Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 55

Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 55
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 19 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Ríkisstjórn Bretlands telur að samkeppnisyfir- völd í landinu ættu að taka kaup bandaríska auð- kýfingsins Malcolms Glazer á knattspyrnustór- veldinu Manchester United til skoðunar. „Ríkisstjórnin telur að rannsaka eigi hvort Glazer hafi brotið samkeppnislög þegar hann keypti Manchester United. Knattspyrnufélög eiga að vera vel rekin og í góðum tengslum við grasrótina,“ sagði Byron Davies lávarður, fulltrúi stjórnar Verkamannaflokksins í efri deild þings- ins. Davies var að svara fyrirspurn frá flokksbróð- ur sínum, Alfred Morris lávarði, sem einmitt kemur frá Manchesterborg. Morris sagðist hafa miklar áhyggjur af kaupunum og þá sérstaklega því að þau hafi verið fjármögnuð að mestu með lántökum: „Maður hlýtur að spyrja sig hvernig ríkasta knattspyrnulið heims verður á einum degi það skuldsettasta“. Glazer hefur nú rúman 97 prósent hlut í Manchester United undir höndum og virðist yfir- taka hans ekki hafa meiri áhrif en svo að metfjöl- di aðgöngumiða hefur verið seldur fyrir næsta tímabil. -jsk Nýr stjórnarformaður hefur tek- ið við taumunum hjá kínverska knattspyrnuliðinu Liaoning. Sá heppni heitir Zhao Benshan og er frægur grínisti í Kína. Zhao sér meðal annars um vikulegan uppi- standsþátt í Kínverska ríkissjón- varpinu. „Með Zhao innanborðs opnast alveg nýr heimur. Við getum not- að vinsældir hans til að auka tekjur okkar,“ sagði stjórnarmað- urinn Zhung Shuguang. „Ímynd mín er lykillinn að velgengni okkar. Ég tek við starf- inu með það að markmiði að snúa við dæminu og fá áhorfendur aft- ur á völlinn,“ sagði Zhao. Kínverjar stofnuðu í fyrra Of- urdeildina sem er efsta deild þar í landi. Fyrsta árið gekk tiltölu- lega vel en á tímabilinu sem nú stendur yfir hefur hvert hneyk- slið rekið annað og er svo komið að áhorfendur eru hættir að láta sjá sig á vellinum. Í síðustu viku var markvörður toppliðsins Dalian dæmdur í keppnisbann fyrir að hafa vilj- andi hleypt inn mörkum. Mark- vörðurinn kveðst saklaus, kennir um holum í vellinum og segir varnarmenn Dalian ekki í ofur- deildarklassa. -jsk Grínisti verður stjórnarformaður Uppistandarinn Zhao er orðinn stjórnarformaður hjá kínversku knattspyrnuliði. Hvert hneykslið rekur annað í kínversku ofurdeildinni. KÍNVERSKIR KNATTSPYRNUAÐDÁ- ENDUR Kínverska ofurdeildin hefur ekki gengið sem skyldi. Eitt liða deildarinnar freistar þess nú að bjarga fjárhagnum með því að gera landsfrægan grínista að stjórn- arformanni. Braut Glazer samkeppnislög? Skorað hefur verið á samkeppnisyfirvöld að rannsaka yfirtöku Malcolms Glazer á Manchester United. Þingmenn efri deildar hafa áhyggjur af skuldsetningu félagsins. AÐDÁENDUR MANCHESTER UNITED MÓTMÆLA YFIRTÖKU MALCOLMS GLAZER Ekki virðast öll kurl komin til grafar í yfirtöku- málinu enn. Nú vill ríkisstjórn Bretlands að samkeppnisyfirvöld kynni sér málið. Varayfirsaksóknari Rússlands, Vladimír Kolesníkov, segir að Mikhaíl Khodorkovskí verði ekki síðasti rússneski ólígarkinn sem dreginn verður fyrir rétt. Olígarkarnir svokölluðu auðguðust við einkavæðingu rík- isfyrirtækja eftir fall Sovétríkj- anna. Fengu þeir margir fyrir- tæki sín á silfurfati. Khodorkov- skí var á dögunum dæmdur í níu ára fangelsi fyrir fjár- og skatt- svik. ,,Kodorkovskí er bara sá fyrsti,“ sagði Kolesníkov og bætti við: „Þeir eru á flótta und- an réttvísinni. Ef þeir hefðu ekki flúið hefðu þeir kannski fengið mannúðlegri meðferð. Það verð- ur ekki aftur snúið.“ Ekki er vitað nákvæmlega hverja Kolesníkov átti við. - jsk Khodorkovskí ekki sá síðasti MIKHAÍL KHODORKOVSKÍ Bara fyrstur í röðinni. Varayfirsaksóknari Rússlands segir öðrum ólígörkum að vara sig. Eimskip flytur mjöl Kaupa skip til að annast aukna flutninga. Eimskip hefur samið við SR-mjöl hf. og Fóðurblönduna hf. um að annast heildarflutninga á mjöli til og frá landinu og mun félagið festa kaup á nýju skipi í þessu skyni. Annars vegar mun Eim- skip taka að sér að flytja 80 þús- und tonn af fiskimjöli árlega fyr- ir SR-mjöl til áfangastaða í Norð- ur-Evrópu en hins vegar um 60 þúsund tonn árlega af fóðurmjöli til landsins fyrir Fóðurblönduna. Til viðbótar við stórflutninga- skipið Trinket, sem Eimskip á, mun verða keypt sérstaklega skip til að annast þessa auknu flutninga og mun það geta flutt allt að 2.300 tonn í hverri ferð. Samkvæmt samningi við Fóð- urblönduna mun Eimskip taka að sér alla flutninga á fóðri til lands- ins á vegum fyrirtækisins, en Fóðurblandan er stærsti innflytj- andi á fóðri til Íslands. -dh

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.