Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 1
I/PI/ i\ri\ fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT SLONGUR BARKAR TENGI ' % B m S&VÆ. Landvélarhf I DAG 50 ára leik- afmæli Gsal-Rvik — Brynjólfur Jó- hannesson, leikarinn góðkunni á merkisafmæli i dag, 24. október. Hann á 50 ára leikafmæli, en Brynjólfur kom fyrst fram á fjölunum i Iðnó 24. okt. 1924. Áður hafði hann að visu leikið eitthvað á isafirði. Fyrsta leikritið, sem Brynjólfur kom fram i, hét Stormar og er eftir Stein Sigurðs- son, — og það má geta þess, þótt ótrúlegt sé, að fyrir hlutverk sitt i þvi leikriti fékk Brynjólfur heldur óbliðar móttökur gagnrýnanda. Brynjólfur hefur leikið 166 hlut- verk á þessum 50 árum, — og sfð- ast lék hann i Volpone fyrr á þessu ári. Brynjólfur á við van- heilsu að striða um þessar mund- ir, en efaiitið mun hann koma fram á fjölunum i Iðnó, þegar heilsa hans batnar. Myndin sýnir Brynjólf i hlutverki prestsins i leikritinu „Drottins dýrðar koppalogn” eftir Jónas Árnason. skjótum aðgerðum FB-Reykjavik. Skoda-Export I Tékkóslóvakiu, sem framleiðir vélabúnað i Lagarfossvirkjun hefur nú heitið skjótum aðgerðum næstu vikur, og standa vonir til þess að framleiðsia raforku i virkjuninni geti hafizt I janúar- lok, að þvi er Indriði Einarsson, yfirverkfræðingur hjá Raf- magnsveitum rikisins, skýrði Timanum frá. Skoda-Export i Tékkóslóvakiu hafði I upphafi samið um að vélar I Lagarfossvirkjun yrðu afgreidd- ar á fyrri hluta þessa árs, en af- greiðslunni hefur sifellt seinkað. Fyrir nokkru skarst orkumála- ráöherra I leikinn og sendi skeyti til Tékkóslóvakiu til þess að reyna að koma þvi til leiðar, að afgreiðslu yrði flýtt eins og unnt væri. Ekkert svar barst við skeyti ráðherrans, og þvi var það, að Indriði Einarsson yfirverk- fræðingur var sendur til Tékkó- slóvakiu 14. október sl. Hann kom Framhald á bls. 13 Skoda-Export heitir Lagarfossvirkjun ætti að komast í gang fyrir janúarlok Séð yfir Súlnasalinn á kosningafundi stúdenta s.l. þriðjudagskvöid, þegar kosið var til 1. desember nefndar. Verðandimenn fóru með sigur af hólmi og hlutu 620 atkvæði eða 56,9%. Listi Vöku hlaut 471 at- kvæði eða 43.1%. Á kjörskrá voru 2.402, 1.101 stiident neytti atkvæðisréttar sins, en auðir og ógiidir seðlar voru 10. 1. desember verður haldinn hátiðiegur undir kjörorðinu „tsland — þjóðsagan og veru- leikinn”. Dagskráin verður að mestu samin og flutt af stúdentum sjálfum, en Þorsteinn frá Hamri flyt- ur auk þess ræðu. Sjá nánar um kosningarnar blS. 13 Tímamynd Gunnar. Vangavelt- ur um bók- mennta- fræðslu — sjá bls. 8 Varnarmál — sjá leiðara bls. 7 Handknattleikur: Stórsigur Islands 29—14 — sjá bls. 11 • Kvennaárs minnzt — sjá bls. 5 Suðvesturland og Suðurland í gær: Miklar vegaskemmdir og geysilegt vatnsveður FB-Reykjavik. Mjög mikil úr- koma og vegaskemmdir urðu á Miðsuðurlandi og i Borgarfirðin- um I gær. Mest mældist úrkoman i Vik I Mýrdal, 96.4 mm, og vegir skemmdust einna mest I Mýr- dainum. Þar var i gær aðeins fært stórum framdrifsbilum. Einnig höfðu orðið miklar vegaskemmd- ir í Borgarfirði, og ekki voru öll kurl komin þar til grafar, er blaö- ið hafði samband við Vegagerö rikisins i gær. — Geysimikið vatnsveður var á Suðurlandi aðfaranótt miðviku- dagsins. Þess var reyndar ef til vill að vænta, vegna þess að þetta loft, sem hér sótti að okkur úr suðri, er komið af svæði, sem liggur um það bil 3000 km sunnar heldur en Island, hafsvæðið suð- austan við Bermudaeyjar, sagði Jónas Jakobsson veðurfræðingur i viðtali við Timann. Af veðurskeytastöðvum, sem senda okkur daglega skeyti, var mest úrkoman á Mýrum i Álfta- veri, 65 mm. Þetta þótti hins veg- ar svo mikill viðburður, að veður- athugunarstöðin i Vik i Mýrdal, sem ekki sendir okkur daglega skeyti, heldur mánaðarskýrslur, sendi skeyti um úrkomuna, enda mældist hún 96,4 mm á 15 timum, frá kl. 18 til 9, og þó byrjaði ekki að rigna fyrr en klukkan 18:30. Þetta er geysimikil úrkoma. — Þriðja stöðin þarna frá að magni til, sem við fáum skeyti frá, var Hella á Rangárvöllum með 51 mm. Viða var úkoman milli 40-50 mm. Mest virðist hafa rignt á Miðsuðurlandi, en i Borgarfirði rigndi lika mikið. Til dæmis mældist úrkoman i Siðu- múla 29 millimetrar, og 31 á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Nú er kominn útsynningur, suð- vestlæg átt með skúrum (um miðjan dag i gær), og ég býst við að það verði sly'dduél með morgn- inum (fimmtudagsmorgni). — Mjög miklar rigningar hafa orðið hér á sunnan- og vestan- verðu landinu, sagði Arnkell Einarsson hjá Vegagerðinni, þeg- ar við spurðumst fyrir um ástand veganna. — Af þvi hafa orðið all- miklar vegaskemmdir. Meðal annars rofnaði i morgun Suður- landsvegur skammt frá Skeiðflöt i Mýrdal, og er þar nú alveg ófært I svipinn, nema hvað stórir fram- drifsbilar hafa komizt þar fram- Framhald á bls. 13 Þór strandaði á Seyðisfirði í fyrrinótt: RANN OLfA FRÁ VARÐSKIPINU? Þór i strandstað. Gsal-Rvik. — Um klukkan þrjú I fyrrinótt strandaði varðskipið Þór i norðanverðum Seyðisfirði, á svonefndum Lágubökkum. óhappið henti þegar skipið var að haida úr höfn. Mjög aðdjúpt er á þessum staö og fór varðskipið langt upp i fjöruna og lenti stefnið I klettun- um. Á svo til sama stað strandaði brezkur togari fyrir nokkrum ár- um. Selfoss strandaði i fyrra i Seyðisfirði, — en að sunnanverðu. Þegar var haft samband við skipstjóra togarans Gullvers og beðið um aðstoð. A flóðinu i gær- morgun náðist varðskipið á flot með hjálp Gullvers. Mikil oliubrák var allt frá strandstaðnum og inn fyrir verk- smiðju Hafsildar, og fékk Jónas Hallgrimsson bæjarstjóri lög- regluna til að kanna ástandið — og gerð var skýrsla um málið, og Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.