Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 10
10 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR KOSNINGAR UNDIRBÚNAR Íraskur sjálfboðaliði raðar veggspjöldum og bæklingum með kosningaáróðri sem dreift verður um götur Bagdad á næstu dögum. Kosningar verða í Írak 30. janúar. Blönduós: Vilja aðstoð við rækjuvinnslu SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn Blönduóssbæjar eiga í viðræð- um við þingmenn, ráðherra og fulltrúa Byggðastofnunar vegna atvinnuástands í bænum eftir að rækjuvinnslan Særún hætti störfum. Valgarður Hilmarsson, for- seti bæjarstjórnar Blönduóss, segir að forsvarsmenn Særúnar hafi reynt að bjarga rekstrinum en það hafi reynst árangurs- laust. Um fimmtán starfsmenn misstu við það vinnuna. Val- garður segir þetta mikla blóð- töku fyrir svo lítið sveitarfélag þar sem munar um hvert starf. Um 920 manns búa á Blönduósi. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort fyrirtækið geti hafið rekstur að nýju. - ghg ENGLAND, AP Þrír eru látnir og tveggja er saknað eftir fárviðri í Norður-Englandi. Áin Eden flæddi út fyrir bakka sína og orsakaði flóð í borginni. Maður á sjötugsaldri lést þegar hlaða hrundi ofan á hann í Cumbria og tvær eldri konur létust þegar flæddi inn í íbúðir þeirra í Carlisle. Þúsundir borgarbúa neyddust til að yfirgefa heimili sín vegna flóð- anna. Fólk er hvatt til þess að halda sig innan dyra og varað er við óhreinu og sýktu vatni. Um sjötíu þúsund heimili voru rafmagnslaus á svæð- inu og ekki er vitað hvenær raf- magn kemst á aftur. „Við erum öll í sjokki og trúðum ekki að þetta væri að gerast,“ sagði Peter Graham sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna flóðanna. „Fullt af fólki þurfti að sofa á dýnum á gólfinu og við þurfum jafnvel að halda okkur hér í fjóra til fimm daga.“ Lögreglumaður í Carl- isle sagði að mögulega yrði hægt að koma rafmagni aftur á í hluta borg- arinnar í dag en alls ekki allri. ■ BLÖNDUÓS Bæjaryfirvöld vilja aðstoð við rækjuvinnslu í bænum sem hefur hætt rekstri. FLÓÐ Í ENGLANDI Björgunarmenn hjálpa íbúa í Carlisle út úr húsi sínu. Þúsundir íbúa neyddust til að yfirgefa heimili sín vegna flóða. Fárviðri á Bretlandseyjum: Þrír létust og tveggja er saknað Abu Ghraib: 230 fangar látnir lausir ÍRAK, AP Bandaríski herinn sleppti í gær 230 íröskum föng- um sem höfðu verið í haldi í fangelsinu Abu Ghraib. Í yfirlýsingu frá hernum seg- ir að mennirnir séu ekki lengur taldir hættulegir. Þetta er í ann- að skiptið í þessum mánuði sem föngum er sleppt úr fangelsinu. Þann 1. janúar voru 260 fang- ar látnir lausir. Enn eru 2.400 fangar í Abu Ghraib. Þá eru um 5.000 fangar í fangelsinu Camp Bucca í grennd við Umm Quasr. Á síðasta ári sleppti bandaríski herinn um 9.000 föngum. Það sem af eru þessu ári hefur samtals 490 föngum verðið sleppt. Fangelsið Abu Ghraib komst í fréttir á síðasta ári vegna pyntinga bandarískra her- manna á íröskum föngum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.