Tíminn - 29.11.1974, Qupperneq 2

Tíminn - 29.11.1974, Qupperneq 2
2 TÍMINN Föstudagur 29. nóvember 1974. Föstudagur 29. nóvember 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Skap þitt verður dálitið komið undir veðrinu i dag, og ef þú ekur sjálfur, þá ættir þú að fara varlega i umferöinni. 1 kvöld ættir þú að hafa hægt um þig, ef rignir eða snjóar. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Það er hætt við þvi, nema þvi aðeins að þú beitir itrustu varfærni, að mál, sem komið var á góöan rekspöl, og þú hafðir gert þér góðar vonir um, að myndi ná fram að ganga og verða þér til hagsbóta, snúist i höndunum á þér. Hrúturinn (21. marz—19. april) Einhver, sem erþér nákominn, reynir að gera þér grikk. Þetta er ekki i illu gert, heldur hugsunarleysi, en getur komið sér illa. Vertu viðbúinn að gera gagnráðstafanir, en það er óþarfi að beita hörku. Nautið (20. apríl—20. mai) Slæmar fréttir eru ekki alltaf eins slæmar og þær lita út fyrir i fyrstu. Þetta skaltu hafa hug- fast, þvi að það er hætt viö, að þú fáir einhverjar slikar i dag. En það er ekki vist, að það standi lengi. Tvíburarnir (21. mai—20. júní) Góðar fréttir verða til þess aö koma þér i, reglulega gott skap um hádegið, og engin ástæða er íil að ætla annað en það muni haldast allan daginn. Það er ekkert sérstakt, sem bendir til annars en ánægjulegs dags. Krabbinn (21. júni—22. júlí) Þú skalt vanda allt þitt starf sérstaklega vel i dag, af þvi að hætt er við, að einhverjir aðilar verði til að gagnrýna þig, og það óvægilega, en það ætti ekki að koma aö sök, ef þú stendur þig eftir beztu getu. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Enda þótt þér kunni aö finnast dagurinn ekki byrja sem bezt, skaltu ekki taka það alvarlega, þvi að þetta er sæmilegasti dagur fyrir Vatns- berana, þóað ekki sé ástæða til aö gera sér mikl- ar vonir i sambandi viö hann. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þér er fyrir beztu aö hafa hemil á skapi þinu i dag. Ef þú lætur koma þér úr jafnvægi, er hætt við, að dagurinn veröi þér leiðinlegur allt til kvölds, og slikur skapleiði bitnar alltaf á þeim, sem þér standa næst. Vogin (23. sept.—22. okt.) Vertu viðbúinn öllu þvi versta. Að likindum veröur það á vinnustað, sem eitthvað það ger- ist.sem reynir virkilega á þig, og ekki er ólik- legt, að vinnufélagi þinn bruggi þér launráð, sem þú skalt mæta af hugrekki. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Hvað sem gerist, þá reyndu að stilla þig um að gera illt verra með þvi að rjúka upp. Þaö gæti orðið til óbætanlegs tjóns, og töluð orð er ekki alltaf hægt að taka aftur, jafnvel þótt sögð hafi verið i reiði. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Hafðu hægt um þig i dag. Þetta er ekki dagur til neinna afgerandi ákvarðana eða fram- kvæmda. Þú gætir meira að segja skemmt fyrir þér meö þvi að brambolta óþarflega á þessum degi. Steingeitin (22. des—19. jan.) Verkefnin virðast hlaðast upp hjá þér, og það er þér fyrir beztu að reyna að vinna þau jafnóðum, 'ef þú vilt komast hjá að lenda i vandræðum með allt saman. Fjölskyldumálin eru undir góðum áhrifum þessa dagana. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerulI- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. Wbb jön loftsson hf. Wm Hringbraut 121 . Simi 10*600 Aðventuhátíð í Bústaoa- kirkju A sunnudaginn kl. 2 siðdegis verður guðsþjónusta i Bústaða- kirkju, og verða þá jafnframt lið- in þrjú ár frá vfgslu hennar. Að lokinni guðsþjónustunni verður nýr hluti safnaðarheimilisins, svonefnd „baðstofa”, sem ætluð er fyrir samveru eftir fundi og messur, tekin i notkun. Kvenfélag Bústaðasóknar efnir til kaffisölu i safnaðarheimilinu að messu lokinni. Kvenfélagskon- urnar skipuleggja kaffisöluna og gangast fyrir henni, en þær heita á allar konur safnaðarins, hvort sem þær eru i kvenfélaginu eða ekki, að gefa kökur og góðgæti og koma þvi i safnaðarheimilið eftir kl. 11 á sunnudag. Aðventusamkoman sjálf hefst kl. 8:30 að kvöldi. Ræðumaður kvöldsins verður borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Isleifur Gunnarsson. Brandenburgarkon- sertinn nr. 2 eftir Bach verður fluttur af hinni nýstofnuðu Kammersveit Rvk., og er það frumflutningur verksins hér á landi. Benedikt Benediktsson syngur einsöng, og kirkjukórinn syngur undir stjórn Birgis Áss Guðmundssonar, sem einnig leik- ur á orgel kirkjunnar. Samkom- unni lýkur siðan með helgistund. Bræðrafélag Bústaðakirkju gengst fyrir þessari samkomu, og þeir félagar hafa látið gera jóla- kort, sem selt verður til ágóða fyrir kirkjuna. SAMVIRKI Sólaéir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR A FÓLKSBÍLA. BARÐINNf ARMULA 7*30501 &84844 TERRA fyl’if’ HERRA frá Gefjun Bjarg, Akranesi Kaupfélagið Fram Neskaupstað Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.