Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 02.05.2005, Blaðsíða 68
FÓTBOLTI Þróttur og KR tryggðu sér sæti í úrslitaleik deildabikarsins í gær en þá fóru fram undan- úrslitaleikirnir í Egilshöllinni. Þróttur vann ÍA 2–1 í fram- lengdum leik og KR vann Breiða- blik, 3–0, í seinni leik kvöldsins. Það stefndi allt í vítaspyrnu- keppni í leik Þróttar og ÍA þegar Sævar Eyjólfsson tók til sinna ráða og skoraði sigurmarkið á 118. mínútu leiksins. Ólafur Tryggva- son hafði komið Þrótti yfir á 14. mínútu en fyrirliði Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson, jafnaði 16 mínútum síðar. Ekkert var síðan skorað í 88 mínútur þar til Sævar, sem gekk til liðs við Þrótt frá Haukum, tryggði sínum mönnum sæti í úrslitaleik deildabikarins í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þróttur hefur aldrei unnið mót á vegum KSÍ en nú eru það ná- grannarnir úr Vesturbænum sem standa í vegi fyrir að liðið ná sögulegum áfanga. KR-ingar unnu Blika 3–0 í seinni leiknum, sem seinkaði um rúman hálftíma vegna framleng- ingarnar í fyrri leiknum. Blikar komu mjög á óvart í átta liða úrslitunum með því að slá úr Íslandsmeistara FH í vítakeppni en þeir réðu ekki við hið sterka lið KR sem er komið í úrslit í fjórða sinn í níu ára sögu keppninnar. Sigurvin Ólafsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR á 31. mínútu og ungu strákarnir Gunnar Kristjánsson og Arnljótur Ást- valdsson gulltryggðu síðan sæti KR í úrslitaleiknum með tveimur mörkum í seinni hálfleik. KR- ingar komust þar með í úrslit deildabikarsins annað árið í röð en þeir töpuðu 1-2 fyrir FH í úrslitaleiknum í fyrra. KR vann deildabikarinn 1998 og 2001. Valskonur fóru illa með Eyja- stúlkur í undanúrslitaleik kvenna. Þær Dóra Stefánsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu báðar tvö mörk í 8–1 sigri en Valur lék samt án þeirra Margrétar Láru Viðarsdóttur og Pálu Marie Einarsdóttir, sem eru meiddar. Í úrslitaleiknum mætir Valur KR, sem vakti mikla athygli með því að slá Breiðablik út í vítakeppni í hinum undanúrslitaleiknum á laugardaginn. ooj@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 1 2 3 4 5 Mánudagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  15.45 Helgarsportið á RÚV. Endurtekinn þáttur.  16.10 Ensku mörkin á RÚV.  17.15 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum.  18.30 NBA-boltinn á Sýn. Útsending frá leik New Jersey Nets og Miami Heat í úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfubolta.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.40 Enski boltinn á Skjá einum. Útsending frá leik WBA og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem fram fór fyrr um kvöldið.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Endurtekinn þáttur.  23.55 Ensku mörkin á RÚV. Endurtekinn þáttur.  01.00 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum. Endurtekinn þáttur. Bara einn Kani leyfður næsta vetur 24 2. maí 2005 MÁNUDAGUR > Við gleðjumst yfir því ... ... að fulltrúar á þingi Körfu- knattleikssambands Íslands, sem fram fór á Ísafirði um helgina, hafi haft vit á því að leyfa aðeins einn Banda- ríkjamann í hverju liði Intersportdeildarinnar á komandi tímabili. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... Heiðari Helgusyni fyrir að sýna Tony Pulis, stjóra Stoke, að íslenskir knatt- spyrnumenn eru oft betri en enginn. Pulis vill ekkert með íslenska leikmenn hafa og því hefur Þórður Guðjónsson kynnst frá fyrstu hendi í vetur. Heiðar skoraði sitt 19. mark á tímabilinu þegar hann tryggði Watford 1–0 sigur á Stoke og öruggt sæti í deildinni. Tveir meistarar Vikan sem leið var glæsileg hjá íslensku boltaíþróttamönnum í Evrópu. Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska körfubolta- liðinu Dynamo St. Pétursborg unnu Evrópudeild FIBA á fimmtudaginn og á laugardaginn varð Eiður Smári Guðjohnsen enskur meistari með Chelsea. Til hamingju! Menn fóru missáttir af þingi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina. „Þetta endaði illa,“ sagði Birgir Már Bragason, varaformaður Keflvíkinga, sem var engan veginn sáttur við að fækkun úr tveimur erlendum leikmönnum utan EES í einn liti dagsins ljós. „Þetta þýðir það að við förum að öllum líkind- um ekki í Evrópukeppnina, það er ósköp ein- falt.“ Birgir kvaðst vera mjög hissa á að tillagan hefði verið samþykkt. „Mér fannst skrítið að lið eins og Höttur og Þór vildu leyfa einn Bandaríkjamann. Einnig voru lið sem voru með flesta út- lendinga í vetur hlynnt því að fækka um einn.“ Er íslensk lið lögðu leið sína í Evr- ópukeppnina hér á árum áður var oft gripið til þess ráðs að fá lánsmann úr öðru liði. „Það er ekki hægt lengur þar sem menn innan FIBA eru bara skráðir hjá einu liði. En ef það væri hægt færu menn ekkert að lána sinn mann í þetta hvort eð er.“ Birgir sagði einnig að afar erfitt yrði að fá leikmann til að spila eingöngu í Evrópukeppninni. „Menn tækju það ekki í mál enda ekki hægt að segja: Spilaðu þrjá leiki með okkur og svo búið. Það gengur ekki upp.“ Aðspurður hvort breytingin myndi auka líkurnar á að Damon Johnson, sem er með íslenskan ríkis- borgararétt, myndi snúa aftur til Keflavíkur taldi Birgir það afar ólíklegt. „Hann er að fá góð laun úti og það er náttúrlega búið að lækka launa- þakið. Mín spurning er: Af hverju máttu kaupa Júgóslava en ekki Bandaríkjamann? Við erum t.d. að spila gegn liðum í Evrópukeppninni sem eru með fullt af Bosman-leikmönnum. Hver er munurinn?“ sagði Birgir Már Bragason, ósáttur við þróun mála. Ársþing KKÍ fór fram á Ísafirði um helgina. Samþykkt var að lækka launaþak og fækka erlendum leik- mönnum utan EES úr tveimur í einn á hvert lið. Ný stjórn var kosin til næstu tveggja ára ásamt varastjórn. KEFLVÍKINGAR ERU ÓSÁTTIR: ÚRSKURÐUR ÁRSÞINGS KKÍ UM FÆKKUN Á LEIKMÖNNUM UTAN EES Evrópukeppnin er líklega úr sögunni KÖRFUBOLTI Ársþing Körfuknatt- leikssambands Íslands fór fram á Ísafirði um helgina og litu ýmsar breytingar dagsins ljós. Það bar hæst að erlendum leikmönnum utan Evrópska efnahagssvæðisins var fækkað úr tveimur í einn á hvert lið. Í samræmi við það var launaþak liðanna lækkað úr 500 þúsund krónum á mánuði í 400 þúsund krónur. Leikmaður utan Evrópu má ekki kosta meira en 200 þúsund á mánuði, áður 300 þúsund. Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Jón Halldórsson voru kosin í stjórn næstu tveggja ára en Hrannar Hólm, Guðjón Þorsteins- son og Örvar Kristjánsson í vara- stjórn. Guðjón fékk gullmerki Þá var Guðjón Þorsteinsson sæmdur Gullmerki KKÍ og ÍSÍ fyrir sín störf í þágu körfuboltans. „Svona lítil merki eru það eina sem þarf til að gleðja vitleysing eins og mig. Svona klapp á bakið gerir mann bara staðfastari í sinni trú og starfi,“ sagði Guðjón, kampakátur eftir þingið. „Þetta var stórkostlegt þing enda ekki við öðru að búast þegar svona er haldið á Ísafirði, sjálfri höfuðborginni,“ bætti Guðjón við hlæjandi við blaðamann Frétta- blaðsins eftir þingið í gær. Að sögn Guðjóns var mætingin á þingið framar öllum vonum. „Það voru 63 þingfulltrúar, sem er stórkostlegt. Fólk hefur svo mikið talað um hversu dýrt sé að fara til Ísafjarðar en þessir aðilar voru greinilega ekkert á því.“ Guðjón sagði að fækkun leik- manna utan EES væri mikið fram- faraskref. Sjálfur átti hann ekki von á að deildin myndi fyllast af leikmönnum innan EES. „Ég held einfaldlega að fólk þori það ekki. Hingað til hefur frammistaða Bosman-leikmanna á Íslandi verið fremur slök. Svo má ekki gleyma að þeir geta orðið mjög dýrir. Ég held að þetta verði til þess að menn fái sér betri Kana og spili meira á eigin mannskap.“ Eins og í gamla daga Fólk má, að mati Guðjóns, eiga von á að staðall bandarískra leik- manna sem rata hingað til lands muni hækka. „Þetta gæti orðið eins og í gamla daga þegar menn fengu að sjá einvígi tveggja frábærra Bandaríkjamanna. Þá mátti sjá menn á borð við David Bevis og Rondey Robinson, sem leiddi af sér öflugar rimmur leikmanna á milli. Á þessum tíma þurftu menn einnig að treysta betur á innlenda leikmenn. Fólk stóð upp og klapp- aði þegar þetta var kunngjört enda er þetta mikið framfaraskref fyrir íslenskan körfubolta,“ segir Guðjón, sem er alltaf að leita nýrra leið til að efla körfuna á Ísafirði sem og úti um allt land. „En svo datt okkur í hug, af því að það eru lausir samningar varðandi Intersportdeildina. KFÍ var að spá í að kaupa deildina og yrði hún þá kölluð KFÍ-deildin. Svo myndum við afhenda bikara og öll verðlaun sem myndu náttúrlega heita KFÍ- bikarinn og þar fram eftir götun- um. Þú mátt skrifa þetta, ný hug- mynd úr smiðju Gauja.“ smari@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Spókaði sig í bænum fjórum árum eftir morðið Atli Helgason dældi bensíni og keypti ís BARA PLÁSS FYRIR EINN Keflvíkingar hafa aðeins pláss fyrir einn Kana á næsta tímabil eins og önnur lið í Intersportdeildinni eftir að reglum um fjölda erlendra leikmanna var breytt á Ársþingi KKÍ um helgina. Það er því ljóst að Anthony Glover og Nick Bradford geta ekki komið báðir aftur á næsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1–0 FYRIR ÞRÓTT Þróttarar tryggðu sér sæti í úrslitaleik deildabikarsins í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Skagamönnum í framlengdum leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Undanúrslit deildabikars karla í knattspyrnu fóru fram í Egilshöllinni í gær: Þróttur og KR komust í úrslitaleikinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.