Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 20
Nútima búskapur þarfnast BKIfER haugsugu Guóbjörn Guðjónsson fyrirgóúan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS SOARES HEFUR í HÓTUNUM — í mótmælaskyni við einokun portúgalskra fjölmiðla Allsherjarverkfall í Argentínu: Stjórnmálaástand er mjög ótryggt Leiðtogar sjö af þeim ellefu flokkum, er standa að Argentínustjórn, krefjast þess, að stjórnin komi til móts við kröfur verkalýðsleiðtoga Reuter-Buenos Aires. i gærmorg- un skall á allsherjarverkfall i Argentinu, er standa á i tvo sólar- hringa. Til verkfallsins er boðað i andstöðu við Mariu Esteiu Perón forscta. Maria Perón á við mikla erfið- leika að etja, enda hefur stjórn- málaástand i Argentinu liklega aldrei verið ótryggara en nú — frá þvi hún tók við forsetaembætti fyrir réttu ári. i gærátti hún fund með helztu stjórnmála- og verka- lýðsleiðtogum landsins til að reyna að koma á vinnufriði að nýju. Fjöldi þingmanna úr hreyfingu Perónista tók undir kröfur verka- lýðsleiðtoga i gær um að þeir Celestino Rodrigo efnahagsráð- herra og Jose Lopez Rega félags- málaráðherra láti þegar i stað af störfum. Þeim tveimur er einkum kennt um stefnu stjórnarinnar i efnahagsmálum. Þá áttu leiðtogar sjö af þeim ellefu stjórnmálaflokkum, er staðiðhafa að Argentinustjórn — undir forystu Perónista — fund með Raul Lastiri, forseta fulltrúadeildar argentinska þingsins. (Lastiri á — samkvæmt stjórnarskrá landsins — að taka við forsetaembætti að Mariu Perón frágenginni.) Á fundinum kröfðust flokksleiðtogarnir þess, að stjórnin breytti afstöðu sinni og kæmi til móts við kröfur CGT. Athafnalif var i gær lamað i Buenos Aires, höfuðborg Argen- tinu. Þó sáu öryggissveitir um starfrækslu sjúkrahúsa, orku- og vatnsveita o.þ.h. Lögreglusveitir voru hvarvetna á verði, til að skakka leikinn, ef til átaka kæmi. Soares: Frelsi fjölmiðla númer eitt! Reuter-Lissabon. Mario Soares, leiðtogi portúgalskra sósialista og ráðherra án rdðuneytis i Portú- galsstjórn, sagði i gær,, að sósiai- istar væru reiðubúnir að lama allt athafnalif í Portúgal til að mót- mæla þeirri einokun á fjölmiðlum landsins, er nú tiðkaðist. Soares lét svo um mælt á fundi með sósialistum, er vinna við út- gáfu dagblaða og timarita. Hann sagði, að ekkert væri nú mikil- vægara i portúgölskum stjórn- málum en að berjast fyrir frelsi fjölmiðla. Ofgasinnaðir vinstri menn hafa ennþá á valdi sinu aðalstöðvar Republica, aðalmálgagns sósial- ista — og hindra þannig útgáfu blaðsins. Þá tóku herforingjar þeir, er fara i raun með öll völd i Portúgal i sinar hendur stjórn út- varpsstöðvar rómersk-kaþólsku kirkjunnar Renascenca. Férðamiöstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940 Beiiidorm Blair hershöföingi og Idi Amin ræðast við. Öryggismdlaráðstefna Evrópu: Næsta samkomulag á elleftu stundu? Argentinustjórn sagði af sér i fyrrakvöld til að greiða fyrir lausn mála. Þrátt fyrir þá ákvörðun ráðherranna, boðaði stjórn CGT (Verkalýðssambands Argentinu) til allsherjarverk- falls. Sambandið krefst þess, að kaup launþega hækki um 150% — en Maria Perón hefur neitað að fallast á hærri kauphækkun en 50%. Geijer dóms. mólaróðherra Svíþjóðar: SKP þiggur fé frá út- lendri stjórn NTB-Stokkhólmi. Sjö sænskir rikisborgarar liggja undir grun um að liafa framið brot, er beinast gegn öryggi sænska rikisins. Grunur þessi er þess eðlis, að taliö hefur verið rétt að leyfa öryggislögreglunni að hlera simtöl sjömenninganna. Þetta upplýsti Lennart Geijer, dómsmálaráðherra Sviþjóöar, I gær á fundi með fréttamönnum. Hann sagði, og aö þær upplýsingar, er lög- reglan hefði aflað sér, bentu til, að Kommúnistaflokkur Sviþjóðar (SKP) hefði þegið fé — frá útlendri rikisstjórn. Geijer fullyrti, að simahler- unum væri aðeins beitt i itrustu neyð — og aðeins i fullu samræmi við heimildir þær, er stæðu i lögum. NTB-Genf. Taugastriðið — cr NTB-fréttastofan nefnir svo — á fundi öry ggismálaráðstefnu Evrópu íGenf heldur áfram. Enn þd er ekki útilokað, að hægt verði að halda fyrirhugaðan fund Evrópuleiðtoga i Heisinki fyrir lok þessa mánaðar — en eigi að vera nokkur von til þess, verður að taka ákvörðun um það, sem fyrst. Formaður frönsku sendinefnd- arinnar á Genfarfundinum lagði i gær fram tillögu þess efnis, að fundarstörfum verði lokið fyrir helgi — og jafnframt verði boðað til leiðtogafundar i Helsinki. Fulltrúar Sovétrfkjanna og ann- arra Austur-Evrópurikja — er Reuter-London/Nairobi. IdiAmin Ugandaforseti hélt f gær til Moga- dishu, höfuðborgar Sómaliu, til viðræðna við Mohanned Siad Barre Sómalíuforseta. Útvarpið i Kampala, höfuðborg Uganda, skýrði frá för Amins i gær. 1 frétt útvarpsins sagði, að Amin tæki við forsetaembætti hjá Samtökum Afrikurikja (OAU) af Barre — og þvi væri aðaltilgang- ur fararinnar sá að ræða þau mál, er efst væru á baugi hjá OAU. Að sögn Reuter—fréttastofunn- ar herma áreiðanlegar fréttir, að Barre hafi á laun haft samband við nokkra Afrikuleiðtoga — og lagt til, að Samora Machel yrði næsti forseti OAU i stað Amins. lagt hafa rika áherzlu á, að Helsinkifundurinn verði haldinn i sumar — tóku að sjálfsögðu undir frönsku tillöguna. Hin svonefnda „samræm- ingarnefnd” — er i eiga sæti formenn allra sendinefndanna á ráðstefnunni, 35 að tölu — kom saman i gær til að ræða frönsku tillöguna. Fyrir fundinn lýstu fulltrúar vestrænna rikja þvi yfir, að þeir yrðu að hafa samráð við viðkomandi rikisstjórnir, áður en þeir gætu fallizt á tillöguna. Jafn- framt gáfu þeir i skyn, að Sovét- menn og aðrar Austur-Evrópu þjóðir yrðu að gefa frekar eftir, til að hægt yrði að binda enda á Genfarfundinn. (Samkvæmt venju á þjóðarleið- togiþess rikis, þar sem ársfundur OAU er haldinn hverju sinni, að taka við forsetaembætti: í þessu tilfelli Amin, þar eð næsti ársf undur verður haldinn i Kamp- ala.) Barre hefur visað fréttum þessa efnis á bug, en Amin hefur hins vegar ekki tjáð sig um þau. Otvarpið i Kampala sagði frá þvi i gær, að „heimsvaldasinnar” væru þvi andsnúnir, að Amin tæki við forsetaembætti. Þeir óttuðust, að hann sýndi meiri hörku en tiðkaðist og gripi e.t.v. til vopna, til að steypa af stóli meirihluta- stjórn hvitra manna i Ródesiu og Suður-Afriku. Þau tvö deiluefni, sem nú eru óútkljáð, eru: Hvernig á að tryggja réttindi fjórveldanna (Bandarikjanna, Bretlands, Frakklands og Sovétrikjanna) i Berlin og Þýzkalandi? Og hvernig á að tryggja framgang ályktana öryggismálaráðstefnunnar? ÓDÝRAR Spánarferðir Verður Amin næsti forseti OAU?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.