Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 48
36 12. mars 2005 LAUGARDAGUR Plötusnúðurinn heimsþekkti Fatman Scoop kemur fram á næstu Shockwave-hátíð FM 957 sem verður haldin föstudaginn 18. mars í Sjallanum á Akureyri og daginn eftir á Broa- dway. Hinn íturvaxni Scoop hefur gefið út mörg vinsæl partílög undanfarin ár, þar á meðal Be Faithful sem hann söng með Faith Evans. Nýjasta lag hans er með söngkonunni Mariah Carey. Scoop er að vinna að sinni fyrstu stóru plötu um þessar mundir en hann hefur áður gefið út fjölmargar smáskífur sem hafa notið mikilla vinsælda. Feita manninn hlakkar mikið til að koma hingað til lands. „Auðvitað, ég hef aldrei kom- ið þangað. En ég verð fyrst að fá að vita eitt- hvað um landið því fyrirfram held ég að það sé mjög kalt þar, er það rétt?, spyr hann með nokkuð hásri en mjúkri útvarpsrödd sinni. Fær hann þau svör að hér sé nokkurra gráðu hiti og alveg hreint ágætis veður. Fatman var að stýra hinum vinsæla út- varpsþætti sínum á Hot 97 FM í New York þegar blaðamaður ræddi við hann, en þangað hefur hann fengið í heimsókn marga af fræg- ustu tónlistarmönnum heims á borð við Snoop Dogg og 50 Cent. Síðar um daginn átti Fatman síðan að kynna nýja lagið sitt ásamt Mariah Carey. Hann segist alltaf hafa nóg fyrir stafni. „Já, ég er mjög upptekinn á hverjum degi. Ég vinn um 20 klukkustundir á dag og sef því í um það bil fjóra tíma,“ segir hann og virðist meina hvert orð. Hann bætir því við að sam- starfið með Carey hafi verið ákaflega gott. „Ég þekkti Mariah aðeins áður en þessi reynsla hefur sýnt mér betur að hún er mjög góðhjörtuð manneskja, algjör engill.“ Að sögn Fatman var löngu kominn tími á að búa til plötu með eigin lögum í stað þess að spila sömu lögin eftir aðra á hverjum tónleik- unum á fætur öðrum. „Ég vil ekki vera þekkt- ur sem náunginn sem stelur plötum og lögum eftir aðra, heldur sá sem gerir miklu meira en það. Þessi nýja plata verður partíplata sem þú getur sett á fóninn þegar þú ert að þrífa húsið eða bara að skemmta þér. Það er það eina sem ég vil gera. Ég vil ekki meiða neinn, skjóta neinn eða slást við neinn. Ég vil ekki vera bófi því það er bara ekki ég. Ég vil bara skemmta mér og búa til partítónlist,“ segir hann. Öflugur hópur íslenskra hip hop lista- manna mun hita upp fyrir Fatman á tónleik- um hans hér á landi. Þar má nefna Tiny og Steina úr Quarashi, Igor, Kritikal Mass, Önnu, DJ B Ruff og DJ Skinny T. Miðasala fer fram á Broadway og í Sjallanum og er miðaverð 1500 krónur. freyr@frettabladid.is Miðasala á tónleika Roberts Plant í Laugardalshöll 22. apríl, hefst laugardaginn 19. mars klukkan 11. Tónleikarnir eru liður í tónleika- ferð Roberts Plant og hljómsveitar hans The Strange Sensation í til- efni af útkomu Mighty Rearranger, nýjustu plötu Plants. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil enda á Robert Plant sér að- dáendur á öllum aldri á Íslandi, ekki síst sökum þess að Led Zepp- elin kom hingað og hélt eftir- minnilega tónleika í Laugardals- höllinni árið 1970. Miðasalan fer fram í Hard Rock í Kringlunni, bókabúðum Pennans á Akureyri og á Akra- nesi, í Hljóðhúsinu á Selfossi og á midi.is. Laugardalshöllinni verður skipt í þrjú svæði. Verð í stúku verður 4.900, í fremri stúku 5.500 og í stæði 4.500. ■ Á laugardaginn mun '80 goðsögn- in Grafík halda sinn fyrsta dans- leik í rúm 17 ár á NASA. Hljóm- sveitin hefur ekki spilað fyrir dansi síðan hún steig á stokk á áramótadansleik Broadway 1987 en árið eftir hætti sveitin form- lega störfum. Grafík gaf út alls fimm plötur og náði meðal annars þremur lögum í 10 efstu sætin á vinsældarlista Rásar 2, eitthvað sem fáum íslenskum hljómsveit- um hefur tekist að leika eftir. Helga Björnssyni, aðalsöngv- ara Grafík var farið að kitla í lóf- ana, og lofaði góðum tónleikum. „Prinsessan Andrea Gylfadóttir verður heiðursgestur og við mun- um að sjálfsögðu spila alla klass- ísku smellina eins og Húsið og ég, Sextán og 1000 sinnum segðu já í bland við gamla '80 smelli á borð við China Girl, Let's Dance og Money for nothing,“ segir hann. Helgi segir að þó einn með- lima sveitarinnar sé nú horfinn af sjónarsviðinu muni andi hans svo sannarlega svífa yfir vötn- um á laugardagskvöldið. „Sonur trymbilsins Rafns Jónssonar, Egill, spilar á trommurnar og heldur minningu föður síns hátt á lofti, enda lifandi eftirmynd hans.“ Nasa opnar klukkan ell- efu og er miðaverðið 1.500 krón- ur. ■ Það er eitthvað mjög ævintýralegt við tónlist Mercury Rev. Þetta er hundgömul sveit sem á nokkur frá- bær ævintýri að baki og enn og aftur er bakpokinn lagður yfir öxl- ina. En í þetta skiptið er ævintýrið ekki jafn spennandi og áður. Að hlusta á þessa plötu er eiginlega eins og að heyra þriðju framhalds- söguna af Hans og Grétu. Eða jafn- vel frekar áframhaldandi ævintýri fjölskyldu Bambi. Það er erfitt að skjóta niður sveit sem maður hefur hjarta fyrir. Ef þið eruð í ævintýrahug, tékkið þá á meistarverkunum Deserter's Songs og All Is Dream en látið þessa plötu eiga sig. The Secret Migration virkar útþynnt og hljóðfæraleikur aldinn. Þessi plata er skýr merki þess að maður á ekki alltaf að halda sig við formúluna. Þessi plata er í svipuðum hljóðheimi og fyrri verk og það er í rauninni ekkert að flutningnum. En hið óútskýran- lega „það“ vantar sárlega. Þetta er þegar allt kemur til alls bara hundleiðinlegt. Ég efast um að ég eigi eftir að muna eftir að hafa hlustað á þessa plötu eftir svona viku. Sem er kannski frábært, því ef ég man ekki eftir þessu glappa- skoti get ég fyrr fyrirgefið þess- ari annars frábæru hljómsveit. Ég ætla því ekki að afskrifa hana í þetta skiptið. Birgir Örn Steinarsson Hundleiðinlegt ævintýri MERCURY REV: THE SECRET MIGRATION Niðurstaða: The Mercury Rev hefur aldrei hljómað eins óáhugaverð og á þessari nýju plötu. Það er eins og liðsmenn hafi verið knún- ir áfram af einhverju allt öðru en sköpunargleði við að gera þessa plötu. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ef maður er rappari og langar til þess að ná athygli rappheima með fyrstu plötu sinni er ekki verra að vera studdur af Dr. Dre og 50 Cent. Þannig er það einmitt með The Game. Ungur svartur pirrað- ur piltur úr Compton-hverfi Los Angeles sem er auðvitað búinn að vinna fyrir sér sem eiturlyfjasali. Hann er harður nagli og rapp- ar um glæpi jafn heiðarlega og hann rappar um hvað annað. Svo virðist sem þetta sé tilraun Dr. Dre að koma gangsta rappinu aftur í tísku. Nú er hann og Eminem búnir að finna tvo harða nagla, hvorn á sinni strandlengju í Bandaríkjunum. Auðvitað er þetta virkilega vel gert, enda ekki hægt að búast við öðru frá meistara Dre. Hins vegar hefur The Game ekki upp á neitt nýtt að bjóða hvað textainnihald varðar. Hann hefur gott flæði, kann að skjóta á hina og þessa... en maður hefur svo sem heyrt þessar sorgarsögur af strætinu áður. The Game er alvarlegur tappi, ekki húmoristi eins og Snoop Dogg eða Eminem. Grúfin eru grípandi, en þau gætu alveg eins verið búin til fyrir 50 Cent... þetta er allt byrjað að hljóma of líkt hvort öðru. Auðvitað er platan full af gest- um á borð við Eminem, 50 Cent, Busta Rhymes, Nate Dogg og Faith Evans. Persónulega finnst mér The Game bestur í þeim lögum sem hann er einn og óstuddur. Ég get ekki ímyndað mér að The Game verði stórstjarna á borð við 50 Cent eða Eminem en þessi plata kemur honum örugglega á kortið. Birgir Örn Steinarsson Er glæparappið dautt? THE GAME: THE DOCUMENTARY Niðurstaða: Nýjasta undrabarn Dr. Dre gefur út frumraun sína. Sæmilegasta plata og ágætis rappari, en glæparímurnar virka þreyttar. Sama tuggan, aftur og aftur. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Grafík snýr aftur GRAFÍK Í NÚVERANDI MYND Hefur ekki spilað fyrir dansi í rúm 17 ár, en ætlar á laugardaginn að trylla lýðinn á Nasa. FATMAN SCOOP Hlakkar mikið til að spila partítónlist sína fyrir íslenska hiphop-aðdáendur. Sefur í fjóra tíma á dag ROBERT PLANT Fyrrverandi söngvari Led Zeppelin er á leiðinni hingað til lands. Miðasalan hefst 19. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.