Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. júni 1974 TÍMINN 7 í útlegð hrakti okkur til Kock- um, — það og ekkert annað! Þaö er Björn Guðmundsson, smiður i Hafnarfirði, sem segir okkur þetta, þegar við hittum hann að máli i gær, þar sem hann var að hamast f góðviðrinu við að koma upp nýtizkulegu fjölbýlis húsi við Breiðvang i norðurbæn- um. Björn er búsettur i Hafnar- firði, trésmiður að iðn, og hann var einn þeirra, sem á sfnum tima fóru til Sviþjóðar f atvinnu leit, — og hann kveður fast að, þegar hann rifjar upp „viöreisn- ar”-timana, sem ollu þvi, að mál skipuðust þannig: — Ég átti þá heima i Grundar- firði. Ég var kvæntur maöur, og við áttum fjögur börn. Ég var bú- inn að vera atvinnulaus I rúmlega ár. Ég var svo sem ekki iðjulaus, ég gekk um og hjálpaði til, hvar sem var, það var þó skárra en gera ekkert, en tekjurnar voru svo til engar. — Höfðuð þið ekki einhverja styrki? — Styrki? Ekki aldeilis, ekki fyrir vestan að minnsta kosti. — Hvernig komust þið af? — Þetta var bara skuldasöfnun það var nú auðveldara með lán, — ég á við, að þetta voru svona verzlunarskuldir mest. Nú svo kom auglýsing frá Trésmiöa- félaginu vorið 1968 nóg atvinna hjá Kockum i Sviþjóð. Ég sló til og fór með fyrsta flokknum Við vorum eitthvað 70-80. Þetta var stutt ráðning til að byrja með, fórum seint i april og vorum ráðnir til haustsins. Þetta var svo sem ágætt. Allt gott eftir atvinnu- leysið heima. Fjölskyldan kom út um sumarið. Við vorum i góðum leiguibúðum hjá bæ og rfki. — Hvernig var vinnutiminn? — Við vorum þarna á 8 og 12 tima vöktum, lengri vöktum i lok- in, þegar við vorum að ljúka við skipið. Þetta var svo sem ágætt. — En svo lauk vinnunni hjá Kockum? — Já, og þá fórum við út á venjulega vinnumarkaðinn og urðum að lifa éins og Sviarnir sjálfir, borga skatta og skyldur, og þá kom allt annað hljóð i • skrokkinn. Ég er ekki að kvarta sjálfur, þvi aö ég var heppinn, lenti I góðum hópi og hafði góðar tekjur, — en þaö voru vist ekki allir sem höföu þá sögu að segja. Þetta stóð i 10 mánuöi. — Hvenær komuð þið svo heim? — Viö komum heim um leiö og „viðreisninni” lauk, strax og við fengum þær fregnir, að hún væri fallin. — Og af hverju komuð þiö heim? — Við komum heim f trú á betri framtið, og sú trú hefur ekki brugðist. — Hefur þú enn hina sömu trú? — Vissulega, það er engin ástæða til annars. Þegar allt hef- ur staðið lengi i stað, þá er eins og allt komi í bylgjum. Ég er svo sem ekki að segja, að það væri kannski ekki betra að hafa þetta svolitið jafnara — og þá jafnvel stundum kannski minna. En við höfum haft það prýðilegt á dögum þessarar stjórnar. — Gætið þú hugsað þér að fara aftur úr landi til að vinna? — Það má vera, — en alls ekki undir þeim kringumstæðum aö vera hrakinn úr landi vegna at- vinnuleysis. Við kveðjum Björn Guðmunds- son og vinnuféiaga hans og þökk- um greinargott viðtal. Um leiö og hann iéíí"r! hönd okkar aö skiln- aöi, segir Björn Guömunássoii ■ — Þaö eru ekki nema almenn mannréttindi að hafa atvinnu. Það eru bara ekki allir, sem skiija það. — BH. 200 mílur tslendingum til framdráttar, öll- um meðlimum Einingarsamtaka Afrikurikja, allra sendinefnda á þingi Sameinuðu þjóðanna og sjö hundruð rithöfunda og blaða- manna um heim allan, sem skrif- að hafa um landhelgismálið. 1 fréttatilkynningunni frá rikis- stjórninni um þetta nýja kynn- ingarit segir: „Rikisstjórnin hefur gefið út nýtt kynningarrit á ensku um landhelgismálið. Nefnist þaö ií* NÝR TOGARI TIL AKRANESS —hs—Rvik. Sfðdegis i gær kom nýr skuttogari til Akraness. Hef- ur skipið hlotið nafniö Ver, og ber einkennisstafina AK 200. B.v. Ver er annar skuttogarinn, sem kem- ur til Akraness, en er jafnframt sá fjórði af fimm skuttogurum, sem rikisstjórnin samdi um smfði á i Póllandi. „The Evolving Limit of Coastal Jurisdiction”. Eru þar prentuð 42 skjöl (lög, reglugerðir, alþjóða- samþykktir og tillögur á alþjóða- vettvangi), sem sýna stefnuna I þróun þjóðréttarreglna varðandi vfðáttu lögsögu- og hagnýtingar- réttindi strandrikja yfir hafsvæð- inu undan ströndum þeirra á timabilinu 1945-1974. í inngangi er gerð grein fyrir eðli alþjóðalaga og rakin þróun þjóðaréttarins siðari áratugi varðandi viðáttu lögsögu strand- rikja meö sérstöku tilliti til Is- lenskra aðgerða og frumkvæðis íslands hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1949. í framhaldi af þvi eru birtir sex uppdrættir, sem sýna m.a. 300-mfína efnahagslögsög- una á heimskortinu og 200-milna efnahagslögsögu umhverfis Is- land, þegar til framkvæmda koma 200-milna ákvæði land- grunnslaganna frá 1948 eftir breytinguna, sem rikisstjórnin beitti sér fyrir á þeim 13. mai s.l. Samtals 26 skýringar og at- hugasemdir fylgja þeim 42 skjöl- um, sem prentuð eru i bókinni. Eru þær flokkaðar f fjóra hópa, þ.e. skýringar við bandarfsk skjöl, suður-amerísk skjöl, is- lensk skjöl og alþjóðlegar og margþjóða samþykktir og samn- inga, sem markað háfa stefnu eða hafa haft áhrif á þróun þjóða - réttarins varðandi lögsögu strandrikja. Sjö skýringar og athugasemdir eru birtar með skjölunum, sem varöa Island. Koma þar m.a. fram röksemdir fyrir þvi, hvers vegna samningurinn við Breta frá 1961 hafi ekki gildi sem grund- völlur fyrir afskiptum alþjóða- dómstólsins af fiskveiðideilunni. Ennfremur er greint frá mál- flutningi fulltrúa íslands á fundi vlsindaráös Einingarsamtaka Afrikurikja i Ibadan, Nigeriu, 2. nóvember 1971, þar sem mælt var með þeirri meginstefnu, að þjóð- réttarreglur varðandi lögsögu strandrikja verði mótaðar þann- ig, að strandriki hafi rétt til 12 milna landhelgi og 200 mflna efnahagslögsögu, en stefna þessi var áréttuð i upplýsingariti rikis- suÓr"2rinnar „Iceland and the Law of the Sea” 1 íeur'JS! 1^72 Og formleg tillaga flutt um hana I hafsbotnsnefnd S.þ. 5. april 1973. Eftir fund visindaráðs Einingar- samtaka Afríkurikja I nóvember 1971 tók sendinefnd Kenya upp sömu meginstefnu og flutti tillögu um hana i hafsbotnsnefnd S.þ. 7. ágúst 1972. Bókin hefur þegar verið póst- lögð til blaða, timarita, rithöf- unda, stjórnarerindreka, Is- lenskra ræöismanna og sér- fræðinga um allan heim, og verð- ur send islensku sendiráðunum til frekari dreifingar. Hún er 128 sið- ur i Royal-broti, prentuö og sett i prentsmiðjunni Eddu, en Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikis- stjórnarinnar, hefur tekið hana saman og séð um útgáfu hennar.” Skipið er 750 brúttólestir að stærð, búið öllum fullkomnustu tækjum, sem völ er á. Aðslvél skipsins er af Sulzer-gerð og er 3000 hestöfl, en hjálparvélar eru af gerðinni Caterpillar. 1 skipinu er Isframleiðsluvél af Finsam- gerð, sem sett var I skipið I Noregi. Á þessi vél að geta fram- leitt að jafnaði um 10 tonn af is á sólarhring. Er isinn framleiddur úr vatni, en þess má geta, að um borð eru eimingartæki, sem geta eimað vatn úr sjó, allt að 10 tonnum á sólarhring. Skipið er útbúið fyrir fiskikassa úr plasti I lest, sem mun vera nýjung i stærri skuttogurunum, en margir hinna smærri hafa lestarnar útbúnar þannig. Ganghraði skipsins var I reynsluferð rúmar 16 sjómilur. Eigandi skipsins er Krossvik h.f, sem á fyrir samnefndan skuttog- ara. Hluthafar fyrirtækisins eru frystihúsin 4 á staðnum, ásamt Akraneskaupstað, Skipstjóri er Teitur Magnússon og 1. vélstjóri Aðalsteinn örnólfsson. ERFIÐ- LEIKAR í CARA- CAS NTB-Caracas. Vandamál hafa þegar skotið upp kollinum á haf- réttarráðstefnu SÞ, eftir að i ljós kom, á fyrsta fundinum, að fulltrúarnir gátu ekki komið sér saman um, hvernig greiða skuli atkvæði um drögin að hinum nýju hafréttarlögum. Leysa verður deiluna fyrir 28. júnf, en þá hefjast hinar eiginlegu umræður um lagafrumvarpið. Umræðurnar um fundarsköpin spegla greinilega þær andstæður, sem eru milli stórveldanna og fjölda smærri þátttökuríkja á ráöstefnunni. Þó hefur ekkert rikjanna áhuga á að ráðstefnan fari út um þúfur. Leiðrétting TILVIST NATO A ISLANDI ÞJÓNAR FRIÐI I HEIMINUM. eftir Dr. Jóhann M. Kristjánsson i Timanum (19. þ.m.) hefir misrit- ast: . I 3. dálki annarri nnu viö myndina. — Þvi ekki aö gagnrýna hóflega með ofurlitlu ivafi af vel- vilja, leiöbeiningum og ást. A að vera: Þvi ekki að gagn- rýna hóflega með ofurlitu ivafi af velvilja, leiðbeiningum og gát. 1 5. dálki (Grein II) fimmtu greinaskilum tilvitnun I skáld: „Út vil ég, svo langt, langt, langt”. A að vera: „Ot vil ég, út, svo langt, langt, langt.” Fáum lfnum neðar i sama dálki: „Ekkert nýtt frá — ekkert að gera á Vesturvigstöðvunum”. Á að vera: „Ekkert nýtt frá — ekkert að gera á Vesturvígstöðv- unum.” A fimmtudagskvöld komu hingað til lands 120 Austurrikismenn með leiguvél frá fslenzku flugfélögunum. Austurrfkismennirnir komu hing- að beint frá Vfn. Þeir starfa flestir við fyrirtæki, sem framleiða út- varps- og sjónvarpstæki og eru hingað komnir f boði fyrirtækja sinna, sem þakka þeim vel unnin störf á þennan hátt. I hópnum er einnig Erwin Gasser, vararæðismaður tslands I Vfnarborg og forstjóri skrif- stofu LL. þar. Þá eru I ferðinni nokkrir austurrfskir fréttamenn, þar á meöal blaðamaður frá stærsta dagblaöi Austurrikis, Kourier. Austur- rikismennirnir verða hér fram á sunnudag og munu fara um nágrenni Reykjavikur og skreppa til Eyja. Lúðrasveit Hafnarfjarðar tók á móti ferðalöngunum á Keflavikurflugvelli og lék þá nokkur lög I veðurblfð- unni. Lúðrasveitinni stjórnaði Hans Ploter, sem er austurrfskur aö uppruna og formaður félagsins tsland-Austurriki. Þess má geta að Lúðrasveit Hafnarfjarðar hyggur á hljómleikaför I ágúst og mun þá leika vföa I Austurrfki, Sviss og Þýzkalandi undir stjórn Ploters. Tima- mynd G.E. Skýrsla umferðarrdðs sýnir: Auka verður veru- lega notkun bílbelta Gsal-Reykjavik. — Timanum hef- ur nýverið borizt bráðabirgða- skráning umferðaslysa i mafmánuði. AIls urðu 572 slys I mánuðinum, en voru 515 á sama tima I fyrra. I flestum slysunum I mai á þessu ári varð einungis eignar- tjón, eða i 477 slysum. Slys meö meiðslum urðu 93 og dauðaslys 2. Flestir slasaðra og látinna voru farþegar og ökumenn. Þá fimm mánuöi, sem af eru þessu ári, hafa alls orðið 2880 umferðaróhöpp. 359 með meiðslum, þar sem 475 slösuðust. Sömu mánuði ársins 1973 voru 2939 umferöaróhöpp skráð, þar af 332 með meiðslum. Saman- burðartala um fjölda slasaðra liggur ekki fyrir en fyrstu fimm mánuði þessa árs létust 6 manns I umferðarslysum en á siðasta ári 14. Af þeim 475 vegfarendum, sem slasazt hafa á þessu ári, voru: 151 ökumaður, 161 farþegi, 132 gang- andi vegfarendur og 31 hjólreiða- maður. 116 hinna slösuöu voru 14 ára og yngri, 71 var 15-17 ára, 72 voru 18-20 ára, 46 voru 21-24 ára, 151 voru 25-64 ára og 19 voru 65 ára og eldri. Flest slysin hafa orðið i Reykjavik, eða 207, þar sem 275 manns slösuðust. Næstflest i Hafnarfiröi og Kjósarsýslu 38 slys, þar sem 45 manns slösuðust. Af þeim 475 vegfarendum, sem slasast hafa á þessu ári voru 314 ökumenn og farþegar i bifreiðum eða 66% hinna slösuðu. Þessi staðreynd sýnir fram á nauðsyn þess að auka verulega notkun bil- belta frá þvi sem nú er. Umferðarráð vekur athygli á, aö slysum með meiðslum hefur farið fjölgandi á undanförnu og i maímánuði urðu þau flest eða 93 þar sem 120 manns slösuðust. Fram undan er sá timi ársins I umferðinni, þegar flest slys urðu á siðasta ári eða júli-ágúst- og septembermánuðir, en á þessum mánuðum i fyrra urðu 314 slys meö meiðslum. Undanfarin ár hafa flest slys i dreifbýli orðið i þessum mánuðum. Forðizt voðann — varizt • x • vr „viðreisn x B Lokað vegna sumarleyfa frd 15. júlí til 6. dgúst BIFREIÐASTILLINGIN Grensdsvegi 1 1 »5! —l _ l|| Rorníjs^iceicnor Stööur nokkurra röntgentækna við Röntgendeild Borg- arspitalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 15. ágúst eða síðar eftir sam- komulagi. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir sendist framkvæmdastjórn spitalans, fyrir 15. júni n.k. Reykjavik, 21. júni 1974. Borgarspitalinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.