Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 67

Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 67
Leikkonan Keira Knightley seg- ist ekki þakka leikhæfileikum sínum þann frama sem hún hefur náð heldur heppni. Í viðtali við tímaritið Now segir hún að þetta sé allt spurning um að vera á réttum stað. „Ég er hvorki hæfi- leikaríkust né fallegust á svæð- inu,“ segir hin hógværa leikkona. „Myndirnar sem ég hef leikið í hafa gengið vel en það er nær- veru minni ekkert að þakka,“ hafði blaðið eftir henni. Keira vakti fyrst athygli í myndinni Bend it Like Beckham og hefur leikið í hverri stórmyndinni af annarri eftir það. Keira er á lausu eftir að hafa losað sig við írsku fyrirsætuna Jamie Dorman en þau voru sam- an í tvö ár. Keira vildi ekkert ræða um það hvers vegna þau hefðu slitið samvistum en sagði sambönd tveggja einstaklinga vera flókin.“Það er ekkert svart og hvítt í þessu, bara heill hell- ingur af gráum svæðum. Það verður stundum að horfa á heild- armyndina,“ sagði leikkonan sem hefur fengið mikinn stuðn- ing frá fjölskyldu og vinum. „Ég er heppin að hafa góða vini í kringum mig sem ég get rætt um allt við.“ Keira er bara heppin HIN HEPPNA KEIRA Eins og sjá má er Keira einstaklega heppin...með útlit. Hún segist sjálf bara vera lukkunnar pamfíll og frami hennar hafi ekkert með útlit eða leikhæfileika að gera.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.