Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 5. júli 1974 Veraldlegur söngleikur °g sambandið við Guð — rætt við sr. Hau — Félagslif á Vopnafirði hefur verið með miklum blóma undan- farin ár og telja menn sóknar- prestinn, Hauk Ágústsson á Hofi, eiga til þess hvað mestan þátt. Haukur var einn af fulltrúum á prestastefnunni i Heykjavik á dögunum og náðum við þá tali af honum. Ekki telst það til dag- lcgra hluta, að prestur safnaðarins taki sig til og semji „veraldlegan” söngleik handa kirkjukórnum og spurðum við hann fyrst nánar út I það mál. „Ég veit, að sr. Jakob Jónsson i Reykjavik hefur fengizt við samningu helgileika, m.a. má nefna „Barthlomeus blindi”, sem viða hefur verið leikinn og sitt hvað til viðbótar. Liklegt er einnig, að fleiri fást við tónsmiðar úr klerkastétt, en séu ekki eins ákafir að koma sér á framfæri eins og ég er. Eins og þið kannski vitið, er hörgull á verkum i léttari dúr fyrir kóra — og kirkjukórar eru ekki endilega bundnir við að syngja jólasálma. Þegar ég tók við kórnum, sem söngstjóri, ræddum við þetta mál og úr varð, að ég tók við samningu verks, sem kórinn gæti flutt við fleiri tækifæri. Verkið ber nafnið Tilraun til flótta og tekur um tuttugu minútur i flutningi. Á sér stað mikil samtenging texta og söngs, nálega allt verkið er söngur rimaðs texta. — Um hvað það fjallar? Flótta úr sveitunum til þéttbýlisins, auðvitað. En kannsi af öðrum or- sökum, sem gjarna eru nefndar i þvi sambandi. 1 Tilraun til flótta er orsök flóttans, hávaði frá Ágústsson d Hofi dráttarvélum. Með þessu er ég alls ekki að segja, að ég sé á móti vélvæðingu i landbúnaðinum, þvert á móti, hún er nauðsynleg, en ég er kannski að vekja athygli á hávaðanum i kringum okkur yfirleitt. Það er til margs konar hávaði. — Kórinn flytur þetta vel, enda vinnur hann af elju. Satt að segja, fyrstþið eruð að spyrja að þvi, þá finnst mér sjálfum verkið prýði- lega fallið til flutnings I útvarp og sjónvarp, en ég veit ekki hvort af þvi verður. — Það eru töluvert margir sjálf- menntaðir tónlistarmenn á Vopnafirði og má i þvi sambandi nefna, að sennilega er til mann- skapur i einar þrjár, fjórar popp- hljómsveitir á staðnum. Þetta eru að visu allt menn, sem spila eftir eyranu, en það er merkilega mikið af músikölsku fólki i héraðinu. Þá liggur beinast við, að spyrja, hver starfsemi kórsins verði á sumrinu og i framtiðinni. — Nú:það er ætlunin að við förum til Eiða á þjóðhátiðina og þar mun kórinn flytja lög, sem öll eru gerð um Vopnafjörð. Einnig munum við að likindum flytja þennan margumtalaða söngleik ásamt með söngvaflokk um Eþiópiu til styrktar hjálparstofnun kirkjunnar. Blaðamaðurinn fer eitthvað að impra á þvi, að ekki líti hann prestlega út og Haukur er fljótur að gripa tækifærið: — Ég skal segja þér það, að ég hef engan áhuga á þvi að lita út eins og sagt er prestlega, enda þótt ég fái ekki séð i hverju það — Þegar á reynir, er fóik með öllu æfingarlaust i að tala við Guð. Svoleiðis nokkuð þarf alls ekki að koma fyrir, haldi menn sambandinu við.- liggur. En ég er heldur ekki gef- inn fyrir breytingar, breytinganna vegna. — Fylgjandi er ég breytingum á kirkjulegri starfsemi, en hinu eiginlega formi guðsþjónust- unnar er ekki hægt að breyta. Það er of fastmótað til þess. Og til hvers? Það er eins og allir vilji einhvers konar „popp-fiff” inn i kirkjur, en eins og við sannreynd- um með þvi, sem við kölluðum Dægurtíðir (orð sr. Karls Sigur- björnssonar i Vestmannaeyjum), þá sjáum við að þess konar breytingar ganga sér fljótt til húðar. Þá sigildu hluti, sem fara fram innan veggja kirkjunnar þarf ekki að auglýsa. En það er starf kirkjunnar utan veggja hennar, sem er til endurskoðun- ar. — Þegar vel gengur, kunna menn að gleyma þvi, að Guð sé-til, og ganga jafnvel svo langt, að halda að þeir séu alls megnugir. Siðan, er á reynir, kemur I ljós, að þeir eru hjálpar þurfi, ekki kannski peningalega, heldur fyrst og fremst eiga menn oft i sálarstriði i hinu daglega stressi nútimans. Þá kemur i ljós, að menn kunna alls ekki að biðja, hafa misst niður allt samband við guð. Þvi sambandi verður að viðhalda, eins og menn viðhalda kunnings- skap sin á milli með samtölum og heimsóknum,- — Fólk trúði þvi, og sem betur fer er sú trú á undanhaldi — fólk trúði þvi, að þekkingin ein gæti bjargað öllu við sálarfr. læknisfræði og alls konar tækni áttu að leysa öll vandamál hins nútima manns. En þetta er alls ekki nóg, og það höfum við séð og fáum dæmi um, hvaðanæfa að úr heiminum. — Hér þarf að koma til rhikil hugarfarsbreyting, ef vel á að vera. En maðurinn er alltaf að þroskast, þó hann þroskist seint, eins og við sjáumá þvi, að enn er- um við að glima við sömu vanda- mál, og menn striddu við á timum Sókratesar. — En ég hef að sjálfsögðu trú á manninum sem slikum, með öllum sinum kostum og göllum. Kirkjan hér á íslandi er á margan hátt ekki i neinu sambandi við það, sem gerzt hefur i þjóðfélaginu siðustu tvær aldir, og margar prestastefnur hafa farið i algjört þras um ekki neitt. En ég held að við höfum haft mikið gagn af stefnunni I ár, hingað hafa komið góðir gestir og staða kirkjunnar krufin til mergjar. Og þótt undarlegt megi virðast, kvarta prestarnir úr þéttbýlinu mun meira en við, sem þjónum dreifbýlinu. Þótt stofnuð hafi verið safnaðarfélög, eru þau mjög misjafnlega öflug, en eins og við höfum reynt á Vopnafirði, er það vænlegast til árangurs, sem hefur yfir sér nógu verald- legan blæ. Tilsölu: Notaðar dráttarvélar af ýms- um gerðum. Heyvinnutæki: Slátturvélar, sláttur- þyrlur, heytætlur, múgavélar. Díesel- vél 14 h.ö. má nota sem bátavél. LANDBÚNAÐARÞJÓNUSTAN Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76 Óskast til kaups: Farman Cub m/slátturvél, Ferguson díesel eldri ^ gerð m/ámoksturstækium. Steypu- ý hrærivél 2ja-3ja poka. Heyvagnar af ýmsum gerðum. LANDBUNAÐARÞJONUSTAN Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76 Á ný veitt verðlaun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar A FJARLÖGUM fyrir 1974 er veitt ein milljón króna til sjóðsins Gjafar Jóns Sigurðssonar. Um út- hlutun þessa fjár voru settar nán- ari reglur með þingsályktun 29. april s.l. Er verðlaunanefnd sjóðsins heimilað að úthluta þvi i samræmi við ákvæði um vexti sjóðsins, en þó má viðurkenna AAinrtismerki um Hrafna-Flóka VESTFIRÐINGAR afhjúpa sunnudaginn 7. júli minnismerki • um Hrafna-Flóka. Minnismerkið er blágrýtisdrangur meö áletrun og hefur þvi verið valinn staður i Flókalundi I Vatnsfirði, en það var einmitt i Vatnsfirðinum, sem Hrafna-Flóka gaf landinu nafn. Að lokinni afhjúpun minnisvarð- ans, verður hátiðarsamkoma að Flókalundi. Hin eiginlega þjóðhátið Vest- firðinga verður hins vegar um helgina 14. júli og verður nánar frá henni skýrt siðar. viðfangsefni og störf höfunda, sem hafa visindarit á smiðum. t reglum sjóðsins frá 1911 segir, að vöxtum skuli verja til „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur slikra rita og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heim- ildarrita. — öll skulu rit þess lúta að sögu íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framför- . . „ > > um. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stilaðar á verðlaunanefndina, en sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Umsóknum skulu fylgja rit eða ritgerðir eða greinargerðir um rit i smiðum. Verðlaunanefndin skipta fjár veitingu þeirri, sem Alþingi hefur veitt, ef ástæða þykir til, þegar umsóknir hafa verið kannaðar. Um nær 60 ára skeið var úthlut- að úr sjóði þessum til ýmissa þeirra visindamanna, sem sömdu merk rit um þau efni, er i reglum um sjóðinn greinir. Þegar verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar var fyrst kosin af Alþingi árið 1885, var sjóðurinn að fjárhæð 8600 krónur. Hann óx svo smám saman vegna vaxta- viðlags. Þannig nam hann árið 1915 21 þúsund krónum, árið 1956 31 þús. kr. 1965 50 þús. kr. og nú i árslok 1972 75 þús. kr. Aður en hraðfara verðfall peninga hófst hér á landi um og eftir heimstyrjöldina siðari, voru verðlaun úr sjóðnum, ásamt þeim sóma, er fylgdi, höfundum bæði hvatning og styrkur. En þar sem handbært fé til úthlutunar stóð að mestu I stað þrátt fyrir ört rýrn- andi verðgildi peninga, hlaut að þvi að reka, að sjóðurinn yrði á engan hátt fær um að gegna hlut- verki sinu. Eftir 1950 gat ekki komið til mála að bjóða höfundi 1500-2000 króna verðlaun fyrir vel samið visindalegt rit, en til þess tima höfðu hæstu verðlaun numið 2000 krónum. Veiting verðlauna úr sjóðnum hefur þvi fallið niður um tuttugu ára skeið unz hann hefur nú á ný verið gerður hæfur til að gegna þvi hlutverki sem honum var ætl- að i öndverðu. — SJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.