Tíminn - 13.10.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 13.10.1974, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur. 13. október. 1974. Sunnudagur. 13. október. 1974. TÍMINN 21 FYRST HÁVAÐINN GAT ORÐIÐ TÍZKA, ÆTTI ÞÖGNIN LÍKA AÐ GETA ORÐIÐ ÞAÐ Rætt við Gylfa Baldursson, forstöðumann heyrnardeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur VIÐ ERUM STÖDD í heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík/ og það er for- stöðumaður deildarinnar, Gylfi Baldursson, sem ætlar að fræða okkur um þá starfsemi sem hér fer fram. Og sitthvað fleira kann að bera á góma. Fyrst liggur þá fyrir að víkja að upphafinu. Fyrirbygg jandi aðgerðir — Er þessi deild hér jafngömul Heilsuverndarstööinni, Gylfi? — Nei, þaö er hún ekki. Fyrsti vísirinn að henni varð til fyrir forgöngu kvennaklúbbs nokkurs hér i borg, Zontaklúbbs Reykja- vikur, á árunum 1961 og ’62, en það var ekki fyrr en 1966, sem hægt er að segja að deildin taki raunverulega til starfa. — Og siðan hefur hún auðvitað vaxið hröðum skrefum? — Það er nú dálitið eftir þvi hvernig á málið er litið. Vist hefur deildin bólgnað út, en þó ekki eins ört og viö hefðum viljað, sem hér vinnum, en aftur á móti alltof ört að mati annarra, meðal annars þeirra, sem peningamálunum stjórna. En sé tekið miö af þeirri þjónustu, sem við eigum að veita, þá vantar okkur aukið húsrými, meiri peninga og fleira starfsfólk. Sá stakkur, sem okkur hefur ver- ið skorinn, hefur hindrað, að viö gætum sinnt hverjum einstaklingi eins vel og nauðsynlegt er, eöa eins vel og hann á fyllsta rétt á, ef við viljum heldur nota það'orða- lag. — Ihvr jU cr starfsemi deildar- innar aðallega fólgin? — Segja má, að verkefni okkar hér séu þrlþætt. 1 fyrsta lagi eru það fyrirbyggjandi aðgerðir, viö reynum að koma I veg fyrir herynardeyfu, en sé hún samt sem áður orðin staðreynd, reynum við að meta og mæla hvert einstakt tifelli og sjá til þess að fólkið fái einhverja bót. Og sé þaö ekki unnt, reynum við i þriðja lagi aö hjálpa fólki með heyrnartækjum og þjálfun. Hinar fyrirbyggjandi aðgerðir eru að sjálfsögðu veigamesti þátturinn I starfsemi okkar, þvi að ef þar væri nógu rækilega að unnið, yrði sáralitið af öðrum verkefnum. En þvi miður er langt frá að hægt sé að koma i veg fyrir öll tilfelli heyrnardeyfu. — Viltu ekki nefna eitthvert dæmi um fyrirbyggjandi- aðgerðir? — Jú, með ánægju. Við höfum mikið fært út kviarnar i sambandi við hávaða frá iðnaði, og gerðum á siðasta ári stórt átak á þeim vettvangi. Auk þess höfum við mjög lengi annazt eftirlit og heyrnarmælingar i skólum, I þvi skyni að ná til allra barna hér á Reykjavikursvæðinu, sem ekki standast þær kröfur, hvað heyrnina snertir, sem gera verður til allra skólabarna, ef þau eiga að fylgjast með jafnöldrum sinum. Siðan er þessum börnum visað hingað til rannsóknar, og þaö kemur oft fyrir, að þau þurfa að fá sérstaka læknismeðferð, eftir að skoðuninni hér er lokið. Fræðsla og áróður Við reynum að ná til allra, sem telja má, að séu i yfirvofandi hættu, til þess að hægt sé að koma þeim til hjálpar, áður en heyrnar- deyfan er orðin verulegt vanda- mál. Þetta gerum viö meöal annars með eftirliti I skólunum, fylgjumst með fólki sem vinnur i hávaðasömum iðnaði, og þannig mætti lengur telja. Auk þess rekur svo alltaf annað slagið á fjörur okkar fjöldamörg tilfelli önnur, sem reynt er að sinna eftir föngum. — En hvað um fræðslu og áróður? — Jú, jú, þetta hvort tveggja hefur mikiö að segja. Ég get nefnt eitt nærtækt og átakanlegt dæmi, sem sýnir ljóslega, hvernig getur farið, þegar annað hvort eða hvort tveggja þetta skortir. Þegar rauðu hundarnir gengu hér 1963-’64, gerði fólk sér almennt ekki grein fyrir þvi, hvilik hætta fylgdi þessum sjúkdómi fyrir þungaðar konur, eða þá öllu fremur fyrir börnin sem þær gengu með. Og þetta átti ekki einungis við um almenning. Jafnvel heilbrigðisstéttir, — þar á meðal sumir læknar — voru ekki nægilega á varðbergi fyrir þessari hættu. Nú eru á skrá hjá okkur hér meira en fjörutiu einstaklingar með heyrnardeyfu, sem tvimæla- laust á rætur sinar að rekja til faraldursins, sem geisaöi hér 1963-’64. Og mörg þessara tilfella eru mjög alvarleg. Þannig eru rúmlega tuttugu þessara barna nú f heyrnleysingjaskóla, þar sem þau gætu ekki stundað nám i venjulegum barnaskóla sökum herynarleysis. Eftir þetta var gert stórt átak til þess að uppfræða almenning og heilbrigðisstéttir um það, hvernig bregðast skyldi við, þegar rauöir hundar yrðu næst á ferðinni. Sá faraldur hefur nú þegar gengið yfir, og vonandi eigum við ekki eftir að sjá aðrar eins afleiðingar af honum, og þær sem hinn faraldurinn skildi eftir sig. Hávaðinn vex. — Þú nefndir áðan hávaða- saman iðnað. Er ekki þar einmitt mjög vaxandi vandamál? — Jú.Mælingarsýna, að hávaði I svokölluðu menningarsamfélagi fer sifellt vaxandi með hverju ári sem liður. Og aðgerðir til þess að tempra hávaðann og vernda heyrnina með eyrnahlifum og öðru sliku, virðast tæplega nægja til þess að halda i horfinu. Með öörum orðum: Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir virðast heyrnarskemmdir fara vaxandi. — tslendingar eru vist ekki eftirbátar annarra þjóða á þessu sviði fremur en mörgum öðrum? — Niðurstöður þeirra rannsókna sem við gerðum — einkum i fyrravetur — sýndu, að ástandið i okkar hávaðasama iðnaði hér á landi, er vægast sagt ekki gott. Mér liggur við að segja að það sé geigvænlegt. Það má segja, að næstum hver maður, sem vinnur á hávaðasömum vinnustað, sé kominn með mælanlegtheyrnartap eftir tvö til þrjú ár. Þetta er hryggileg staðreynd, ekki sizt þegar þess er gætt, að hægt hefði verið að koma I veg fyrir meira en niutiu hundraðshluta þessara skemmda. — Hvaða ráð hefðu helzt dugað til þess? — t fyrsta lagi að draga úr hávaðanum eins mikiö og nokkur kostur er, en til þess eru mörg ráð. 1 öðru lagi að nota hlifar, eyrnartappa eða annað þvium- likt, alltaf þegar unnið er i hávaða, sem fer yfir hættu- mörkin. En þau mörk er auðvelt að mæla, enda er þaö gert á vegum heilbrigðiseftirlitsins hér. — Sennilega er ekki ýkjalangt siöan fólki varð almennt ljóst, hvilik hætta þvi getur stafað af hávaða? — Það má vel vera og er raunar fullvist. En smám saman er fólki aö verða ljóst, að þetta er hættu- legur hlutur. Aftur á móti er ég ekki viss um, að vinnuveitendur almennt hafi áttað sig á þvi, hvernig þeir peningar renta sig, sem varið er til þess að koma i veg fyrir skaða af völdum hávaða. Það er alveg sama, hversu miklu fé kann að vera ráðstafað i þessu skyni, það skilar sér alltaf — einhvern veginn. Arangurinn verður meöal annars aukin afköst, bætt liðan og betra skap starfsfólksins, svo eitthvað sé nefnt. Hávaðahljómsveitir stór- skemma heyrn — En hvað viltu segja um skemmtiiðnaðinn, svokallaða? Eru þaö ekki fleiri en gamla fólkiö, sem þola illa aö vera inni i öldurhúsum, þegar hávaðinn er hvað mestur þar? — Jú, það þarf ekki gamalt fólk til þess. En gallinn á sumu unga fólkinu er sá, að það þolir við, jafnvel þótt þaö sé á sama tima að skemma heyrn sina. Við rannsökuðum einu sinni heyrnina hjá nokkrum popp- stjörnum, ég held að það hafi verið eitthvað fjörutiu eöa fimmtiu strákar, sem undir rann- sóknina gengust. Þeir höfðu allir leikið i hljómsveitum i lengri eða skemmri tima en voru þó ungir að árum. í úrtakinu, sem við tókum til úrvinnslu, var enginn eldri en tuttugu og fimm ára. Þarna mældist heyrnarskerðing, sem var sambærileg við þaö sem þekkist hjá mönnum, sem hafa unnið I hávaðasömum iön- greinum i tuttugu ár, eða jafnvel lengur. Það er full ástæða til þess að fylgjast náið með þeim heynarskemmdum, sem hljóm- sveitir valda, ef þær komast af með álika mörg ár og annar hávaði þarf marga áratugi, til þess að valda sambærilegu tjóni. — Hefur athygli manna ekki lika beinzt að þessari tegund hávaða? — Jú, ekki er þvi að neita. For- ráðamenn Reykjavikurborgar hafa mjög velt þessum hlutum fyrir sér, og það stendur til að koma á fót ýtarlegri reglugerð um það, hvernig vernda beri starfsfólk á skemmtistöðum. Starfsfólkið er hér auðvitað i mestri hættu, þvi að það er stöðugt i hávaðanum, en ef það væri vel verndaö, kemur sú vernd gestunum lika til góða. — Hafa mönnum ekki dottið I hug einhverjar sérstakar að- gerðir til þess að vinna gegn skaðsemi sliks hávaða — Jú, mikil ósköp. Það vantar ekki. að menn hafi lagt höfuð sin i bleyti, og stungið upp á einu og öðru en málið er ekki eins auð- leyst og það virðist i fljótu bragði 1 fyrsta lagi er trúlegt, að opin- ber ihlutun verði illa séð, ef hún stangast á við vilja mjög margra og hugmyndir þeirra um frelsi einstaklingsins. Sjálfsagt er ekki hægt að þröngva þögninni upp á menn, sem heldur vilja vera i ærandi hávaða, en hinir, sem þola hann miður, eiga lika sinn rétt Mér sýnist, sem hér sé fyrst og fremst uppeldislegt vandamál á ferðinni. Það verður að reyna að venja fólk hægt og hægt við betri og skynsamlegri lifnaðarhætti. Hávaðinn er tizkufyrirbrigði, og tizkan er sterk. En ef hávaði getur orðið tizka, ætti þögnin að geta orðið það lika. Hér, eins og viða annars staðar, er spurningin sú, I hvaða átt við viljum beina tizkunni og almenningsálitinu. Hér þyrfti líka að vera tal- kennsla — En svo við vikjum aftur beint að deildinni hérna: Eru það ein- göngu vandamál i sambandi við heyrn — eða heyrnarleysi — sem þið glimið við hér? — Svo má það nú heita. Að visu slæðist hingað inn tilfelli þar sem talkennsla er aðalatriðið, en sannleikurinn er sá, að við höfum verið svo önnum kafnir viö aö áðan, gefa ekki rétta mynd af ástandinu, eins og það raunveru- lega er, þvi að innan þess hóps eru talsvert margir, sem hafa næstum eða alveg eðlilega heyrn. En á móti kemur svo hitt, að út um allt land er margt manna, sem ekki hefur fengið neina þjónustu á þessu sviði, þrátt fyrir ærna þörf á þvi. Við vitum ekki hvor hópurinn er stærri, en grunur minn er þó sá, að þeir séu fleiri, sem ekki hafa komið til okkar, en þyrftu að gera það, heldur en hinir, sem eru á skrá hjá okkur, án þess að heyrn þeirra sé skert svo nokkru nemi. Alvarlegasta vöntunin — Þú gazt þess áðan, að ykkur vantaði fleira fólk og meira hús- rými. Hversu margt starfsfólk er hér á deildinni? — Við erum tiu alls, en sumir starfa ekki hér fullan vinnudag. Sé hins vegar gengið út frá heil- um dögum, má segja, að hér séu átta manneskjur i fullu starfi. Ef vel ætti að vera, þyrftum við aö vera þrefalt fleiri. Það sem okkur vantar mest er fólk með ýmis konar sérmenntun á þessu sviði. Einkum er skortur- inn tilfinnanlegur i sambandi við það verkefni okkar, sem við getum kallað „heyrnarhæfingu”. Þar er um að ræða fólk, sem ekki fær bata með læknismeðferð eða öðrum ráðum, en verður að sætta sig við að nota heyrnartæki. Þetta fólk þarf yfirleitt alltaf mikla leiðsögn og aðhlynningu, ef vel á að vera, og sú þjónusta ætti helzt ekki að vera veitt af öðrum en sérm'enntuðu fólki. Þótt við út- hlutum nokkrum hundruðum heyrnartækja á hverju ári, þá vitum við það lika, að mörg þeirra koma ekki að fullum notum, meðal annars vegna þess, að við höfum ekki getað sinnt þörfum hvers einstaklings eins og þurft hefði að vera. — Eru dálítil brögð að þvi að fólk fái sér dýr og vönduð heyrnartæki, en kunni svo ekki með þau að fara? — Já, það er talsvert algengt — og er reyndar ekki óeðlilegt. Mik- ill meirihluti þess fólks, sem fær heyrnartæki, er orðið aldrað, og þar af leiðandi oft farið að slakna með minni og næmi. Oft eru handstyrkurinn og áþreifingin lika tekin að bila, fólk nær ekki að stilla tækin rétt, og hefur þess vegna aldrei full not af þeim. Mikill hluti þessa fólks þyrfti dag- lega handleiðslu, en hana getum við að sjálfsögðu ekki veitt. — Vitið þið hvar islendingar eru á vegi staddir i samanburði við aðrar þjóðir, hvað snertir tiðni heyrnardeyfu? — Nei, það vitum við ekki með neinni vissu. Við höfum hvorki haft tima né tækifæri til þess að kanna það tölulega. Hins vegar þykist ég hafa það á tilfinning- unni, að vandamál okkar á þessu sviði sé mjög sambærilegt þvi sem gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Og ég hef ekki orðið var við nein „sérislenzk fyrirbrigði” i þessum efnum, sem eingöngu eigi við um okkur. Verum á veröi — Við minntumst áðan á iðnað- armennina, en varla eru þeir eina stéttin, þar sem heyrnarskeröing er atvinnusjúkdómur? — Nei, það er alveg rétt. Þær atvinnugreinar eru margar, þar glirfia viö heyrnardeyfuna, að tal- kennsla hefur aö mestu leyti fariðfyrir ofan garð og neðan hjá okkur. Hitt er annað mál, að það væri i alla staði fullkomlega eðli- legt, að talkennsla færi fram á vegum deildarinnar, og það I miklum mæli, þvi að sann- leikurinn er nú einmitt sá, að erfiöleikar með heyrn og mál fylgjast oft að. Slakt málfar stafar oft af lélegri heyrn. Tal- kennslan er eitt af þvi sem okkur vantar hér á deildinni, til þess að við getum með góðri samvizku sagt, að þjónustan sem við veitum fólki, sé fullnægjandi. — Er fók sem þjáist af heyrnar- skorti læknaö hér á deildinni? — Við getum i rauninni ekki talið það verkfni okkar að lækna heyrnardeyfu. Þegar við höfum fundið sjúklinginn og rannsakað hann, er hann venjulega sendur til sérfræðings (háls- nef- og eyrnalæknis), þar sem hann fær læknismeðferðina, Þegar þeim áfanga er lokið, kemur sjúkiingurinn aftur hingað, og við göngum úr skugga um það með mjög nákvæmum mælingum hvort læknismeðferðin hefur boriö tilætlaðan árangur. Hér á deildinni er yfirlæknir Erlingur Þorsteinsson, sérfræöingur i háls- nef- og eyrnasjúkdómum. Hann skoðar hvern sjúkling sem hingað kemur og þannig fer hér fram bæði læknisskoðun og heyrnarmælingar Aðsóknin er mikil. — Hversu margir einstaklingar koma hingað árlega til ykkar? —Ég hef ekki þá tölu hjá mér nú og hér—ekki alveg upp á einingu. Við sjáum rösklega þúsund ný andlit hér á hverju ári, en heimsóknirnar — það er að segja fólk, sem kemur hingað til þess að fá verulega þjónustu — eru um þrjú þúsund á ári. Og eru þá ekki taldir með smámunir, eins og þegar fólk kemur til þess að fá nýja rafhlöðu i heyrnar- tækið sitt, eða þarf að láta laga eitthvað smávegis. — Með þessu, og að „nýju and- litunum” meðtöldum, hljótið þið að hafa afskipti af talsvert mörgu fólki? — Hjá okkur eru á skrá á milli átta og niu þúsund Islendingar. — Það er óneintanlega talsvert stór hópur. — Rétt er það. Og þó væri hann áreiðanlega mun stærri, ef hér væri um rikisfyrirtæki að ræða. Heyrnardeildin hér er nefnilega borgarstofnun, svo undarlegt sem það kann að virðast, á meðan sambærileg stofnun á vegum rik- isins er hreint og beint ekki til. — Þá er auðvitað ætlazt til þess að þið þjónið Reykvikingum fyrst og fremst? — A pappfrnum heitir það svo, en hitt er jafnvíst, að við úthýsum ekki neinum, sem til okkar leitar. Aftur á móti getum við ekki at- hafnað okkur, til dæmis leitað i skólum, nema hér á Reykjavíkur- svæðinu. Við höfum lengi barizt fyrir þvi að rikið taki þessa starf- semi upp á sina arma, en slikir hlutir taka langan tima, „kerfið” . er þungt i vöfum. — Eru þess dæmi að fólk komi hingað til þess að leita sér lækn- inga, en reynist svo ekki vera með neina heyrnardeyfu? — Já, já, það er einmitt bless- unarlega mikið um slik tilfelli. Þúsundirnar, sem ég var að nefna Gvlfi Baldursson sem hávaðinn fer yfir mörkin. Vélstjórar á skipum til dæmis eru I sérlega mikilli hættu, enda eru heyrnarskemmdir mjög tiðar I þeirra hópi. Til skamms tima var það talið mjög hollt að þessu leyti að vinna til sveita, — bændur þóttu hafa bezta heyrn þeirra stétta, sem rannsakaðar voru. En slðustu tiu árin hefur hávaðinn i sveitunum aukizt svo gifurlega, að heyrnarskemmdir af þeim ástæðum fara þar hraövaxandi. Bændur vinna orðið sáralitið án þess að notast við hávaðasaman vélakost. — Getur ekki skyndilegt hljóö, eins og til dæmis byssuskot,. haft skaðleg áhrif á heyrn? — Jú, hvort það nú er. Það er alveg sama hvort I hlut á fullorö- inn mður sem fer meö byssu að drengur sem sprengir púður- kerlingu eða kinverja. Báðir eru þeir undir þá áhættu seldir, að hinn snöggi hvellur skemmi heyrn þeirra. Viö fáum alltaf annað slagið tilfelli, þar sem hægt er að rekja heyrnarskemmdina beint til slikra hluta. Og það skyldu menn leggja vel á minnið, að það heyrnartap, sem orsakast af hávaða, er ólæknanlegt. Það getur meira aö segja verið mjög erfitt aö bæta sér þaö upp með heyrnartæki. — Það er þá ekki vanþörf á að vara fólk við hættunni? — Nei, sú visa verður ekki of oft kveðin. Hér er um það að ræða að byrgja brunninn áður en barnið dettur i hann, þvi að það er svo litiö hægt að gera eftirþað. Hins vegar held ég, að vitneskjan um þessa hættu sé nú orðin svo útbreidd, að hér sé fremur sinnu- leysi en vanþekkingu um að kenna. Ef til vill stafar sinnuleysið aðallega af þvi, að heyrnardeyfa er ósýnilegur og óáþreifanlegur hlutur, auk þess sem sjálft vandamálið fer oft ekki að gera vart við sig fyrr en mörgum árum eftir að þaö byrjaði að myndast á bakvið tjöldin. Það verður mörgum á að hugsa sem svo: Ég hef ekki enn tapað heyrninni svo mikið, aö það valdi mér neinum óþægindum, mér hlýtur að vera óhætt i dag — og sjálfsagt á morg- un lika. En svo þegar loks á að draga af sér slenið og gera eitthvaö i málinu, þá er þaö oröið um seinan. -VS. M:,- 0 Skipasmiðar og vinna I vélarrúmi skipa er „hávaðasöm vinna”, sem veldur miklu álagi á mannlega heyrn. — Þessi mynd er tekin í sænskri skipasmiðastöð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.