Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 66
Jón Böðvarsson íslenskufræðing- ur, sem talinn er einn helsti sér- fræðingur Íslendinga í Njálssögu, hélt upp á 75 ára afmæli sitt með því að fara út að borða á Lækjar- brekku með konu sinni um helgina. Jón hætti öllu fyrirlestrahaldi fyrir tveimur árum og hefur haft það náðugt síðan. Hann segist ekki sakna þess tiltakanlega enda hafi ágætir menn tekið við af honum. Sér til dægrastyttingar rifjar hann nú upp kynni sín af nokkrum merkilegum ævisögum frá 17. og 18. öld. Það eru Píslar- saga Jóns Magnússonar, Reisu- bók Jóns Ólafssonar Indíafara og ævisaga Jóns Steingrímssonar, þar sem hann fléttar inn ná- kvæmri lýsingu á Skaftáreldum. „Ég skipti mér lítið af bókum úr öðrum hlutum heimsins,“ segir Jón, sem les helst fræðilegar bækur um mannlíf og náttúru- fræði á Íslandi. Ferðalög standa fyrir dyrum í sumar hjá Jóni og konu hans Guð- rúnu Björgvinsdóttur ef allt fer að óskum. Þau stefna á að fara til Þýskalands og á Vestfirði, en þær eru ófáar ferðirnar sem þau hafa farið um Mið-Evrópu. „Við fáum okkur bílaleigubíl, ökum án áætl- unar og veljum okkur gististaði þar sem við erum stödd,“ segir Jón en hann var mikið í leiðsögn bæði innanlands og utan og hefur farið með tæpa 40 hópa um Evrópu. Þar leiddi hann fólk um slóðir Íslend- inga frá víkingatímanum. „Ég er ánægður með mína ævi. Ég hef verið það gæfusam- ur að vinna við það sem ég hef áhuga á, bæði í skólastarfi og öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir Jón, sem var lengst af kennari og skólameist- ari. Nú segist Jón vera sestur í helgan stein og segir það vel eiga við, því hægt sé að rekja hugtakið til þess þegar gamlir höfðingjar létu völd sín í hendur sona sinna og fóru að sinna bók- lestri í klaustrum. Til dæmis hafi Þorvaldur Gissurarson reist klaustur í Viðey á þrettándu öld og sest í þann helga stein. „Steinninn minn er heimilið mitt,“ segir Jón að lokum. ■ 22 2. maí 2005 MÁNUDAGUR J. EDGAR HOOVER (1895-1972) lést á þessum degi. TÍMAMÓT: JÓN BÖÐVARSSON ÍSLENSKUFRÆÐINGUR 75 ÁRA Rifjar upp kynni sín af Píslarsögu og Reisubók „Mér þykir það leitt að alríkislögreglan geti ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir að fólk hafi munnmök, nema það hindri á einhvern hátt verslun á milli ríkja.“ J. Edgar Hoover var yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar í nær hálfa öld. Óhætt er að segja að hann hafi látið sér fátt mannlegt óviðkomandi og sveifst hann einskis til að grennslast fyrir um einkalíf borgara. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Sigurður Grétarsson knattspyrnumaður er 43 ára. Cecil B. Haraldsson prestur er 62 ára. Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður er 42 ára. Sigrún Inga Hrólfsdóttir listakona er 32 ára. Garðar Thor Cortes söngvari er 31 árs. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, fyrrverandi formaður Stúdentaráðs, er 28 ára. ANDLÁT Ásdís Pálsdóttir, Kópavogsbraut 61, Kópavogi, síðast til heimilis í Sunnuhlíð, andaðist þriðjudaginn 19. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Baldur Ingvarsson, Sólbrekku 14, Húsa- vík, lést laugardaginn 23. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. JÓN BÖÐVARSSON Ætlar að ferðast á bílaleigubíl um Þýskaland í sumar. Á þessum degi árið 1957 dó bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Joseph McCarthy. Hann fór fremstur í flokki í baráttunni gegn „rauðu hættunni“; ofstækis- fullum nornaveiðum gegn meint- um kommúnistum í Bandaríkjun- um á eftirstríðsárunum. McCarthy fæddist í smábæ í Wisconsin árið 1908. Hann barð- ist í síðari heimsstyrjöldinni en ákvað að gerast stjórnmálamaður þegar hann sneri aftur heim. Eftir eina misheppnaða tilraun vann hann sæti á öldungadeild banda- ríska þingsins árið 1946. Fyrstu ár hans í embætti voru tíðindalítil og þegar nær dró kosningum árið 1950 sárvantaði hann málefni til að gera út á. Þó hann þekkti lítið til málsins ákvað hann að beina spjótum sínum að kommúnistum í Bandaríkjunum og vakti mikla athygli þegar hann hélt því fram að í utanríkisráðuneytinu störf- uðu rúmlega 200 kommúnistar. Á næstu fjórum árum náði „rauða hættan“ hysterískum hæðum en fáir áttuðu sig á að McCarthy afhjúpaði ekki einn ein- asta kommúnista í nornaveiðum sínum. Árið 1954 var farið að síga á ógæfuhliðina hjá McCarthy og kornið sem fyllti mælinn var þegar hann sakaði bandaríska herinn um linkind gagnvart kommúnist- um. Sama ár var yfirheyrslum hans sjónvarpað og almenningur sá ofstækisfulla hegðun hans með eigin augum. JOSEPH MCCARTHY ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1497 John Cabot heldur af stað til Norður-Ameríku. 1679 Jón Ólafsson Indíafari deyr, 86 ára. 1780 William Herschel upp- götvar fyrsta tvístirnið. 1902 Vísindaskáldsaga kvik- mynduð í fyrsta skipti. 1919 Ljósmæðrafélag Íslands stofnað. Það er elsta stéttarfélag faglærðra kvenna. 1933 Fréttir herma að sést hafi til Loch Ness-skrímslisins. 1952 Fyrsta farþegaþotan hef- ur áætlunarflug milli Lundúna og Jóhannesar- borgar. 1970 Búrfellsvirkjun er vígð. 1992 Jón Baldvin Hannibals- son undirritar samning um Evrópska efnahags- svæðið, með fyrirvara um samþykki Alþingis. Joseph McCarthy ber beinin                 !"  #  $   %   #    & '    #  (  ) '    *)  ( "#  +" # ,     '  % -  .( !"  $$ ( "   # '  !-     '  ,   '   / )*0 (       % - # .( !" "  #  11 "    ' !- &   2    ,      % ' ' "(  33  4  !"   5 ( 6 / % 0$ 2 "   &    #  (  (   &   7      (6  '  #    ""(  "  - 8(  (   4&    # "(  +!'      4&  9!  :( !  !! #    " ;#"( !"  -   8    ( ' "- 4- +"( #   :( '                         !  "    5 ( + !" " &   7)7  :(  1 #  1 #  +"( 4 < # #     +"(( =  %% !' & !   9( "  ># (   (  #  -  (  ?       !(    .( !"     '       8 > 8# '# #  5# #   ' !' Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, Auðuns Kl. Sveinbjörnssonar svæfingarlæknis, Hlein, Álftanesi. Ingibjörg Óskarsdóttir Guðmundur Auðunsson Elizabeth Goldstein Sveinbjörn Auðunsson Guðrún Elísabet Árnadóttir Guðbjörg Auðunsdóttir Hartmann Kárason Erna Sif Auðunsdóttir Dagur B. Agnarsson Ósk Auðunsdóttir Hermann Sigurðsson barnabörn og aðrir aðstandendur FYRSTA STARFIÐ: BJARNI FELIXSON FRÉTTAMAÐUR Seldi blöð í samkeppni við Óla blaðasala „Ég seldi Morgunblaðið, Alþýðu- blaðið og Tímann niðri í bæ í sam- keppni við Óla blaðasala,“ segir Bjarni Felixson fréttamaður um sitt fyrsta starf. Þá var Bjarni sjö ára að safna sér fyrir fótbolta- skóm, en það átti hann eftir að gera oftar en einu sinni yfir ævina. Hann segir að auðvelt hafi verið að komast inn í starfið. „Maður þurfti ekki að sækja um með neinum fyrirvara heldur fór bara í afgreiðslu blaðanna snemma á morgnana og sagðist vera kominn að selja blöð,“ segir Bjarni, sem passaði sig þó alltaf á því að taka ekki meira en hann gat haldið á undir hendinni enda var blaðabunkinn þungur. „Það var gríðarlega erfitt stundum, að minnsta kosti fyrsta klukku- tímann.“ Bjarni seldi blöðin í kringum Lækjartorgið en passaði sig á því að hafa sig ekki mikið í frammi niðri við pósthúsið til að styggja ekki Óla blaðasala. Einnig seldi hann blöð í Hressingarskálanum, þar sem hann hitti oft fyrir mikla andans menn eins og Tómas Guð- mundsson. Þegar Bjarni lítur til baka segist hann hafa lært heilmikið á blaðasölunni sem nýttist honum síðar. Þegar hann hóf að starfa sem sendill hjá Vélsmiðjunni Hamri var hann þegar málkunn- ugur ýmsum mönnum sem settu svip sinn á bæinn á þeim tíma. „Eftir á að hyggja var gaman að þessu, þó það hafi ekki verið það meðan á því stóð,“ segir Bjarni, sem er ekki viss um að hann hafi náð að safna sér fyrir fótbolta- skónum þau tvö sumur sem hann starfaði sem blaðasali. - sgi Gils Guðmundsson, fyrrv. alþingismað- ur og rithöfundur, lést föstudaginn 29. apríl. Jónas Kristján Einarsson frá Hjalteyri lést í Noregi fimmtudaginn 14. apríl. Útförin hefur farið fram. Lilla Moss (Ragnhildur E. Hjaltested) lést í Bandaríkjunum 16. apríl. JARÐARFARIR 14.00 Guðmundur Sæmundsson, Víkurbraut 30, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju. 15.00 Hjálmar S. Helgason, Holtagerði 84, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 15.00 Halldóra Auður Jónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju. 15.00 Svavar Gíslason vörubílstjóri frá Viðey, Traðarlandi 4, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju. BJARNI FELIXSON Starfaði fyrst sem blaðasali í miðbæ Reykjavíkur, þegar hann var sjö ára gamall. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.