumvarps stjórnarinnar. 1 Dan- mörku situr minnihlutastjórn Paul Hartlings og hafa jafnaðar- menn og mið-demokratar stutt hana. En siðan sparnaðarfrum- varpið var lagt fram hafa veður skipast i lofti i þinginu oftar en einu sinni og hafa sömu flokkar ýmist lofað að styðja frumvarpið eða fella það. Á fimmtudag sögðu dönsku blöðin berum orðum, að Hartling mundi rjúfa þing og efna til kosninga 11. júni n.k. en þvi var hann búinn að hóta, ef frum- varpiö yrði ekki samþykkt þá um kvöldið. En á síðustu stundu var umræðunni frestað fram yfir helgi og eru forystumenn flokk- anna nú að átta sig á hver staðan i rauninni er. Allir eru sammála um, að gera verði róttækar ráðstafanir i efna- hagsmálum til að stöðva verð- bólguna, en eru ekki sammála um leiðir. Sparnaðarfrum varp stjórnarinnar gerir I stórum dráttum ráð fyrir, að mjög verði dregiö úr útgjöldum opinberra aðila, og er lagt til að rikisútgjöld verði skorin verulega niöur á næstu þrem árum. Gert er ráð fyrir hækkun söluskatts, en að beinir skattar verði lækkaðir, og komi það til framkvæmda á næsta ári. Lagt er til, að eftirlaun og fjölskyldubætur veröi lækkað- ar, læknishjálp verði ekki greidd að fullu, námsstyrkjum verði breytt i námslán og fl. A fimmtudag lögðu um 15 þús- und verkamenn við skipasmiða- stöðvar I Kaupmannahöfn, Odense og Alaborg niður vinnu til að mótmæla sparnaðarfrum- varpinu og siðar um daginn lögðu verkamenn á æ fleiri vinnustöð- um niður vinnu, og höfðu foringj- ar þeirra á orði að efna til alls- herjarverkfalls yrði frumvarpið samþykkt. Jafnaðarmenn snerust þá til andstöðu við frum- Sölutregða á norskum fiski í Bandaríkjunum NTB-Oslo. Norski fiskiðnaðurinn á i verulegum erfiðleikum vegna sölutregðu i Bandarikjunum. Sér- staklega á það við um þorsk- blokkir. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Japanir hafa yfir- fylltmarkaðinn með miklu magni á svo lágu verði, að norski fisk- iðnaðurinn er ekki sam-keppnis- fær. Norskir útflytjendur eru þó vongóðir um að þetta ástand vari ekki til langframa, og að það sýni sig áður en langt um liður, að. skortur er á þorski á heims- markaði. Auk hins mikla framboðs Japana á ufsaflökum, er álitið að fleiri ástæður ráði söluerfiö- leikunum, t.d. mun bensínverðið hafa talsverð áhrif, en freðfiskur er fluttur I frystibllum um þver og endilöng Bandaríkin. Einnig lækkaði kjötverð á sama tima og fiskverð hækkaði. Mitterand vinnur d NTB-Paris. í fyrsta sinn siðan kosningabaráttan um forseta- embættið I Frakklandi hófst milli þeirra Francois Mitterand og Valery Giscard d’Estaing, sýndi skoöanakönnun, sem birt var I blaðinu l’Aurore, að Mitterand veröi liklega kjörinn forseti. Samkvæmt skoðanakönnuninni fær Mitterand, forsetaefni vinstri manna, 51% atkvæða og d’Estaing, frambjóðandi hægri manna 49% atkvæða. Skoðana- kannanir sem birtar voru fyrr i vikunni voru d’Estaing heldur i vil. varpið I þinginu. Þegar umræöunni var frestað stóð forsætisráðherrann fast á þvi, að nauðsyn bæri til að frum- varpið yrði samþykkt. 1 dag, laugardag, kemur stjórnin saman til fundar, og síðar mun Hartling ræða við flokksformennina. Þing- fundur hefur verið boðaður n.k. þriöjudag og enn stendur hótun forsætisráðherra að þing verði rofið, ef sparnaðarfrumvarp hans veröur ekki samþykkt. Fréttamenn telja, að stjórn- málaflokkarnir séu ekki allt of spenntir fyrir þingkosningum I næsta mánuði. Er ekki reiknað með að styrkleikahlutföll flokk- anna breytist svo nokkru nemi frá þvi sem nú er, en siðast var kosið I Danmörku I desembermánuði sl. Þá guldu jafnaðarmenn mikið afhroð og tveir nýir flokkar unnu mikla kosningasigra, sérstaklega Framfaraflokkur Glistrups, sem eftir öllu að dæma heldur enn svipuöu fylgi. Fjöldi drekstra og margir fluttir d sjúkrahús Mikið eignatjón varð I umferð- inni i Reykjavik I gær vegna árekstra og fjöldi manns var fluttur á slysadeild en enginn var llfshættulega meiddur. Arekstrafaraldurinn hófst þeg- ar á fimmtudagskvöld, en þá urðu árekstrar óvenjumargir og mikl- ar skemmdir á farartækjum. Tveir piltar voru fluttir á slysa- deild eftir að jeppi, sem þeir voru i, hvolfdi við Flugvallarveg. Pilt- ur og stúlka sluppu furðuvel, þeg- ar fólksblll, sem þau voru I, lenti á strætisvagni á mótum Tjarnar- götu og Skothúsvegar, en bæði voru þó flutt á slysadeild til rannsóknar. Skömmu fyrir hádegi I gær óku saman vörublll og sendiferðabíll á mótum Langholtsvegar og Holtavegar. Sendiferðabillinn kastaðist á annan sendiferðabil og skemmdust allir bílarnir mik- ið. ökumennirnir slösuðust allir, svo og telpa, sem var I vörubiln- um. Rétt á eftir var lögreglunni tilkynnt um árekstur tveggja fólksbila á Breiðholtsbraut og meiddust þar tvær stúlkur. Telpa varð fyrir bíl á Skeiðarvogi og tvær stúlkur voru fluttar á slysa- deild eftir árekstur tveggja bíla á mótum Flókagötu og Gunnars- brautar. Akstursskilyrði I Reykjavlk voru eins góð og bezt verður á kosið I gær og fyrrakvöld, véður bjart og göturnar þurrar. Auk þeirra árekstra, sem hér eru nefndir, urðu fjölmargir aðrir, en i þeim tilfellum urðu ekki slys á fólki Verður Nixon stefnt fyrir ríkisrétt? NTB-Washington — Gerald Ford varaforseti var kallaður á fund Nixons I Hvita húsinu I gær nokkru eftir að hann hafði sagt opinberlega, að Watergatemálið hefði veikt stöðu forsetans. Fund- ur þeirra stóð yfir i klukkustund. Talsmaður Hvita hússins sagði eftir fundinn, að ekki hafði verið ræddur sá möguleiki að Nixon segði af sér. Ford varð að aflýsa heimsóknum til nokkurra borga til að fara til fundar við Nixon. Talsmaðurinn sagði, að Nixon og Ford hefðu rætt ýmis utan- og innanrlkismál og báðir hafi þeir látið I ljós óskir um að halda reglulega fundi til að ræða mikils- verð málefni. Dómsmálanefnd öldungadeild- ar Bandarikjaþings kom saman i fyrsta sinn s.l. fimmtudag til að ræða aðild Nixons forseta að Watergatemálinu, og hvort setja skuli ríkisrétt yfir forsetanum. Þá eru einnig fjármál hans til at- hugunar og meöferð opinbers fjárs til stjórnmálastarfsemi og ólöglegar simahleranir. í nefnd- inni eiga sæti 38 öldungadeildar- þingmenn. Fari svo að niðurstöð- ur nefndarinnar verði þær, að stefna skuli forsetanum fyrir rétt, verður það ekki gert nema með samþykki fulltrúadeildarinnar og mun öldungadeildin þá verða rikisrétturinn. Rannsókn dómsmálanefndar- innar fer fram fyrir luktum dyr- um, en i gær, föstudag, siaðist það út til fjölmiðla, að nefndin hefði sannanir fyrir, að Nixon hafi þeg- ar 4. april 1972 haft vitneskju um víðtækar áætlanir um pólitískar njósnir, en það var sex vikum fyr- ir innbrotið I Watergatebygging- una. Meðlimir dómsmálanefndar- innar höfðu áður varað við að leggja trúnað á sögusagnir, sem upp kynnu að koma meðan á rannsókninni stendur, en frétta- menn segja, að ekki sé loku fyrir það skotið, að nefndarmenn láti vissar upplýsingar leka út vilj- andi, þótt þeir staðfesti ekki sannleiksgildi þeirra. Á fundinum 4. apríl 1972 voru m.a. þeir Mitchell, fyrrverandi dómsmálaráðherra og Halde- mann starfsmannastjóri Hvita- hússins. Þótt sagt sé að Nixon hafi vitað um ráðagerðir sam- starfsmanna sinna um pólitlskar njósnir hefur ekkert komið fram sem sannar, að hann hafi verið með i ráðum eða vitað um fyrir- hugað innbrot I höfuðstöðvar demókrata i Watergatebygging- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.