Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 24. október 1974. y ‘x'S*-' Fjdsift aft Nautaflötum er mjög myndarlegt og sést hér yfir hluta af þvi. Grindur voru byggftar yfir flörinn, þannig aft ekki er unnt aft sýna nákvæmlega hvernig flórsköfurnar virka, en þeir voru margir sem fylgdust meft af áhuga, þegar sköfurnar voru aft vinna verk sitt. Vélvætt fjós í Ölfusi gébé-Reykjavik — t fjósum nú til dags er orðið svo mikið af tæknibúnaði og hvers konar vélum að kýrnar komast vart fyrir i þeim lengur. Mjaltavélar og leiðslur þeirra, sérstakir mælar, sem mæla nyt kúnna, stórir geymar undir mjólkina, sjálf- virk þvottavél fyrir þetta atlt saman og nú það nýjasta, i fjósin — rafknúnar flórsköfur, svo nú þarf fjósamaðurinn ekki að moka flórinn lengur, heldur ýtir aðeins á einn takka og eftir nokkrar minútur er flórinn hreinn og gljáandi. Á bænum Nauta- flötum i ölfusi hefur tæknin haldið innreið sina i fjósið. Þar búa bræðurnir Eyjólfur og Skúli Péturssynir. Þeir hafa hið myndarlegasta fjós, sem tekur fjörutiu kýr á bása. Fjósið, sem byggt var 1952, hefur nú verið endurbætt, og á margvislegan hátt og vélvætt. Samband tsl. Samvinnufélaga hefur um langt árabil annazt innflutning og sölu á alls konar. vélbúnaöi frá sænska fyrirtækinu ALFA-LAVAL. Mikill áhugi er á sem fullkomnustum búnaði við mjólkurframleiðsluna, þvi að þessi vélbúnaður er notaður dag- lega og jafnvel oft á dag, allan ársins hring. 1 fjósinu að Nautaflötum i Ölfusi er nú að finna eftirfarandi vélbúnað frá Alfa-Laval: Fullkomið rörmjaltakerfi með PC-900 endaeiningu og viðeigandi mjólkurdælu. Rörin eru úr gleri og endast lengi, þola vel hita og hreinsiefni, og eru auðveld i hirðingu. Sjálfvirk þvottavél fyrir mjalta kerfið sér um þvott á þvi og til- heyrandi mjaltatækjum, án þess að fjósamaðurinn þurfi að gera annað en að setja i gang. Nýjum drykkjarventlum hefur verið komið fyrir, en þeir eru þannig útbúnir, að vatnið gýs ekki út úr drykkjarkerinu, sama hver þrýstingurinn er. Enginn óþverri safnast i kerið, eins og hætt er við i eldri körum. Nú og svo siðast en ekki sizt, rafknúnar flórsköfur, sem færa mykjuna á vélrænan hátt yfir i áburöargeymslu. Flórsköfurnar halda fjósinu ávallt hreinu og mætti áætla, að vinnusparnaður i fjósinu að Nautaflötum með þessum búnaði, samsvari 2 1/2 tima á dag, eða yfir 900 vinnustundum á ári. Auftvelt er að koma sköfunum fyrir I flestum fjósum, og ný fjós má hanna með tilliti til þessa búnaðar. Það tekur tvo menn að- eins um einn dag að setja flór- sköfurnar niður, en verð þeirra miðað, við landbúnaðarvélatoll i ofangreint fjós, var um 270 þúsund krónur. Hægt er að koma flórsköfunum fyrir hvernig sem fjósið er lagt, og búnaðurinn er mjög sterk- byggður og ætti þvi að þarfnast litils sem einskis viðhalds. Eins má benda á, að gerð áburðargeymslu mætti haga á sem ódýrasta hátt fyrir enda húss eða til hliðar, og getur þvi sparað bæði rými og tilkostnaö. Er greinilegt, að með hliðsjón af þessum útbúnaði mætti viða koma við mikilli hagræðingu og vinnusparnaði. öflug mykjudæla gæti svo bæði hrært mykjuna og tæmt geyminn og stuðlað að hámarksnýtingu hins verðmæta búfjáráburðar. S.l. föstudag voru sýndar vélarnar og tækniútbúnaðurinn i fjósinu að Nautaflötum, en þangað komu á annað hundrað bændur viðs vegar að til að kynna sér hina miklu fjósamenningu. Auk þeirra komu margir forráða- menn um landbúnaðarmál og fréttamenn. ALFA-LAVAL flórsköfurnar eru I fyrsta skipti settar upp hérlendis, en fyrir um tiu árum siöan, voru brezkar flórsköfur settar I fjós á Egilsstöðum, og eru notaðar enn. Þó eru þær miklu ófullkomnari en þessar að Nautaflötum, og eru virdregnar. Heildarkostnaðurinn við vélbúnaðinn i fjósinu að Nauta flötum, er um 700 þúsund krónur, og er þá átt við vélarnar allar uppsettar. Nokkrir starfsmenn Sambandsins sýndu mótor fldrskMunnar, sundurtekinn. Starfsmaftur búvörudeildar Sambandsins (tii vinstri) skýrftiút fyrir hinum fjölmörgu, sem komu aft skofta hift tæknivædda fjós, hvernig mjaitakerfift starfaði, en hiuti af þvi sést á þessari mynd. Eins og sjá má á þessari mynd, var gestkvæmt f fjósinu aft Nautaflötum þennan dag. A annaft hundrað bændur komu tii aft kynna sér hina nýju tækni, en kýrnar létu sér fátt um finnast og þóttust ekki taka eftir neinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.