Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 28. júnl 1974. VIÐTÖL VIÐ VESTMANNAEYINGA iöfrekar en hann. Þau kynni, sem ég hef haft af honum, hafa sann- fært mig um þaö, aö hann ber okkar mál fyrir brjósti af áhuga og einurö, og þekking hans kemur aö góöu gagni fyrir okkur. — Hvert telur þú helzta hags- munamál Vestmannaeyinga, sem koma þarf I framkvæmd I ráinni framtiö? — Ja, þaö er náttúrulega höfn- in, þaö þarf aö ganga frá henni, koma skolpinu út fyrir Eiöiö. Þetta er ekki hægt aö hafa svona. Og svo er það ferjan, og þaö fer nú aö veröa hitamál, ef ekki verð- ur fariö að gera eitthvað. Þaö hef- ur engan veginn veriö nógu vel aö þessu staöiö, og þaö er náttúr- lega viö bæjaryfirvöld að sakást. En þetta verður að komast I kring, og þaö er sannfæring min, aö dugnaðarmaður eins og Guð- mundur G. Þórarinsson geti talað máli okkar á þann hátt, að hrlfi. AAórallinn einhvern veginn orðinn losaralegri Asdls Þorvaldsdóttir er 18 ára ungmey, sem situr á kosninga- skrifstofunni I Eyjum, og svarar öllum fyrirspurnum viökomandi kosningunum af einstakri alúö og elskulegheitum. Við hrifumst af heillandi brosi hennar og biðjum hana að rabba við okkur smá- stund. Ásdls er innfæddur Vestmanna- eyingur og skipstjóradóttir, fabir hennar gerir út bát I samvinnu við Einar Sigurðsson, og er af- skaplega heppinn, eins og Asdls orðaði það. A veturna er Ásdls I skóla að Laugarvatni. Hún var þar, þegar eldur kom upp I Heimaey, en hún hefur skroppið heim til Eyja, hvenær, sem hún hefur haft tæki- færi til, og hún flýtti sér út I vor, þegar skólanum lauk. — Eyjarnar eru mln heima- byggö. Þaö er dásamlegt aö vera hérna. — Hvað ætlar þú að læra, As- dís? — Mig langar til að læra bók- menntir, — en þetta er bara löng- un. Maður veit svo sem aldrei, hvað verður. — Finnst þér hugsunarháttur unga fólksins hérna I Eyjum hafa Lltill drengur með bók — legsteinn Sigurbjarnar Sveinssonar kominn undan öskunni. breytzt mikið við gosið? — Ekki endilega unga fólksins. Mér finnst bara allur mórall ein- hvern veginn losaralegri. Já, viö- horfin hafa breytzt. Viðhorf fólks til verðmæta, alls konar verð- mæta er allt annað en það var. — Er mikill áhugi á kosningun- um meðal ungs fólks? — Já, það er kosningaáhugi. Það hefur ýmislegt gerzt, sem hefurýtt við fólki. Ég held nú, aö það séu aðallega öfgaflokkarnir, sem hafa vakiö menn, hvað svo sem fólk kýs. Við tslendingar er- um fyrst og fremst varkárir, og ég er ekki viss um, nema unga fólkinu finnist stjórnin hafa verið helzt til djörf. Hitt er annað mál, aö unga fólkið hefur snúizt á sveif með henni I mörgu, sem hún hef- ur gert vel. — Nú er kominn nýr frambjóð- andi I spilið? — Já, ég hef ekki heyrt I honum ennþá, og ég hlakka alveg óskap- lega til að hlusta á hann Guðmund annað kvöld. Við erum vongóðir núna Sigurður Gunnarsson, skip- stjóri, er llklega búinn að stunda sjóinn I hálfan fjórða áratug, byrjaði ellefu ára gamall. Hann er búinn að gera út I á annan ára- tug. Það er þvi eðlilegasti hlutur I heimi að ræða sjómennsku og út- gerð við hann, og fyrst spyrjum við hann að þvi, hvort Eyjabátar séu allir komnir heim, þ.e.a.s. hafi verið gerðir út frá Eyjum á slðustu vertlð. — Það vantar ennþá eitthvað af minni bátunum, og held, aö einn af þeim stærri hafi verið gerður út úr landi. — Hvernig var svo vertlðin? — Vertiðin var lélegri en efni stóðu til, og það varð að gera út á togveiðar nokkra báta, sem ann- ars heföu farið á net. Það er að verða algerlega vonlaust að gera þessa báta út — það er eiginlega ekki hægt lengur að manna þá. — Þið fáið ekki lengur mann- skap á minni bátana? — Millistærðina, 100 tonna bát- ana. Bátaflotinn hérna hefur liðið alveg stórkostlega fyrir þetta. Við teljum, að of ör skipakaup séu á- stæðan fyrir þessu. Þaö má ekki henda eöa hálfnýta góö skip. Þaö er svo sem nógu gott I sjálfu sér, ef þjóðin getur söölaö yfir I skut- togara, en hvaö á aö gera viö bát- ana, ef við getum ekki mannað þá, — á kannski aö henda þeim? — Aður en við snúum okkur að hugsanlegum úrræðum, langar mig til að forvitnast: Er minni fiskur á miðunum? — Nei, alls ekki. Það er alls ekki minni fiskur á miðunum I vetur en undanfarna vetur. Þaö eru bara litil afköst og færri róör- ar. — En úrræðin? — Mér finnst úrræðin liggja ljós fyrir. Það þarf að vekja á- huga fleiri manna á þvi aö stunda sjóinn. Það þarf að búa þannig að sjómennskunni, að fleiri vilji stunda sjóinn — blátt áfram langi til a6 komast á bátana. Viö verð- um að gera okkur ljóst, hversu mikilvægar fiskveiðarnar eru fyrir þjóðarbúskapinn. Það er á þeim, sem afkoma þjóðarinnar byggist, en það er bara eins og öll stjórnvöld, hverjunafni, sem þau nefnast, loki augunum fyrir þess- ari staðreynd. Við skulum bara gera okkur ljóst, að ef fiskveið- arnar legðust niöur, þá getum viö lagt upp laupana, a.m.k. er ég hræddur um, að það kæmi við kjör einhverra. — Hvernig verður slfkur áhugi heppilegast vakinn? — Það verður að bæta hag sjó- manna, betri kjör eru eina úrræð- ið. Það er alltaf vanreiknaður hlutur sjómanna, þegar verðið er að skipta. Það kemur llka til greina að koma á hækkun raun- tekna, og þar á ég við skattfríð- indi. Við óbreyttar aðstæður ger- ist ekkert til bóta. — Sigurður, þessi skoðun ykk- ar er þekkt i sjávarplássunum. Hefur ykkur gengið illa aö koma henni á framfæri. — Við erum ekkert auðugir af talsmönnum. Þaö eru aðrar stétt- ir, sem bera okkur ofurliði I þeim efnum. En mig langar til að segja þá skoðun mlna, að við erum von- góðir núna. Við erum þeirrar skoöunar, að frambjóðandinn okkar, hann Guðmundur G. Þór- arinsson, sé maður, sem leiðir skynsamleg mál til sigurs. Hann er fljótur að glöggva sig á mála- vöxtum og þekktur að atorku, og hann hefur orðið að vinna fyrir sér. Ég þekki hann ekki persónu- lega, en ég treysti honum samt til allra góðra verka. ■ •• Hreinsunin er komin aö hraunveggnum—og innrásin á hrauniö hafin. Stórvirkar vinnuvélar hreinsa hroöann I burtu ATVINNUMIÐLUN STUDENTA SVOLATANDI fréttatilkynning hefur blaöinu borizt frá SINE. VÍÐA erlendis reka stú- dentar umfangsmiklar atvinnumiðlanir. Hlut- verk þeirra er tviþætt, annars vegar hafa þær milligöngu um vinnu stúdenta i leyfum eða fastavinnumeð námi, og hins vegar er alltaf á skrá ihlaupavinna, þannig að stúdentar geta fengið vinnu i stutt- an tima, þegar að kreppir í fjármálum. Hið siðarnefnda kemur sér einnig mjög vel fyrir vissa tegund atvinnu- rekstrar (t.d. uppskip- un). Stúdentaráö hefur undanfarin ár verið með nokkra tilburði I þessa átt. Það hefur þó háð starf- semi þessari, hversu óreglulega og skipulagslaust hún hefur verið rekin, og fólk þar af leiöandi ekki vitað af henni, eða ekki búizt við árangri I störfum hennar. SHI hefur nú I hyggju aö gera at- vinnumiðlun að föstum þætti i starfsemi ráðsins og væri æski- legast, að hún þjónaði þvi tvi- þætta hlutverki, sem getið var um. Þessi ákvörðun er tekin núna, ekki sizt, vegna þess, hve margir námsmenn hafa haft samband við skrifstofu ráðsins nú i vor, i atvinnuleit. Þessi atvinnu- miðlun mun hafa aðsetur I Stú- dentaheimilinu við Hringbraut. S-15959. Þess má einnig geta, að fjöldi erlendra stúdenta hefur haft samband við SHl bréflega i von um fyrirgreiðslu varðandi at- vinnu hér á landi. Þeir hafa helzt áhuga á landbúnaði, fiskveiðum og þess háttar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.