Fréttablaðið - 29.05.2005, Page 10

Fréttablaðið - 29.05.2005, Page 10
Saga Bakkavarar er lyg- inni líkust. Fyrir fimm árum var það meðalstórt félag í Kauphöllinni sem vantaði verkefni. Í dag er félagið orðið stærsti framleiðandinn á Bret- landsmarkaði í sölu tilbú- inna, ferskra og kældra matvæla. Eggert Þór Að- alsteinsson hitti þá bræð- ur og kynnti sér fyrir- tækið eftir kaupin á Geest. Þegar Bakkavör fór á hlutabréfa- markað á útmánuðum árið 2000 áttu fáir von á því að afkvæmi þeirra Ágústs og Lýðs Guðmunds- sonar yrði á aðeins fimm árum risafyrirtæki sem ræki 42 verk- smiðjur í fimm löndum. Félagið lenti í niðursveiflunni sama ár og sat sem fastast þar til stjórnendur þess festu kaup á Katsouris Fresh Food í nóvember 2001. Þetta þóttu feikilega góð kaup og gaf Bakka- vör tækifæri til að ná góðri fót- festu á Bretlandsmarkaði. Fyrir um ári síðan hóf Bakkavör að kaupa hlutabréf í breska mat- vælaframleiðandanum Geest og lauk þeim kaupum á föstudaginn síðasta þegar 73 milljarðar voru reiddir af hendi til hluthafa Geest. Yfirburðamarkaðsstaða Nýja-Bakkavör, sem verður rekin undir merkjum Geest á Bret- landsmarkaði, verður stærsti framleiðandi tilbúinna kældra og ferskra matvæla á Bretlandi. Markaðshlutdeild félagsins verð- ur um 29 prósent en til saman- burðar er Northern Foods, sem er í öðru sæti, með ellefu prósent af markaðnum og Greencore sjö prósent. „Við erum komnir í úrvals- deildina og í þannig rekstur að við erum með yfirburðastöðu á breska markaðnum í þeim vöru- flokkum sem við framleiðum,“ segir Ágúst Guðmundsson, stjórn- arformaður Bakkavarar. Kannski væri nær að líkja Bakkavör við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni – félagið sem ber höfuð og herðar yfir aðra. Nýja fyrirtækið er fremst í öllum lykilvöruflokkum, frá salati og tilbúnum réttum til ídýfna og pítsa. Með kaupunum fjölgar vöruflokkum Bakkavarar úr fjórum í sautján. Vörurnar, sem eru orðnar 4.500, gefa félag- inu færi á því að ná til allra neyt- enda á Bretlandseyjum. Stjórnendurnir ætla sér ekki langan tíma til að fella saman rekstur Bakkavarar og Geest og stefnt er að því verki verði lokið að fullu fyrir næstu áramót. Lýð- ur Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir að um tímamót sé að ræða í rekstrinum. „Við erum í fyrsta skipti að kaupa fyr- irtæki sem býður upp á raunveru- leg samlegðaráhrif, það er að samræma innkaup, samhæfa kostnað og nýta sömu starfs- krafta.“ Of skuldsettir? Yfirtaka Bakkavarar á Geest verður varla lýst nema sem hálf- gerðu mikilmennskubrjálæði því Geest var með 4,5 sinnum meiri veltu en Bakkavör á síðasta ári. Kaupin hafa verið gagnrýnd og sagt að félagið væri orðið skuld- settasta félag Íslandssögunnar. Stjórnendur Bakkavarar blása á þessar gagnrýnisraddir. „Við erum að fjármagna þessi kaup eingöngu með lántökum sem þýð- ir að þessi fjárfesting á eftir að verða góð fyrir hluthafana okkar. Það er enginn vafi á því að félagið er skuldsett og eiginfjárhlutfallið lágt en á móti kemur að geta fé- lagsins til að greiða þessi kaup er gríðarleg. Það er mikið frjálst sjóðstreymi sem kemur úr þess- um rekstri,“ segja þeir bræður. Vegna getu félagsins til frambúð- ar til að greiða niður skuldir eru bankar eins og Barclays tilbúnir til að lána fyrir kaupunum. Stjórn- endur Bakkavarar eru sannfærðir um að félagið verði fljótt að borga kaupin og benda á að fjárstreymi félagsins sé mun betra en hjá flestum félögum í Kauphöllinni. Þegar Ágúst og Lýður eru spurðir um hvort Bakkavör hugi að skráningu á breska markaðinn hrista þeir hausinn og segja að það sé ekki inni í myndinni. Litið til annarra miða Um 90 prósent af tekjum Bakka- varar Group koma frá Bretlandi. Því má ætla að framtíðarvöxtur verði á öðrum markaðssvæðum þegar haft er til hliðsjónar að „tækifæri til vaxtar á Bretlandi eru stórum minni vegna sam- keppnismála,“ segir Ágúst. „Við stefnum að því að vaxa á Bret- landi með markaðnum. Þegar hlutdeildin er orðin þetta há er orðið ómögulegt að vaxa um 20 prósent líkt og við höfum gert síð- ustu árin. Á liðnum árum hefur markaður með tilbúin matvæli stækkað um tíu prósent á ári þannig að Bakkavör hefur verið að taka til sín markaðshlutdeild samkeppnisaðila,“ bætir hann við. Einn þáttur sem bresk sam- keppnisyfirvöld skoðuðu gaum- gæfilega, áður en þau lögðu bless- un sína yfir kaupin á Geest, var markaðsstaða Bakkavarar og Geest á markaði með ídýfur. Fé- lögin höfðu þar nærri 70 prósenta hlutdeild. Bræðurnir sjá fyrir sér að mestur verði vöxturinn í sölu á tilbúnum ávöxtum og gæðaeftir- réttum en þar situr félagið nær eitt að markaðnum. Markmið Bakkavarar eru tví- þætt: Félagið ætlar sér að ná tök- um á Geest og greiða hratt niður skuldir vegna kaupanna. Hins veg- ar er mikill vilji til að verða heims- þekktur matvælaframleiðandi á sviði tilbúinna ferskra matvæla. Það er verkefni framtíðarinnar. Reksturinn í Evrópu hefur ekki gengið vel og varð tap á síðasta ári. Sýn stjórnenda Bakkavarar er að félagið verði jafn sterkt á Evrópu- markaði og það er á þeim breska. Það myndi þýða að félagið næði sömu yfirburðastöðu í Evrópu. Á orðum Bakkabræðra er al- veg ljóst að þeir horfa í átt til Austurlanda fjær, sérstaklega Kína. Það kæmi annaðhvort til greina að kaupa fyrirtæki í Kína eða stofnsetja eigin verksmiðju. Fjárfesting í Kína myndi ekki síð- ur skila sér vel fyrir starfsemina í Bretlandi en með því móti er hægt að kaupa inn framleiðsluvörur fyrir bresku verksmiðjurnar. All- ir fremstu matvælaframleiðendur heims sem og smásalar hafa beint spjótum sínum að Kína. Tesco, sem er langstærsti viðskiptavinur Bakkavarar í Bretlandi, ætlar sér inn á kínverska markaðinn og er því ljóst að tækifærin eru mikil. Breyttar hefðir Þeir bræður spá mikið í þeim breytingum sem hafa orðið eða eru að verða á neyslumynstri íbúa í Vestur-Evrópu. „Framtíðin í mat- vælageiranum byggist í fyrsta lagi á því að gera matseld þægi- legri og einfaldari fyrir neytand- ann og í öðru lagi að hann geti keypt það sem hann vill, það er að hann geti valið hollan, góðan og þægilegan mat á sanngjörnu verði,“ segir Ágúst. Neytendur munu því spara sér tíma og jafn- vel aura með því að kaupa tilbún- ar matvörur frá fyrirtækjum eins og Bakkavör. En hefðirnar eru ekki síður að breytast þegar kemur að stjórnun fyrirtækja. Keppinautar Bakka- varar hafa átt í vandræðum á sama tíma og skila lægri framlegð en Bakkavör. Bakkabræður eru fullvissir um að stjórnunin hafi mikið um að segja. Þeir telja það vera eina skýringu af hverju Ís- lendingum gengur vel á Bret- landsmarkaði hvað þeir eru fljótir að taka ákvarðanir og ganga hreint til verks. Það er alveg ljóst að Bakka- bræður og aðrir íslenskir fjárfest- ar hafa ekki sagt sitt síðasta. Ágúst segir í gamni að félagið ætli sér heimsyfirráð. En er honum ekki full alvara? ■ 10 29. maí 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Vi› erum komnir í úrvalsdeildina og í flannig rekstur a› vi› erum me› yfirbur›astö›u á breska marka›n- um í fleim vöruflokkum sem vi› framlei›um,“ segir Ágúst Gu›mundsson, stjórnarforma›ur Bakkavarar. Kannski væri nær a› líkja Bakkavör vi› Chelsea í ensku úrvalsdeildinni – félagi› sem ber höfu› og her›ar yfir a›ra. N‡ja fyrirtæki› er fremst í öllum lykilvöruflokkum, frá salati og tilbúnum réttum til íd‡fna og pitsa. STARFI NÁM S A M H L I Ð A Bakkavör lýkur við kaupin á Geest LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR Eftir kaupin á Geest er Bakkavör Group orðin stærsti framleiðandinn á breska markaðnum með tilbúnar, kældar og ferskar matvörur. Selur hlutafé: Magnús úr Samson VIÐSKIPTI Magnús Þorsteinsson hefur selt Björgólfi Guðmunds- syni og Björgólfi Thor Björgólfs- syni hlut sinn í Samson eignar- haldsfélagi ehf. og Samson Hold- ing. Með því eru félögin alfarið í eigu feðganna. Samson-félög- in eiga hluti í Landsbankanum og Burðarási, m ó ð u r f é l a g i Eimskipa. Magnús er aðaleigandi Avion Group, móðurfélags Air Atlanta og Excel Airways og hyggst hér eftir festa fé sitt í almennri flutningastarfsemi og flug- rekstri. - bþg MAGNÚS ÞOR- STEINSSON Ein- beitir sér að fjár- festingum í flug- rekstri og flutn- ingastarfsemi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.