Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 28. mai 1974. TÍMINN 23 Hvita — dúfa. (Skozk þjóðsaga) Einu sinni var bóndi, sem átti kind, er hann nefndi Hvitu-Dúfu. Þegar jólin nálguðust, ætlaði hann að slátra henni i jólamatinn. Þeg- ar Hvita-Dúfa heyrði orð hans, ákvað hún að strjúka, og það gerði hún. Ekki hafði hún langt gengið, þegar hún mætti nauti. Nautið sagði við hana: ,,Sæl vertu, Hvita-Dúfa, hvert ert þú að fara? ,,Ég er I gæfuleit, sagði Hvita-Dúfa. ,,Það átti að fara að slátra mér i jólamatinn, svo að ég sá þann kost vænstan að strjúka.” ,,Það er bezt, að ég komi með þér,” sagði nautið. ,,Ég veit, að þeir ætluðu að fara eins með mig.” ,,Já, ég er til i það,” sagði Hvita-Dúfa. ,,Það er alténd skemmtilegra að ferðast ekki einn sins liðs.” Svo héldu þau áfram, þar til þau mættu hundi. „S æ 1 vertu. Hvíta-Dúfa!” sagði hundurinn. „Sæll vertu, seppi!” „Hvert ertu að fara?” sagði hundurinn. „Ég er að strjúka. Ég heyrði sagt, að mér ætti að slátra.” „Nú, ég hef sömu sögu að segja,” sagði hundur- inn. „Ég fer með ykk- ur.” „Komdu þá,” sagði Hvita-Dúfa. Þau héldu nú áfram, þar til þau mættu ketti. „S æ 1 v e r t u , Hvita-Dúfa!” sagði kötturinn. „Sæl kisa!”. „Hvert ert þú að fara?” spurði kötturinn. „Ég er i gæfuleit,” sagði Hvita-Dúfa. ,,Þeir ætluðu að slátra mér i Brynjólfur biskup Sveinsson AAenn í öndvegi: Þessum bókaflokk, Menn i öndvegi, um ein stök mikilmenni i íslandssögu er trúlega einkum ætlað að verða umframlestur með al- þýðiegum söguritum og sögukennsiu skólanna. En spursmál er hvort bækurnar erú rétt úr garði gerðar til þessara nota i sinu stóra broti, hátiðlega svarta og gyllta bandi. Færu þær ekki betur i ein- földum ódýrum pappirs- kiljum? Fimm bækur eru komnar út i flokknum á nokkrum undan- förnum árum, og fjalla þær um Gissur jarl, Skúla fógeta, Jón Loftsson og Jón biskup Arason auk hinnar nýju bókar i haust um Brynjólf Sveinsson, allt alkunnar hetjur úr sögukennslunni. Af þeim er það ekki nema kannski Gissur jarl sem réttingar þarf viö frá þeim hlut sem honum hefur jafnan veriö ætlaöur i alþjóð- legum sögufræðum. Enda er þessum bókum ekki ætlað að inna af hendi neina sjálfstæða rann- sókn eða frambera nýja skoðun viðfangsefnanna: þeim nægir að rifja upp hin viðteknu fræði, auka og skýra lýsingu þeirra á sögu- hetjunum, öld þeirra og afrekum. Það er nú trúlegt að bækur sem þessar eigi eða geti átt sér visan allstóran lesendahóp með öllum þeim áhuga á sögu, bæði lands- sögu og persónusögu sem hér hefur viðgengist, og geta meir að segja að sinu leyti stuðlað að þvi að viðhalda honum með nýjum lesendum. En þá er vitanlega mikilsvert að þær séu gerðar er aðgengilegastar þeim lesendum sem helst hafa gagn af þeim, bæði efnislega og i útgáfu. Það er samt furðu algengt að bækur sem efnisins vegna gætu hentað mætavel handa t.d. skólafólki meðfram reglulegum náms- bókum þeirra i ýmsum greinum séu útgefnar og verðlagðar alveg án tillits til þessa markaðar. Ég veit satt að segja ekkert um við- gang þessa bókaflokks á mark- aðnum. En efnisins vegna virðist mér að bækurnar eigi fyrst og fremst erindi við unga og nýja lesendur og séu liklegastar að koma þeim að gagni i sem einfaldastri ódýrastri gerð. Og slikar bækur þurfa að sinu leyti alls ekki að vera neitt tötralegar Einveldisþegn eða þjóðernissinni Nýja ritið i flokknum, Brynjólfur biskup Sveinsson eftir Þórhall Guttormsson, er i hentugan tima fram borið að þvi leyti til að i haust gaus eins og al- kunna er upp beinlinis sjúklegur áhugi á sögu Brynjólfs biskups og Ragnheiðar dóttur hans. Þeir sem það kusu áttu sér greiðan að- gang að skynsamlegri vitneskju um efnið jafnframt hinni upp- blásnu andaspeki. Þórhallur Guttormsson rekur i frásögn sinni skýrt og skilmerkilega æviatriði Brynjólfs, og þá einnig söguna af hinu rómaða heimilisböli hans, eftir heimildunum, svo langt sem þær ná. En lýsing hans hróflar i engu við hefðbundinni mynd hins hetjulega biskups, visinda- og skólamanns, kirkjuleiðtoga og landsföður, lætur sér nægja að endurtaka þvi sem næst óbreytta lýsingu skólabókanna. Úr þvi að á annað borð var ráðist i að semja rit um Brynjólf biskup er auð- vitað eftirsjá i þvi að ekki skuli freistað persónulegra átaks, nokkurrar sjálfstæðrar rann- sóknar á efninu. Það hefði t.d. verið gaman að fá einhverja nánari vitneskju um skólanám og kennsluár hans i Danmörku, af- stöðu til fornra islenskra fræða, eða þá pólitiskt hlutverk hans i biskupsdómi og afstöðu til einveldisins og danska valdsins. t þvi efni virðist hugur höfundar vera á reiki, hvort biskup heldur var i fyrsta lagi dyggur og drottinhollur einveldisþegn, eða raunsær stjórnmálamaður i and ófi gegn yfirgangi konungs- valdsins, eins og ýmsir hafa talið. En kostur þessarar bókar er sem sé að hún dregur saman með læsilegum hætti aðgengilega vit- neskju um ævi og öld biskups — þótt að skaðlausu hefði mátt lina þá aðdáun á honum sem hér er viða lýst, ef i staðinn kæmi að ein- hverju leyti sjálfstætt mat á sögu hans. Þvi verður þá ekki heldur neitað að mannlýsing biskups verður miklu skýrari i skáldsögu Guðmundar Kambans um hann, Skálholti, sem að sinu leyti var reist á ýtarlegri sögulegri rann- sókn, en Þórhallur fylgir að miklu leyti skilningi Kambans á efninu t.a.m. á Ragnheiðarmálum. Biskupsdóttir legin var Hinn mikli áhugi á raunasögu biskupsdótturinnar er svo rann- sóknarefni fyrir sig, hvernig hann hafi þróast og ávaxtast i munnmælum og skáldskap. Kamban lýsir undir lok sögunnar raunum Daða af þvi að sjá ástar- sögu þeirra Ragnheiðar dregna i svaðið i sögusögnum sem geri hans hlut sem verstan, flagarans vonda sem táldró hina saklausu biskupsdóttur. Þann skilning lagði lika gamla Torfhildur Hólm i efnið i sögu sinni um Brynjólf biskup sem á sinum tima mun hafa verið viðlesið og vinsælt rit. Torfhildur hleypur hins vegar öldungis yfir eiðtöku Ragnheiðar i sögunni. Ætli mynd hinna rómantisku ofsóttu elskenda komi til fyrr en i Eiðnum eftir Þorstein Erlingsson? Sama skiln- ingi lýsti svo Kamban i miklu við tækara sálfræðilegu og sögulegu samhengi i Skálholti, sem áreiðanlega verður hans varan- legasta verk og likast til endanleg Lofum Heimilis ánægjan eykst með Tímanum ,,skáldleg ráðning” hinna sögu- legu atburða. Ragnheiðar saga Brynjólfs- dóttur frá i haust er samt að sinu leyti heimild um það hvernig alþýðlegur áhugi á efninu og verk hinna fyrri höfunda ávaxtast i einhvers konar bókmenntalegri „undirvitund” með þjóðinni. Asamt þeim áróðri sem fyrir bókinni var hafður og undir- tektum sem hún hlaut er hún lika þannig heimild um menningar- ástand sem sannarlega er isjár- vert. © Guðmundur honum hefði enzt aldur til. Hann var bóndi á Kirkjubóli frá 1932- 1959 og áti þar heima alla ævi, að undan teknum árunum 1959-1962, þegar hann var bókavörður við Bæjarsafn Hafnarfjarðar. Þegar Guðmundur var um tvitugt bauð frændfólk hans i Ameriku honum þangað vestur til framtiðarveru og buðust enn fremur til þess að kosta hann 1 skóla þar. Af þessu varð þó ekki, og mun þar mestu hafa valdið, að föður Guðmundar féll þungt að þurfa að sjá á eítir syni sinum vestur yfir hafið og sagði sem var, að það væri nógu margt af sinu fólki þangað komið, en syst- kin Böðvars höfðu öll farið vestur, að einni systur undan skilinni. Fyrir þvi eru nægar heimildir, að það var fyrst og fremst náið sam- band þeirra feðganna, Guð- mundar og Böðvars, sem olli þvi, að Guðmundur tók þann kost að ilengjast á æskustöðvum sinum. 1 fyrsta lagi segir Guðmundur þetta sjálfur berum orðum i viðtali, sem Sunnudagsblað Timans birti við hann sumarið 1968, en auk þess heíur frændi hans og vinur, — sá hinn sami sem vitnað er til á einum stað hér að framan — látið þessa getið við undirritaðan, og mun þvi naumast þurfa fleiri vitna við um þetta atriði. Um hitt má aftur á móti spyrja, hver þroskaferill Guðmundar Böðvarssonar hefði orðið, ef hann hefbi gerzt lærdómsmaður vestur 1 Ameriku. Enginn þarf að efast um, að hann hefði orðið skáld, en hvernig hefði skáldið i honum þróast? Slikar spurningar eru aubvitað út i hött, þvi enginn er til þess að svara. Hitt er vist, að þá hefðu islezkar sveitir orðið einu stórskáldi fátækari. Það hefði þá verið einum manningum færra til þess að yrkja islenzka jörð og islenzkan ljóðakur jöfnum höndum. Hér skulu nú taldar þær bækur, sem komu frá hendi Guðmundar Böbvarssonar, svo og hvernig þær komu fyrst út: Ávallt fyrstur r a morgnana Kysstimigsól ............. 1936 Hinhvituskip.............. 1939 Álfar kvöldsins .......... 1941 Undir óttunnar himni ..... 1944 Kristallinn i hylnum ..... 1952 Kvæðasafn ................ 1956 Dyr i vegginn (Skáldsaga ) .. 1958 Minn guð og þinn.......... 1960 Saltkorn i mold 1......... 1962 Saltkorn i mold II........ 1965 Landsvisur ............... 1963 Hriðarspor ............... 1965 Innan hringsins .......... 1969 (Síðasta ljóðabók skáldsins). Atreifur og aðrir fuglar .... 1971 Konan sem lá úti ......... 1972 ,,-og fjaörirnar fjórar” . 1973 (Siðasta bókin, sem kom út að höfundi sinum lifandi. Auk þessara frumsömdu verka kom svo árið 1968 út þýðing Guð- mundar Böðvarssonar á Tólf kviðum úr Gleðileiknum guðdóm- lega eftir Dante. Eins og allir mega sjá, er hér ekki neitt smáræðis verk á ferð- inni. Þetta eru hvorki meira né minna en seytján bókatitlar, og þar er litið um endurprentanir. Kvæbasafn er að sjálfsögðu endurprentun eldri ljóðabóka, og skáldsagan Dyr i vegginn kom aftur út i haust i bókinni ,,-og fjaðrirnar fjórar”, en i þeirri bók er lika margt, sem aldrei hafði áður birzt opinberlega. Hriðar- spor eru samantekt eldri ljóða, en þó eru þar einnig kvæði, sem ekki höfú áður komið út i bók. Það er þvi ljóst, — enda löngu vitað og viðurkennt — að afköst Guðmundar Böðvarssonar sem rithöfundar voru með ólikindum. ekki sizt þegar þess er gætt, að hann var jafnan störfum hlaðinn, eins og titt er um islenzka bændur, jafnvel þótt þeir leggi ekki stund á smiðar jafnframt búskapnum. . „Er kyrrist um i smiðju...” Þessar linur eru fátæklegri en verðugt væri, enda varla annars að vænta, þvi að skáldskapur Guð mundar Böbvarssonar er bæði mikill að vöxtum og margslung- inn að innri gerð. Mér er það fullkomlega ljóst, að engu sem hér hefur verið drepið á, hafa veriö gerð fullnægjandi skil og of mörgu hefur verið alveg sleppt. En þótt ævistarf Guðmundar Böðvarssonar væri mikið, bæði að vöxtum og gæðum, þykir mér ekki eiga illa við að ljúka þessu greinarkorni með þvi að birta hér niburlagserindið úr ljóði hans Kvöld i smiðju. Þá kveðju mættu allir tslendingar taka til sin, hvar sem þeir eru nibur komnir og hver sem dagleg störf þeirra eru: Svo vinnist þér á morgun þab sem vannst ei mér i dag. — Það verða skal að lokum hinzta kveðjan, er kyrrist um i smiðju og kemur sólarlag og kulnað sindur liggur kringum steðjann. —VS O Á víðavangi leika þess flokks og forystu- manna hans. Málefnastaða Sjálfstæöisflokksins var mjög veik, foringjadeilurnar og margs konar óánægja hefur rikt i flokknum að undanförnu. Samt vinnur hann mikinn sigur. Skýringin er ekki sízt sú mikla sundrung, sem hel'ur rikt meðal andstöðuflokka Sjálfstæöisflokksins að uiidan- förnu, og að llannibal og Björn skyldu rjúfa stjórnar- samstarfið. Þá hefur sú skvring einnig heyrzt, að varnarmálaafstaða kjósenda liafi veitt Sjálfstæðisflokknum mikinn byr i kosningunum, þótt kosið væri um sveitar- stjórnarmálefni. Og ekki iná gleyma garminum hoiium Katli. Bjarni Guðnason var þurrkaður út i þessum kosningum. —TK Trilla til sölu þriggja tonna, með disel-vél. — Upplýsingar i sima 93-6192, ólafsvik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.