Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 40
Úrslitin í Hönnunarkeppni Henson voru kynnt í Ráðhúsinu miðvikudaginn 30. mars. Alls bárust 2.783 tillögur í keppnina frá 694 einstaklingum. Halldóri Einarssyni, eiganda Henson, fannst vera kominn tími til að halda alvöru hönn- unarkeppni. Sér í lagi vegna velgengni Henson síðustu ára. Fyrirtækið var stofn- að fyrir 36 árum og hefur alla sína tíð lagt áherslu á íþróttafatnað. Það náði ákveðnum toppi á níunda áratugnum en var í hálfgerðum dvala um tíma. Fyrir nokkrum árum vaknaði Henson aftur til lífsins þegar Henson-gallarnir komust aftur í móð. „Ég fór frá fyrirtækinu í ákveðinn tíma og á meðan héldu konan mín og dóttir fyrirtækinu gangandi. Þegar ég kom til baka settum við allt á fullt. Það gekk eftir og nú gengur alveg prýðilega. Við höfum líka verið að leggja meiri áherslu á að hanna sérstakan fatnað fyrir íþróttakonur,“ segir Halldór og rifjar upp söguna um það þegar Henson var við það að slá í gegn úti í hin- um stóra heimi. „Í kringum 1990, löngu áður en útrás Íslending- anna hófst, var fyrirtækið Hen- son’s Sport USA stofnað en það var í eigu stórs fyrirtækis í Am- eríku. Þeir voru við það að koma Henson vörunum inn í stórar verslunarkeðj- ur í Ameríku þegar fyrir- tækið var nappað af skattalögreglunni og veld- ið hrundi í einni andrá. Merkið hefur aldrei verið eins nálægt því að slá í gegn og verða alþjóð- legt íþróttamerki,“ segir Halldór. Í dag segist hann vera mjög afslapp- aður og ekki finna fyrir neinni þörf til að slá í gegn í útlöndum. „Ég er búinn að prófa, það gekk ekki upp og ég get ekki verið annað en sáttur. Í dag framleiðum við allt hér á Ís- landi. Gallarnir sem komust í úrslit í hönnunarkeppninni eru þegar komnir í framleiðslu og væntanlegir í verslanir,“ segir Halldór Einarsson í Henson. Íris Auður Jónsdóttir, fata- hönnunarnemi á Spáni, sigraði í hönnunarkeppni Henson. Hún hannaði nýstárlega út- gáfu af Henson-galla sem nýtist vel til daglegra nota. Í verðlaun fékk hún ferð með Iceland Express, 100 þúsund krónur í peningum og far- tölvu frá Tæknivali. Hún segist ekki vera farin að spá í hvert skuli halda eða hvernig peningunum verði varið. Efst á baugi hjá henni er að klára skólann í sumar og flytja aftur til Ís- lands. Hönnunarneminn Íris Auður Jóns- dóttir hefur dvalið í Madríd síðastlið- in fjögur ár þar sem hún hefur stund- að nám í fatahönnun við Istituto Europeo Di Design. Hún ber skólan- um vel söguna og segir að hann hafi orðið fyrir valinu því hún hafi fengið svo góðar viðtökur þegar hún heim- sótti skólann í fyrsta skipti. Istituto Europeo Di Design er upprunalega ítalskur skóli en hann er talinn vera einn af bestu hönnunarskólum á Spáni. Íris Auður er á síðasta ári og lýkur námi í sumar. Hún segir Spánardvölina hafa verið mjög ánægjulega, enda hafði það verið draumur hennar lengi að flytjast til Spánar. Íris Auður ætlar að flytja til Íslands í sumar en hún og kær- asti hennar segjast vera orðin svolítið þreytt á því að vera „útlendingar“. Móð- ir hennar lét hana vita af hönnunar- keppni Hensons og ákvað hún strax að taka þátt. „Mér fannst ég verða að vera með í þessari keppni, enda sá ég fram á að þetta væri góð kynning fyrir mig ef ég myndi vinna. Ég ætla bara að vona að þetta auðveldi mér að fá vinnu þegar ég kem heim,“ sagði Íris þegar Frétta- blaðið sló á þráðinn til hennar. Íris Auður sendi alls fimm tillögur inn í keppnina en sigurgallinn er fyrsta hugmyndin sem kom upp í kollinn á henni. „Ég hafði það að leiðarljósi að gallinn væri til daglegra nota en ekki til íþróttaiðkunar. Ég var búin að kynna mér vel hvernig íþróttagallar væru uppbyggðir varðandi sauma og annað. Litavalið kom svo bara af sjálfu sér, en ég valdi bara þá liti sem mér finnst fallegir.“ Aðspurð um það, hvort hún sé mikill Henson-aðdáandi segist hún hafa fylgst með merkinu í gegnum tíðina en hafi aldrei átt eigin galla. „Áhuginn á fatahönnun kviknaði þegar ég flutti til Spánar. Upphaflega ætlaði ég að fara í meira listnám en ég er mjög ánægð með að hafa valið fatahönn- unina. Ég kunni ekki að sauma þegar ég byrjaði í skólanum en ég er búin að læra óskaplega margt. Í skólanum mínum er námið mjög fjölbreytt. Ég hef lært allt frá saumaskap og sníðagerð upp í ljós- myndun og markaðsfræði,“ segir Íris Auður. Eins og staðan er núna er hugur hennar farinn að leita til Íslands og hlakkar hana til að koma heim. „Ég er frá Akureyri en við ætlum að flytja til Reykjavíkur í sumar og svo kemur bara í ljós hvaða möguleikar eru í boði. Ég ætla bara að vona að ég fái starf við hæfi þar sem ég fæ að teikna og hanna. Ég er ekki farin að hugsa mikið lengra,“ segir hún al- sæl með sigurinn. 28 2. apríl 2005 LAUGARDAGUR HENSON Í SÓKN FERSK HÖNNUN Íris Auður var ekki lengi að hrista teikningu af þessum galla fram úr erminni. Röndunum á buxunum var breytt áður en gallinn fór í framleiðslu. ÍRIS AUÐUR JÓNSDÓTTIR Stundar nám við hönnunarskólann Istituto Europeo Di Design á Spáni. Markmiðið var að sigra VERÐLAUNAGALLAR Kristrún Guðmundsdóttir hafnaði í þriðja sæti (t.v.) og Fanney Antonsdóttir varð í sæti númer tvö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.