Tíminn - 13.10.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.10.1974, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur. 13. október. 1974. TÍMINN Bændur — Athugið Kynnum nýjan flórsköfubúnað að NAUTFLÖTUAA í ÖLFUSHREPPI ÁRNESSÝSLU næstkomandi föstudag 18. október kl. 2 — 6 eftir hódegi Þar er einnig nýtt rörmjaltakerfi PC-900 með glerrörum, sjálfvirk þvottavél fyrir mjaltakerfið og nýir ventlar i drykkjarkörum. Upplýsingar um verð og afgreiðslumöguleika á staðnum. Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Brahms, Barber, Britten og Beethoven á næstu Sinfonníutónleikum SJAIST með endurskini Aðrir tónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar á starfsárinu verða haldnir I Háskólabiói fimmtudaginn 17. október kl. 20.30. Stjórnandi verður Samuel Jones frá Bandarikjunum, og ein- leikari Michael Roll frá Bret- landi. A efnisskrá er Ilarmfor- leikur eftir Brahms, Adagio fyrir strengi eftir Barber, Sjávar- myndir eftir Britten og pianókon- sert nr. 5 eftir Beethoven. DR. SAMUEL JONES hefur vak- ið mikla athygli á undanförnum árum beggja vegna Atlantshafs- ins fyrir afburða hljómsveitar- stjórn. Hann hefur nú nýlega ver- ið kjörinn forstöðumaður Shep- herd-tónlistardeildarinnar, sem starfar innan vébanda háskólans i Rice, og stofnuð var til minning- ar um Benjamin A. Shepherd. Viðfangsefni deildarinnar er að mennta hljómsveitarfólk, þ.á m. hljóðfæraleikara, hljómsveitar- stjóra og tónskáld. Dr. Samuel Jones vakti fyrst athygli er hann var valinn úr hópi 100 umsækjenda til að vera að- stoðarhljómsveitarstjóri Fil- harmoniusveitarinnar i Rochest- er. Honum i.ókst á skömmum tima að vekja mikla athygli á hljómsveitinni m.a. með sjón- varpsþáttum, sem einkum voru ætlaðir ungu fólki. Dr. Samuel Jones er einnig afkastamikið tón- skáld, sem hefur m.a. samið sinfóniu og önnur hljómsveitar- verk, kammertónverk og kór- verk. MICHAEL ROLL fæddist I Eng- landi af austurrisku foreldri og byrjaði að leika á pianó á 5. aldursári. Sex ára gamall gerðist hann nemandi Fanny Waterman og fór þá fljótlega að leika fyrir áheyrendur. Tólf ára gamall lék hann einleikshlutverkið i pianó- konsertSchumanns i Royal Festi- val Hall undir stjórn Sir Malcolm Sargents. Árið 1963, þegar hann var aðeins 17 ára gamall, vann hann 1. verðlaun i Leeds-piano- keppninni, þar sem meðal dómaranna voru Clifford Curzon, Geza Anaa og Nikita Magaloff. Auk þeirra fjölmörgu tilboða, sem honum bárust eftir þá keppni var boð frá Benjamin Britten um að koma og leika á Tónlistar- hátiðinni i Aldeburgh. Eftir það hefur Michael Roll leikið i flest- um löndum heims með öllum þekktustu hljómsveitarstjórum hljómleikasalanna. VEIÐIMENN Að gefnu tilefni tilkynnist eftirfarandi: Hinn 22. janúar 1974 staðfesti land- búnaðarráðuneytið samþykkt fyrir Veiði- félagið Haukar, Dalasýslu. Samþykktin er birt i B-deild Stjórnartiðinda og er númer 23/1974. i annarri grein samþykktar segir að félagssvæðið spanni vatnasvæði Haukadalsár ásamt Haukadalsvatni og öllum fiskgengum ám og lækjum,sem I svæöið falla. Samkvæmt fundarsamþykkt i félaginu var óskað eftir tilboðum i veiðirétt á vatnasvæðinu á þann hátt sem auglýst var I tveim dagblöðum hinn 22. og 27. september s.l. og er hér með itrekað aö tilboö i veiði- rétt alian á vatnasvæði félagsins árið 1975, og e.t.v. lengur skulu hafa horizt á skrifstofu Jónasar Aðalsteinssonar hrl., Laufásvegi 12, Reykjavik, fyrir kl. 17 hinn 15. október 1974 og munu þau tilboð, er berast, opnuð kl. 17.15 sama dag. Fyrir hönd stjórnar Veiðifélagsins Haukar Jósep Jóhannesson. Nýjar hjúkrunarkonur . Þessar föngulegu stúlkur úr Hjúkrunarskólanum, sem hér getur að lita ásamt skólastjóra og kennurum, luku hjúkrunarnámi nú i haust. Þær eru talið frá vinstri og byrjað á öftustu röð: Eva Ingibjörg Sveinsdóttir, Blönduósi, Guðrún Ragnarsdóttir, Rvik, Þordis 00 Ingólfsdóttir, Akureyri, Sigrún Björnsdóttir, A-Hún., Þordis Guðjónsdóttir, Hafnarfirði, Karólina Benediksdóttir, Hvammstanga, Ingibjörg Kristin Kristjánsdóttir, Seltjarnarnesi, Anna Maria Andrésdóttir, Borgarnesi, Gróa Kristin Olafs- dóttir, Rvik, Unnur Dóra Kristjánsdóttir, Rvik, Björg Olafsdóttir, Rvik, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Akranesi, Björg Jóhanna Snorradóttir, Reykja- vik, Þóra Elin Guðjónsdóttir, Rvik, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Rvik, Guðrún Guðmundsdóttir, Rvik, Anna Rósa Danielsdóttir, Eyjafirði, Bjarney Kristinsdóttir, tsafirði, Ásgerður Þórisdóttir, Rvik, Guðrún Bjarnadóttir, Ár- nessýslu, Ingibjörg Halla Þóris- dóttir, Kópavogi, Ólöf Stefáns- dóttir, Kópav., Kristin Pálsdóttir, kennari, Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri, Sigurhelga Páls- dóttir, yfirkennari, Herta W. Jónsdóttir, kennari, Kolbrún Jónsdóttir Kópavogi, Maria Titia Ásgeirsdóttir, Mosfellssv., Rósa Einarsdóttir, Rvik, Jórunn Sigur- jónsdóttir, Rvik, Ester Þor- grimsdóttir, Rvik HannaMaria Gunnarsdóttir, Rvik, Alrún Kristjánsdóttir, Eskifirði, Erna Björk Guðmundsdóttir, Rvik, Björk Gunnarsdóttir, Rvik, Sigþrúður Ingólfsdóttir, Rvik, Lilja Aðalsteinsdóttir, Nes- kaupstað, Sigriður Guðjónsdóttir, Neskaupstað, Sigriður Jóhanns- dóttir, Rvik, Margrét Birna Hannesdóttir, Kópavogi, Sólveig ólafsdóttir, Rvik, Erla Kristin Sigtryggsdóttir, Rvik, Þórdis Hallgrimsdóttir, Akureyri, Magnea Ingibjörg Þórarins- dottir, Rvik, og Sólveig Guðlaugs- dóttir, Rvik. Tímínner penlngar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.