Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 6
6 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR Blaðamannafélag Íslands: Stendur heilshugar að baki starfsmönnum RÍKISÚTVARPIÐ Formaður Blaða- mannafélags Íslands, Róbert Marshall, telur að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisút- varpsins, hljóti að hugsa sinn gang nú þegar Auðun Georg Ólafsson hafi ákveðið að taka ekki við starfi fréttastjóra útvarps- frétta. Markús hafi í þrígang fengið vantraustsyfirlýsingu frá starfsmönnum sínum. Nær allir hafi þeir skrifað undir þá síðustu. Róbert telur fréttamann frétta- stofu útvarps ekki hafa farið offari í viðtali sínu við Auðun Georg í hádegisfréttum í gær: „Auðvitað er ég hryggur yfir því hve langt þetta mál var látið ganga af yfirstjórnendum fyrir- tækisins. Þeir virðast ekki bera hag þess fyrir brjósti.“ Róbert segir þá fréttamenn sem hafi sótt um starfið og síðar tjáð sig um ráðningu Auðuns Georgs ekki vanhæfa í starfið nú: „Það er lýðræðislegur réttur hvers manns að tjá sig um svona lagað. Þetta er opinber staða sem við eigum öll og það er enginn undanskilinn í þeirri umræðu.“ Blaðamannafélagið lýsti full- um stuðningi við baráttu og að- gerðir fréttamanna á fréttastofu útvarps í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi í gær. - aöe/gag Viðtal Ríkisútvarpsins við Auðun Georg Ólafsson: Mundi ekki eftir fundi frá deginum áður Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisút- varpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, frétta- maður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Ingimar Karl Helgason: Hefurðu átt fundi með formanni útvarps- ráðs nýlega? Auðun Georg Ólafsson: Ekki ný- lega nei. Ingimar: Ég hef öruggar heimild- ir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eftir hádegi í gær? Auðun Georg: Man nú ekki til þess. Man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var. Ingimar: Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi? Auðun Georg: Það er bara trúnað- armál. Ingimar: Þannig að þú viðurkenn- ir að slíkur fundur hafi verið hald- inn þrátt fyrir að þú neitir því? Auðun Georg: Ég neitaði því ekk- ert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það. Ingimar: Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg: Fundurinn hefur verið haldinn en hann var bara trúnaðarmál. Ingimar: Hver boðaði fundinn? Auðun Georg: Það var bara trún- aðarmál. Ingimar: Baðst þú um fund eða formaður út- varpsráðs? Auðun Georg : Ég bara, nú man ég ekki, ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta að- s t æ ð u r og fara y f i r h v e r s t a ð a n væri hér i n n a n - húss. Ingimar: Hver var niðurstaðan á fundinum? Auðun Georg: Niðurstaðan á fund- inum var bara að halda sínu striki og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og haldi mínu striki. Ingimar: Mætti ég þá kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neitaðirðu því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? Auðun Georg: Bíddu hvað áttu við? Ingimar: Ég spurði þig hvort þú hefðir átt fund í gær og þú sagðir nei. Auðun Georg: Mig minnti ekki hvenær nákvæm- lega fundurinn fór fram. Ingimar: Þetta var í gær. Auðun Georg: Já, þá var hann í gær. ■ Fréttastjóri í einn dag Auðun Georg Ólafsson sagðist í gærmorgun enn ala von í brjósti um að leysa mætti vandann á fréttastofu Útvarps. Síðar um daginn dó sú von og hann sagði væntingar sínar til fréttastofunnar vera á misskilningi byggðar. RÍKISÚTVARPIÐ „Ég eflist við hverja raun,“ sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkis- útvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann til- kynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra frétta- stofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarps- ins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan út- varpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynn- ingarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni út- varpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarp- inu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins veg- ar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veru- leika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugð- ist í fyrstu taka starfinu svo: „Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hót- að, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkis- útvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi.“ Þetta þótti honum ekki ganga eftir. „Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fag- leg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar,“ sagði Auðun Georg. jss@frettabladid.is Forstöðumaður: Bogi á sjúkrahús RÍKISÚTVARPIÐ Bogi Ágústsson, for- stöðumaður frétta- sviðs Ríkisútvarps- ins, fór á sjúkrahús um hádegisbilið í gær vegna hjarta- verkjar. Elín Hirst er staðgengill hans og fer með rit- s t j ó r n a r l e g a ábyrgð á RÚV þeg- ar hann er fjarverandi. - jss Hvar eru peningarnir þínir? Gleypa reikningar og afborganir nánast öll launin þín um hver mánaðamót? Veltirðu því stundum fyrir þér í hvað peningarnir hafa eiginlega farið? Ótrúlegur árangur á stuttum tíma og gjörbreyttur fjárhagur þegar litið er til lengri tíma. 2. prentun væntanleg 1. prentun á þrotum 1. Allar bækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 23. – 29. mars • Borgar sig að kaupa eða leigja? • Hvernig greiðum við niður skuldir á stuttum tíma? • Hvenær er best að byrja sparnað? • Hvernig sköpum við fjárhagslegt öryggi á efri árum? Ókeypis hjálpargögn á SPARA.IS! Ert þú með yfirdrátt í bankan- um? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hljópstu 1. apríl? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 42,3% 57,7% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN BOGI ÁGÚSTSSON Á sjúkrahús vegna hjarta- verkjar. FYRSTI FUNDUR NÝS FRÉTTASTJÓRA MEÐ FRÉTTAMÖNNUM VAR SÁ SÍÐASTI Auðun Georg Ólafsson mætti ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á fréttastofu Útvarps í gærmorgun og ræddi við fréttamenn. Á myndinni má auk þeirra meðal annars sjá fréttamennina Pálma Jónasson, Björgu Evu Erlendsdóttur og Hjálmar Sveinsson. RÓBERT MARSHALL Segir Markús Örn Antonsson hljóta að hafa sett ein- hvers slags heimsmet í óvinsældum innan eigin fyrirtækis og í lélegum samskiptum við sitt undirfólk. Formaður útvarpsráðs: Var lagður í einelti RÍKISÚTVARPIÐ Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarps- ráðs, segir að ákvörðun Auðuns Georgs sé að sjálfsögðu vonbrigði. „Ákvörðunin er þó skiljanleg hjá þessum unga manni eftir þann hamagang og einelti sem hann hef- ur þurft að líða. Það er ekki í mann- legu valdi að berjast gegn ofurvaldi heillar fréttastofu sem leggur heilu fréttatímana undir sín viðbrögð,“ segir Gunnlaugur. Spurður hvernig útvarpsráð muni bregðast við ákvörðun Auðuns segir Gunnlaugur málið ekki í hönd- um útvarpsráðs heldur útvarps- stjóra sem fari með valdið. - sda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.