Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. júnl 1974. TÍMINN 13 HRINGVEGURINN er ef til vill þaö verk rikisstjórnar ólafs Jó- hannessonar, sem mestum sköpum skiptir, ef frá er talin 50 miina landhelgin og endurreisn atvinnulifsins. Frá þvi aö vegagerö hófst á tslandi, hafa menn látiö sig dreyma um færan veg yfir Skeiöarársand, en þaö er hins vegar staöreynd, aö viö réöum hvorki yfir fjármagni, né tækni, þar til rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar beitti sér fyrir þessari stórframkvæmd, — sem er stærri en allar aörar I vega- málum. Veginum var lokiö á aöeins tveim árum sem er mikiö afrek vegageröarmanna og verkfræö- inga. i /// /■ • 'v* J, rJör ’ §f g ' • *|- ) Það hefur aldrei þótt vænlegt að fela þeim forystu, sem ekkert sjó nema ófarir framundan — segir Jón Helgason ó Seglbúðum, annar maður g lista Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi Jón Helgason, bóndi á Seglbúöum. Hann skipar nú 2. sætiö á iista Framsóknarflokksins i Suöurlandskjördæmi. Jón gegnir fjölmörgum trúnaðarstörfum innan landbúnaöarins og i samtökum bænda og er talinn mikill fengur aö þvi aö fá hann til starfa á alþingi. Jón hefur búiö aö Seglbúöum i Landbroti fööurleifð sinni frá þvi aö hann lauk stúdentsprófi frá MR áriö 1950. Jón er 42 ára og kvæntur Guörúnu Þor- kelsdóttur, sem ættuð er úr Arnessýslu (Bergsætt) Jón Helgason bóndi á Seglbúðum, skipar nú annað sætið á framboðs- lista Framsóknarflokks- ins i Suðurlandskjör- dæmi. Jón hefur um langt skeið tekið virkan þátt i stjórnmálum og er tal- inn hógvær umbótamað- ur, og þó fastur fyrir. Hann er vel menntaður, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Hringvegurinn: Tel hringveginn vera eitt bezta verk rikisstjórn- ar ólafs Jóhannesson- ar. Reykjavik, en kaus að hefja búskap á Seglbúð- um i stað þess að stunda langskólanám. Hann vildi ekki skipta á föður- léifð sinni, afskekktri jörð austur i Skaftafells- sýslú og þeim tækifær- um, sem langskólanám- ið hefði ef til vill fært. Seglbúðir i Landbroti (skammt frá Kirkju- bæjarklaustri) eru i ægi- fögru umhverfi. Þar ólst Jón upp hjá foreldrum sinum, Gyðriði Páls- dóttur og Helga Jóns- syni. Helgi varð skammlifur og Jón tók við búsforráðum með móður sinni til ársins 1959, er hann tók með öllu við búinu. Jón er bróðir Margrétar Helgadóttur, konu Er- lendar Einarssonar for- stjóra SÍS. Jón á Seglbúðum hefur áður verið á framboðslista Fram- sóknarflokksins i Suðurlands- kjördæmi og sat á alþingi um tima sem varamaður og hann gjörþekkir málefni kjördæmisins. Kosningabaráttan og framboðin Nú þegar þeir Agúst á Brúna- stöðum og Björn sýslumaður á Hvolsvelli gefa ekki lengur kost á sér til þingmennsku, var það tal- inn milill fengur fyrir Fram- sóknarflokkinn að fá Jón á Segl- búðum til framboðs og þing- starfa. Við hittum Jón á Seglbúðum að máli, i miðri kosningabaráttunni og báöum hann segja okkur ögn frá sjálfum sér og kosningabar- áttunni og fórust honum svo orð: — Það er rétt, ég hefi áður verið á framboðslista fyrir Fram- sóknarflokkinn. Arið 1967 var ég i fyrsta skipti á listanum og þá i sjötta sæti, en i siðustu kosníng- um skipaði ég fjórða sætið. Ég hafði starfað nokkuð lengi i Framsóknarflokknum, en megnið af félagsmálastörfunum voru þó fyrir ýms félög og samtök bænda. — Hvernig var útkoman hjá Framsóknarflokknum i Suður- landskjördæmi i bæjarstjórnar- kosningunum? — Flokkurinn var yfirleitt með sambræðslulista, eða haföi verið það, svo það er erfitt að geta sér Hagur bænda: Aldrei hefur fjárþörf verið eins mikil til bygginga- framkvæmda i sveit... órækasta vitnið um af- komu i sveitum .... til um stöðu flokksins i kjördæm- inu með hliðsjón af bæjar- stjórnarkosningunum. Þetta er allt á huldu enn. Að minnsta kosti hefur ekki komið upp ný staða i stjórnmálunum, eins og sumstaðar hefur gerzt hjá þingflokkunum. — Hvenær hófst hin eiginlega kosningabarátta? — Framboð flokksins hér var ákveöið i mailok og siðan má segja að kosningabaráttan hafi staðiö látlaust. Það hafa veriö haldnir allmargir fundir á vegum flokksins og siðastliðinn sunnu- dag hófust fyrstu eiginlegu fram- boðsfundirnir, þar sem frambjóð- endur allra flokkanna koma. Var byrjað austur i Skaftafellssýslu, þar sem haldnir voru tveir fundir. Umræður um stjórn Ólafs Jóhannessonar — hagstæður samanburður — Ilvað hefur helzt verið rætt um? — Mest hefur verið rætt um mismuninn á ástandinu, eins og það er nú og þvi ástandi, sem rikti i tið viðreisnarstjórnarinnar. Umræöur hafa þvi snúizt um stjórn ólafs Jóhannessonar og viðreisnarstjórnina. Málefnaleg staða Framsóknar- flokksins er mjög góð i þessum umræðum. Munurinn á lifskjör- um, — lifinu i strjálbýlinu er svo mikill, að um árangur stjórnar- stefnunnar verður ekki villzt. Staða rikisstjórnarinnar er ekki einasta góð i sjávarplássum og útgerðarbæjum, hún er lika góö meðal bænda i sveitum landsins. Bændur finna allir hversu afkom- an er betri undir þessari stjórn. Þessu get ég borið vitni sjálfur, sem bóndi i sveit og einnig af þekkingu minni á kjörum bænda almennt og sveitafólks, og þá einnig sveitunga minna. Hugur er mikill i bændum, sem sést bezt á þvi, að ár frá ári hefur vaxið þörf- in fyrir fjármagn til lána út á byggingaframkvæmdir i sveit. Uppbyggingin i sveitunum er órækasta vitnið um hag og af- komu i sveitunum. Stórhugur i uppbyggingu — Hvað um stórframkvæmdir. Hafa bændur áhuga og skilning á stórhug rikisstjórnarinnar i enduruppbyggingu sjávarútvegs- ins og atvinnulífsins? — Já menn skilja, að það þurfti að fjárfesta mikið i sjávarútvegi Framhald á bls. 19 Volvo stýrisbúnaður Ef til árekstrar kemur, gefur stýrisbúnaðurinn á Volvo eftir á þrem stöðum, og sjálft stýrishjólið lagar sig eftir líkama ökumannsins. Volvo öryggi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.