Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 4
4 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR Ný raforkulög: Grænmetisframleiðslan í óvissu LANDBÚNAÐUR Að öllu óbreyttu stórhækkar verð á rafmagni til garðyrkjubænda um næstu mán- aðamót. Unnið er að lausn málsins því verði ekki að gert mun græn- metisframleiðsla í landinu leggj- ast af. Með nýju raforkulögunum, sem tóku gildi um áramót, falla niður þeir afslættir sem græn- metisbændur hafa notið en raf- magn er einn dýrasti liður framleiðslunnar. Vinna við að athuga hvernig hægt er að koma til móts við framleiðendur er nýhafin en að henni koma fulltrúar garðyrkju- bænda, landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og orkufyrir- tækjanna. Gömlu taxtarnir áttu að falla úr gildi um áramót en hafa verið framlengdir út janúarmán- uð. Verði ekkert að gert hækkar raforkuverð framleiðenda um 30 til 100 prósent, allt eftir því hvað og hvernig menn rækta. Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðyrkjubænda, seg- ist bjartsýnn á farsæla lausn málsins en bendir á að óvissan sé óþægileg. Ómögulegt sé að þróa greinina eða gera framtíðarplön á meðan óvissa um svo veigamikið atriði ríkir. - bþs Yfirburðasigur Mahmouds Abbas Mahmoud Abbas er nýr forseti Palestínu. Hann ætlar að endurvekja friðarviðræðurnar við Ísraela eins fljótt og auðið er. Það eru erfiðir tímar framundan að sögn Abbas. PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, frambjóðandi Fatah, stærstu fylkingarinnar innan Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO), sigr- aði örugglega í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Samkvæmt útgöngu- spám fékk hann á bilinu 66 til 70 prósent greiddra atkvæða. Mustafa Barghouti, helsti keppi- nautur Abbas, fékk um 20 prósent atkvæða. Enginn hinna fimm frambjóðendanna náði tíu pró- senta fylgi. Gríðarleg fagnaðarlæti brut- ust út víðsvegar um Palestínu þegar spárnar voru kunngjörðar. Fólk söng á götum úti og skotið var úr rifflum upp í loftið. Abbas, sem kallaður er Abu Mazen í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, hefur lofað að gera endur- bætur á palestínska stjórnkerfinu, sem eftir áratuga stjórn Jassers Arafats er talið gjörspillt og óskipulagt. Abbas hefur ennfremur sagst ætla að endurvekja friðarviðræðurnar við ísraelsk stjórnvöld sem hafa legið niðri síðustu fjögur ár. Kosning Abbas er talin þýða að nýir tímar séu framundan í Palestínu. Abbas, sem hefur gagnrýnt ofbeldi palestínskra öfgamanna, nýtur víðtæks stuðn- ings alþjóðasamfélagsins enda þykir hann hófsamur leiðtogi. „Það eru erfiðir tímar framundan,“ sagði Abbas þegar hann ávarpaði fjölda stuðnings- manna sinna í borginni Ramallah. „Verkefnin eru óþrjótandi við að byggja upp palestínskt þjóðfélag og tryggja öryggi borgarana.“ Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, segist reikna með að funda með Abbas fljótlega. Hann sagði að sem tákn um vin- semd myndu ísraelsk stjórnvöld á næstunni sleppa hluta af um sjö þúsund palestínskum föngum sem eru í fangelsum í Ísrael. „Ég held að þessar kosningar sýni að ákveðnar breytingar séu að eiga sér stað í Palestínu,“ sagði Raanan Gissin, aðstoðarmaður Sharons. „Við tökum þessum breytingum fagnandi og vonum að Abu Mazen leiði palestínsku þjóðina á leið sátta.“ ■ ÖGMUNDUR JÓNASSON Abbas hafði arfleifð Arafats með sér. Ögmundur Jónasson: Áfangi í lýð- ræðisþróun PALESTÍNA „Verði niðurstöðurnar á þessa leið eru úrslitin í samræmi við skoðanakannanir,“ sagði Ög- mundur Jónasson alþingismaður í samtali við Fréttablaðið í gær- kvöld. Ögmundur fylgdist með kosningunum í Palestínu ásamt fleiri Íslendingum. „Mustafa Barghouti má una vel við sinn hlut því allt stofnanavald- ið hér lagðist á sveif með Abbas sem hafði að auki arfleifð Arafats með sér.“ Ögmundur telur víst að Barghouti og hans menn uni úr- slitunum og veiti Abbas lýðræðis- legt aðhald á kjörtímabilinu. Margir hunsuðu kosningarnar og telja að nær hefði verið að kjósa útlagastjórn: „Þetta eru minnihluta raddir. Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi kosning- unum og lítur á þær sem áfanga í lýðræðisþróun í Palestínu.“ - bþs KAUP Gengisvísitala krónunnar 113,8162 SALA GENGI GJALDMIÐLA 09.01.2005 GENGIÐ Bandaríkjadalur 62,89 63,19 Sterlingspund 118,41 118,99 Evra 83,23 83,69 Dönsk króna 11,184 11,25 Norsk króna 10,1 10,16 Sænsk króna 9,205 9,259 Japanskt jen 0,6022 0,6058 SDR 96 96,58 Heimild: Seðlabanki Íslands TÓMATARÆKTUN Verði ekkert að gert ganga nýju raforkulögin að grænmetisframleiðslunni dauðri. STUÐNINGSMAÐUR ABBAS Ungur palestínumaður ber merki Mahmouds Abbas á höfuðfati sínu. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út víðsvegar um Palestínu þegar útgönguspár voru kunngjörðar. ARIEL SHARON Sharon ætlar að funda með Abbas fljótlega. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÓLKIÐ SAKAÐI EKKI Jeppi valt við Svínavatn í umdæmi lögregl- unnar á Selfossi um fimmleytið í gær. Tvennt var í bílnum og sak- aði ekki. Lögreglan segir bílinn illa farinn og þurft hafi að fjar- lægja hann með kranabíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.