Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 41
Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður skrifar grein í Morgun- blaðið síðastliðinn föstudag um af- nám vaxtabótakerfisins í núver- andi mynd. Þegar hefur verið hróflað við kerfinu og voru bæt- urnar skertar og var þar nógu langt gengið. Einar virðist gleyma þeirri staðreynd að nú þegar er fjöldinn allur af fólki sem reiknar með þessum bótum. Sumir hafa jafn- vel staðist greiðslumat með þeim inni og hefðu ella ekki staðist það mat. Það er tilgangur vaxtabóta- kerfisins að auðvelda eignalitlu og tekjulitlu fólki að koma sér þaki yfir höfuðuð og þar með að lækka álagið á húsaleigubótunum til lengri tíma litið. Má því segja að vaxtabótakerfið stuðli að því að útgjöld hins opinbera lækki með árunum eða í það minnsta að framlög í þennan málaflokk hækki minna. Hámarksupphæð vaxtabót- anna veldur því að fólk er ekki styrkt til kaupa á rándýru hús- næði. Miðað við 4,15% vexti fást einungis vaxtabætur fyrir þann hluta lánanna sem er undir 11,6 milljónum fyrir einstakling og 18,8 fyrir hjón. Fólk fær sem sagt ekki vaxtabætur fyrir lánum um- fram þessar upphæðir og er ekki hægt að segja að þetta séu yfir- máta háar upphæðir miðað við húsnæðisverðið í dag. Þeir sem hvað mest þurfa á þessum bótum að halda eru ungt fólk sem er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð en þessi hópur er með gríðarlega mikla greiðslubyrði. Afnám vaxtabóta yrði helst á kostnað þessa hóps. Nú þegar verð á íbúðarhús- næði er í sögulegu hámarki væri með afnámi kerfisins verið að verðleggja ungt fólk af markaðn- um. Þetta yrði í mótsögn við hin góðu verk ríkisstjórnarinnar sem með 90% lánum Íbúðalánasjóðs og frumkvæði Framsóknar- flokksins, og ekki síst Árna Magn- ússonar, gerðu íbúðarkaup raun- hæfari valkost fyrir ungt fólk. Aðkoma bankanna hefur lækk- að greiðslubyrðina fyrir okkur neytendur og er það vel en þessi samkeppni á íbúðalánamarkaði hefur orðið til þess að fasteigna- verð hefur hækkað. Að kenna vaxtabótakerfinu um þessar hækkanir er gróf ein- földun. Ungt fólk sem er að koma sér upp íbúðarhúsnæði, er að greiða af námslánum, er að kaupa sér bíl og er með börn á leikskóla getur ekki tekið þessari hugmynd vel. Þessi hópur er með mikið af samneyslunni og á erfitt með það að bæta við sig aukinni greiðslubyrði. Hvernig ætlar þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins að koma til móts við þennan hóp? Höfundur er formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Er þetta rétt? Þórunn Lúðvíksdóttir skrifar Það er ljóst að fleiri en Helgi K. Hjálms- son geta orðið „kjaftstopp“ eins og hann orðar það, við lestur blaðagreinar en þetta henti mig einmitt þegar ég las grein Helga í Fréttablaðinu þann 5. ágúst síðastliðinn. Mann rekur í rogastans við lestur grein- arinnar, hvernig er hægt að koma öllum þessum rangfærslum og útúrsnúning- um á blað? Ég er ein af hinum „svokölluðu“ stuðn- ingsmönnum sr. Hans Markúsar Haf- steinssonar og get tekið undir þau orð Helga að þetta sé allt ein sorgarsaga, en þetta er líka það eina sem ég get viður- kennt sem sannleika í umræddri grein, nema eftirfarandi setningu „Hafi allir skömm af, sem með framferði sínu eru að kljúfa Garðasöfnuð í herðar niður og eyðileggja safnaðarstarfið með slíku framferði“. Þarna er ég sammála Helga, formaður og varaformaður ásamt presti og djákna ættu að hafa þetta hugfast. Að öðru leyti hefði ég sagt að Helgi hefði átt að hafa gamalt máltæki í heiðri en það er „oft er betra að þegja en segja“. Tel ég grein hans ekki svaraverða, og vona og veit að stuðningsmenn og vel- unnarar Hans Markúsar vita hið sanna í málinu. Eitt er það þó í greininni sem vekur at- hygli mína, þar sem ég hefi ítrekað reynt að fá svör við því með tölvupósti til biskupsstofu ásamt opnu bréfi í Fréttablaðinu sem beint var til biskups Íslands, hvers vegna ekki var farið að kirkjulögum og aðalsafnaðarfundur Garðasóknar haldinn í maí, eins og bar að gera. Ég hef ekki haft heppnina með mér, hef engin svör fengið. Helgi K. Hjálmsson virðist hins vegar hafa átt greiðari aðgang að biskupi Íslands en stuðningsmenn Hans Markúsar, sem hafa ekki haft erindi sem erfiði þegar beðið hefur verið um viðtöl, upplýsing- ar og svör við spurningum. Þetta kemur berlega í ljós í eftirfarandi fullyrðingu Helga en þar segir hann orð- rétt í grein sinni: „Ástæðan fyrir að aðalsafnaðarfundur var ekki haldinn í mars var, að í samráði við Biskup var ákveðið að ljúka tilfærslu sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar og ljúka öllu því máli áður en fundurinn yrði haldinn“. Er þetta rétt herra biskup? Þætti vænt um að fá einfalt svar þ.e.a.s. JÁ eða NEI. Afnám vaxtabótakerfisins ska›ar unga fólki› 25FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. JAKOB HRAFNSSON FORMAÐUR SUF UMRÆÐAN VAXTABÆTUR BRÉF TIL BLAÐSINS fieir sem hva› mest flurfa á flessum bótum a› halda eru ungt fólk sem er a› koma sér upp sinni fyrstu íbú› en flessi hópur er me› grí›arlega mikla grei›slubyr›i. Afnám vaxtabóta yr›i helst á kostna› flessa hóps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.