Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 22, júnl 1974 stundarkorn og horf ði ef tir götunni. Þar var ekki nokkra manneskju að sjá. Hún leit sem snöggvast um öxl á húsið og hélt síðan niður að hafinu. Niðri í fjöru nam hún staðar og horfði út á sjóinn. Nokkrir bátar lágu úti á legunni, en við bryggjuna var bátur Eiriks, sem hann notaði til að róa út í vélbátinn. í honum voru árar og segl. Svala stökk út í bátinn, leysti f rá, ýtti f rá landi með ár og reri út af læginu, þangað til hún var komin út í gárana. Þá reisti hún mastrið, hag- ræddi seglinu, spennti strekkinguna og sigldi út á f jörð- inn. Hún stefndi beint á Fulmar. Eyjan sást greinilega og nálgaðist óðum. Hún hafði tekið stefnuna dálítið sunnan við hana og sveigði á hlið, þegar hún var komin á móts við hana, og renndi á land á strandlengjunni að sunnanverðu. Þarna var ekkert merki um nokkra manneskju, og hjarta hennar, sem hafði verið hugrakkt fram að þessu, tók skyndilega á rás við hugsunina, sem gagntók hana. Um leið og báturinn rann upp að sandinum, stökk hún fyrir borð og i land, svo léttilega, að það heyrðist naumast. Hún þekkti Fulmar og vissi, að sá, sem ekki var uppi á hæðinni eða á ströndinni, hlaut að vera i hell- inum, og án þess að hugsa um bátinn, eða hvað um hann myndi verða, gekk hún hljóðlega og skelfd upp hallann og þrýsti hendinni að hjartastað. Hún leit inn í hellinn. Eiríkur lá og svaf á teppi. Kreppt hægri höndin hvíldi upp við brjóstið. Það var nógu bjart til þess, að hún sá andlit hans, og hann hreyfði sig og tautaði eins og maður, sem berst við Ijóta drauma. Þetta var önnur nóttin hans hér á Fulmar, og báðar næturnar höfðu draumfarir hans verið jafn slæmar. Hann var að dreyma einn þessara yfirskiIvitlegu drauma, og án þess að vita, hvað amaði að honum, lék hann á sviði draumaríkisins hlutverk manns, sem drýgt hef ur synd, sem hann losnar aldrei við. Hann gekk eftir götunni í Skarðsstöð með alla sjómennina og aðra ibúa plássins á eftir sér, og allir eltu hann í þögulli andúð. Ólafur Guðmundsson nam staðar til að sjá hann ganga hjá, og refsing hans var sú að þurfa að fara framhjá húsi Stefáns Guðmundssonar. Hann var kominn f ramhjá sínu eigin húsi, þegar hann gerði sér afbrot sitt Ijóst. Hann var holdsveikur. Hendur hans voru hvítar, og nú sá hann tvær verur koma á móti sér — Svölu og Helga. Þau námu staðar, og svo hljóp Svala leiðar sinnar, hl jóp eins hratt og f ætur toguðu, og meðan hann kallaði á eftir henni, tættist draumurinn i sundur. Hann vaknaði — og Svala kraup niður við hlið hans. XI. Fjöðrin Þegar Jónas kom til Reykjavíkur, hélt hann beina leið til skrifstofu Helga Stefánssonar, og kom honum mjög á óvart, hvernig Helgi tók fregnunum, sem hann flutti honum. Helgi var að vísu skelf ingu lostinn yf ir f regnunum, en miklu f remur yf ir öllu pukrinu í sambandi við þær. Þetta var ekkert smámál, og það bar að gera yfirvöldunum strax viðvart. — Svoað þau geti sett hann á spítalann? spurði Jónas. — Einmitt, sagði Helgi, sem ekki veitti eftirtekt hreimnum í rödd Jónasar. Þeir sátu andspænis hvor öðrum við borð í setustof- unni. Helgi hafði borið þeim vindla og koníak, og Jónas sat makindalegur í hægindastólnum. — Jæja, en hann fer nú ekki á neinn spítala, sagði Jónas. Fyrst um sinn verður hann þar, sem hann er, og seinna fer ég með hann inn með ströndinni til Arnar- f jarðar. Ég er alveg búinn að hugsa þetta mál. — Já, en hugsið um hættuna fyrir sjálfan yður og aðra! — Ég skal hugsa um mig, og þetta er langt frá allri mannabyggð. — Það getur svo sem vel verið, að yður finnist þetta gott og blessað, en mér f innst það nú vera skylda mín .. . — Ef þér skylduð fara og segja einhverjum frá þessu, sagði Jónas, sem koniakið hafði sín áhrif á — þá myndi ég drepa yður. Ósköp blátt áf ram. Svoað við skulum tala um annað og snúa okkur að viðskiptunum. Helgi sneri sér strax að öðru og sagði frá Ólafi Guðmundssyni, sem fór frá Reykjavík nokkrum dögum áður, og enginn hafði heyrt neitt frá síðan. En hvarf Ólafs Guðmundssonar hafði ekki minnstu áhrif á Jónas. Þegar Ingólfur hafði losað farminn, stóð hann við í einn dag, en hélt síðan úr höf n, og Jónas var um borð. Hann kom til Skarðsstöðvar klukkan níu um morgun- inn, og fyrsta fréttin, sem Jónas fékk, var sú, að Svala væri horf in. Fiskveiðarnar höfðu legið niðri, — og önnur starfsemi raunar lika — og allir íbúar Skarðsstöðvar höfðu í f jóra daga leitað um alltað henni. Engum hafði dottið í hug að fara út í eyjarnar, eða at- huga, hvort nokkurn bátinn vantaði. Helgu hafði rennt grun í, hvernig í öllu lá, en þar sem hún hafði ekki minnstu hugmynd um, hvar Eiríkur faldi sig, og þar sem Jónas hafði látið hana lofa því að þegja, sagði hún ekki orð. Jónas renndi strax grun í samhengið og f lýtti sér út í höfnina. Já, báturinn var farinn. Helga lá við akkeri á þriggja ..Ef þú lendir i vandræöum, sem þú get ur ekki ráöið viö, mundu þá eitt orð.. DREKÍ. Laugardagur 22.júní 7.00Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Pianótónleikar. 14.00 Vikan, sem var. Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 islandsmótiö i knatt- spyrnu, fyrsta dcild Jón As- geirsson lýsir frá Keflavik, siðari hálfleik af leik IBK og Vals. 15.45 A feröinni. ökumaöur Arni Þór Eymundsson. (Fréttir kl. 16.00. Veður- fregnir kl. 16.15) 16.30 Horft um öxl og fram á við. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Heilbrigð sál i hraustum likama” eftir Þóri S. Guðbergsson-Fyrsti þáttur. Leikstjóri GIsli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Sögumaður ... Knútur R. Magnússon/ Frú Agústa ... Bryndis Pétursdóttir Frú Lára ... Auður Guðmunds- dóttir/ Gunnar faðir i ferm- ingarveizlu ... Þorgrimur Einarsson/ Jón, faðir i fermingarveizlu ... Guðjón Ingi Sigurðsson/ unglingar i samkvæmi: ... Páll ... Gisli Rúngr Jónsson/ Hildur ... Helga Thorberg/ Jóna ... Edda Björgvinsdóttir/ Mamman ... Briet Héðins- dóttir/ Pabbinn ... Klemenz Jónsson/ dóttir þeirra ... Dóra Sigurðardóttir/ sjó- menn: Sveinn ... Flosi Ólafsson: Helgi ... Hákon Waage/ Þröstur ... Randver Þorláksson/ Spekingurinn ... Jón Júliusson/ Svandis ... Anna Kristin Arngrimsdótt- ir/ Jóhannes ... Sigurður Skúlason/ Kennarinn ... Sig- urður Hallmarsson. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Loftsteinn — eða hvað? Þorbjörn Sigurðsson flytur erindi eftir Ragnar Þor- steinsson kennara. 20.00 Frá hollenzka útvarpinu. 20.30 Frá Vestur-islendingum. Ævar R. Kvaran flytur fyrsta þátt sinn með frásög- um og lestri úr bókmennt- um. 21.15 Hijómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. lliiilil 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Leiklist á Listahátið Stefán Baldursson fjallar um leiksyningar i sambandi við hátiðina. 21.25 Borgir Kanadiskur íræðsUimyndaflokkur, byggður á bókum £fíir Lewis Mumford. 2. þáttur. Bilar eða menn.Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.55 Togstreita i þinginu (Advice and Consent) Bandarisk biómynd frá árinu 1962, byggð á sögu eftir Allen Drury. Aðalhlut- verk Henry Fonda, Walter Pidgeon og Charles Laughlon. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin lýsir deilum milli forseta Banda- rikjanna og öldungadeildar bandariska þingsins. Forsetinn hefur útnefnt mann, sem hann treystir, i embætti utanrikisráðherra, en honum hefur láðst að tryggja sér stuðning öldungadeildarinnar i þvi máli, og af þvi sprettur löng og erfið togstreita. 00.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.