Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 24
Ekkert undir sólinni er alveg nýtt. Það rifjast upp fyrir mér orð og nú í nýrri merkingu. Þetta orð er að vísu til í Orðabók Háskólans og tengist þar múrverki í öllum dæmum nema einu, sem er sótt í kvæði Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, og þar segir: „Ég opna hjarta mitt, þetta innmúraða búr ljóða minna“ (Fagur er dalur, 1966). Hins vegar minnist ég þess ekki fyrir mína parta að hafa heyrt þetta lýsingarorð áður nema einu sinni, og það var þegar Jimmy Hoffa, verklýðsforinginn, var fyrir mörgum árum múraður inn í brúarstólpa einhvers staðar meðfram New Jersey Turnpike, eða svo er sagt. Lík hans er ófund- ið enn, enda innmúrað. Nú hefur Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, svipt hulunni af Baugsmálinu og eigin- lega gert að engu háværar og harkalegar andbárur nokkurra sjálfstæðismanna og Jóns Ger- alds Sullenberger gegn grun- semdum um pólitísk upptök máls- ins. Nú virðist Morgunblaðsrit- stjórinn hafa tekið af allan vafa um tildrög málsins með því að upplýsa, óvart að því er virðist, að hann hafi ásamt Kjartani Gunn- arssyni, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, og Jónínu Bene- diktsdóttur, frambjóðanda sama flokks, átt aðild eða jafnvel frum- kvæði að lögsókninni á hendur Baugsfeðgum og fjórum mönnum öðrum – lögsókn, sem héraðsdóm- ur taldi ófullnægjandi þrátt fyrir þriggja ára undirbúning og vísaði frá dómi. Vert er að staldra m.a. við þessi ummæli ritstjórans: „En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur.“ Við ónefndan mann? Hvern? Fídel Kastró? Kim Il Sung? Hver er svo hátt settur á ritstjórnar- skrifstofum Morgunblaðsins, að það er ekki þorandi að nefna hann á nafn í skeyti, þar sem sjálfur gullkistuvörður Sjálfstæðis- flokksins er nafngreindur vafn- ingalaust? Hér er mikið í húfi. Fólkið í landinu hlýtur að þurfa að fá að vita, hverjum Jón Steinar Gunn- laugsson, nýskipaður hæstaréttar- dómari, hefur að dómi Morgun- blaðsritstjórans svarið innmúrað- an og ófrávíkjanlegan hollustueið. Lög um dómstóla frá 1998 kveða á um, að dómarar séu „sjálfstæðir í dómstörfum.“ Í lögunum segir ennfremur: „Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra.“ Hvernig getur nokkur maður setið deginum lengur á dómarastóli í Hæstarétti, ef „tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg“? Og hafi innmúruð og ófrávíkjanleg tryggð verið for- senda skipunar Jóns Steinars Gunnlaugssonar í dómarastarf í Hæstarétti, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort aðrir embættis- menn í dómskerfinu hafi þá einnig þurft að sverja innmúraðan og ófrávíkjanlegan hollustueið „við ónefndan mann“? Ýmsar aðrar spurningar vakna við þessar óvæntu uppljóstranir. Hvað ætli eigendum Landsbank- ans finnist um það, að Kjartan Gunnarsson bankaráðsmaður sitji á fundi á ritstjórn Morgunblaðs- ins, þar sem verið er að skipu- leggja lögsókn gegn fyrirtæki, sem varð skömmu síðar einn helzti viðskiptavinur bankans? Hvaða hagsmuni ætli Kjartan hafi verið að verja á þeim fundi? Orð Styrmis Gunnarssonar bregða einnig birtu á það mál. Í ritgerð sinni um formann Sjálfstæðis- flokksins í bókinni Forsætisráð- herrar Íslands (2004) setur Styrm- ir fram þá tilgátu, „ ... að Davíð hafi verið ljóst að áhrifamenn í Framsóknarflokknum, sem jafn- framt stjórna S-hópnum, stefndu leynt og ljóst að því að ná yfirráð- um yfir Búnaðarbankanum (þótt áhugi þeirra hafi í upphafi beinst að Landsbankanum) og að hann mundi ekki geta staðið gegn því og þess vegna talið nauðsynlegt að Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við.“ Þetta getur varla skýrara verið. Í ljósi þeirra upplýsinga, sem liggja nú fyrir og verða ekki ve- fengdar, virðist erfitt að verjast þeirri ályktun, að ritstjóri Morg- unblaðsins hafi ásamt fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins og þáverandi lögmanni blaðs- ins og núverandi hæstaréttardóm- ara – í krafti innmúraðrar og ófrá- víkjanlegrar tryggðar við ónefnd- an mann! – átt aðild eða jafnvel frumkvæði að lögsókninni gegn Baugi. Á þessu stigi er ekki gott að vita, hvernig málinu lýkur. Mætti kannski bjóða Þórólfi Árna- syni að segja af sér? Það gafst vel síðast. ■ Þegar þrír dagar voru liðnir frá uppljóstrun Fréttablaðsins á laugardaginn, sem margir telja að setji Baugsmálið allt í nýtt ljós, óháð stöðu þess í réttarsölunum, mátti greina það á umræðum manna á meðal að þjóðin væri orðin þreytt á hamaganginum og orðasennunum og þyldi vart fleiri fréttir í þessum dúr. Einn helsti álitsgjafi landsmanna andvarpaði og skrifaði í pistli á netinu að málið liti út eins og „léleg sápa“. Samt var það grafalvarlegt og fréttirnar í rauninni ískyggilegar. Úti um allan bæ sögðu menn: „Getum við ekki talað um eitthvað annað?“ Við Íslendingar erum að ýmsu leyti einstök þjóð. Það vita eng- ir betur en við sjálfir. Við erum eins og ein stór fjölskylda. Við erum ríkastir og hamingjusamastir allra manna, búum að ein- stæðum menningararfi, tölum merkilegasta tungumálið, eigum sterkasta karlinn og fegurstu konuna, víkingasveitir kaupsýslu- manna okkar hafa gert rómuð strandhögg utan landsteinanna og ekki er útilokað að við eigum með réttu skilið að vera kölluð gáf- aðasta og skemmtilegasta þjóð veraldar. Um þetta allt getum við lesið í greinum í erlendum blöðum og tímaritum sem stöðugt eru þýddar á okkar ástkæra, ylhýra mál. Það hafa meira að segja ver- ið gerðir um okkur sjónvarpsþættir í útlöndum. Einn skugga ber þó á. Sálfræðingar sem horfa á íslenskt þjóð- félag utan frá þykjast geta merkt í fari okkar algeng fjölskyldu- einkenni sem þeir kenna við óheilbrigði. Þeir kalla þetta „með- virkni“. Við erum svo fámenn og svo nátengd hvert öðru að við höfum tilhneigingu til að skoða öll málefni í persónulegu ljósi frændsemi eða kunningsskapar. Í flestum fjölskyldum eru ein- hverjir brestir sem fólki gengur misjafnlega vel að takast á við; áráttuhegðun, drykkjuskapur, framhjáhald, óyndi, skapbrestir eða eitthvað í þeim dúr. En eitt er flestum slíkum viðureignum sameiginlegt; viðleitnin til að „halda andlitinu“, loka dyrum og gluggum svo nágranninn heyri ekki rifrildið, frétti ekki af hneykslinu, og þráin eftir friði og sáttum eftir erfiðar uppákom- ur. Þetta hvort tveggja, feluleikurinn og sáttarþráin, er svo sterkt og inngróið að oftar en ekki leiðir það til bælingar og kemur í veg fyrir að vandamálin, sem nauðsynlega þarfnast úrlausnar, rati í réttan farveg. Hinir mörgu þættir Baugsmálsins og ýmissa annarra stórmála á undanförnum árum sýna að þó að íslenskt samfélag kunni að vera nútíminn holdi klæddur í okkar eigin augum fer því fjarri að við séum nútímaleg eða upplýst í daglegri glímu okkar við breyskleikana í hinu opinbera lífi þjóðarinnar. Í stað þess að horfast í augu við vandamálin og takast á við þau af þekkingu og hugrekki hneigjumst við til að sópa þeim undir teppi, loka dyrum og gluggum og sussa á aðra í fjölskyldunni. Þessi hneigð er svo rótgróin í fjölskyldusál þjóðarinnar að við gerum okkur sjaldnast grein fyrir því í hvaða fari við erum föst, hvað þá að við áttum okkur á að meðvirkni er óheilbrigt ástand. En út úr þessum víta- hring verðum við að brjótast ef við viljum raunverulega ganga nútímanum á hönd. 29. september 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Náin tengsl í þjóðarfjölskyldunni eru okkur erfið. Me›virkt fljó›félag FRÁ DEGI TIL DAGS Hinir mörgu flættir Baugsmálsins og ‡missa annarra stórmála á undanförnum árum s‡na a› fló a› íslenskt samfélag kunni a› vera nútíminn holdi klæddur í okkar eigin augum fer flví fjarri a› vi› séum nútímaleg e›a uppl‡st í daglegri glímu okkar vi› breyskleikana í hinu opinbera lífi fljó›arinnar. Í sta› fless a› horfast í augu vi› vandamálin og takast á vi› vi› flau af flekk- ingu og hugrekki hneigjumst vi› til a› sópa fleim undir teppi, loka dyrum og gluggum og sussa á a›ra í fjölskyldunni. Í DAG MEÐVIRKIR MÁTTARSTÓLPAR ÞORVALDUR GYLFASON Í ljósi fleirra uppl‡singa, sem liggja nú fyrir og ver›a ekki ve- fengdar, vir›ist erfitt a› verjast fleirri ályktun, a› ritstjóri Morgunbla›sins hafi ásamt framkvæmdastjóra Sjálfstæ›is- flokksins og fláverandi lög- manni bla›sins og núverandi hæstaréttardómara – í krafti innmúra›rar og ófrávíkjan- legrar trygg›ar vi› ónefndan mann! – átt a›ild e›a jafnvel frumkvæ›i a› lögsókninni gegn Baugi. Innmúru› og ófrávíkjanleg trygg› Næsti Bjarni geimfari? Stefán Pálsson, hinn vaski sagnfræðing- ur og bloggari í flokki vinstri grænna, hefur nýverið gert stórmerka uppgötvun og ritað um hana á netið. Stefán komst að því að helsti leiðtogi stuðnings- manna Íraksstríðsins meðal almennings í Bandaríkjunum, Kristinn nokkur Taylor, er af ís- lenskum ættum. Ekki nema von að Stefán velti fyrir sér hvort þessi maður eigi eftir að verða þjóðhetja á Ís- landi og spyrji: „Er hann næsti Bjarni geimfari?“ Þögli meirihlutinn Stefán skrifar á blogg sitt: „Um helgina voru fjölmennar aðgerðir andstæðinga Íraksstríðsins í Washington. Sannar það nokkuð þótt 200 þúsund hafi mótmælt – kynni einhver að spyrja – hvað með þá sem heima sátu, er ekki hinn þögli meirihluti hlynntur stríðinu og situr því heima? Hugmyndin um að þeir sem ekki taki þátt í andófi hljóti að tilheyra þöglum meirihluta sem sé á öndverðri skoðun, er auðveld og þægileg leið til að loka augunum fyrir mótmælum af öllu tagi. Stundum gerist það hins vegar að menn trúa eigin áróðri og hyggjast móbilisera þennan þögla meirihluta. Þá getur niðurstaðan orðið áhugaverð. Um helgina ákváðu stuðningsmenn stríðsins í Írak að sýna klærnar. Þeir boðuðu til aðgerða þar sem lýst var stuðningi við stríðið og mótmælafundi gegn mótmæl- endum.“ Tólf manns mættu En aðgerðirnar „floppuðu illilega“. Stefán skrifar: „Tólf manns í Washington mættu á fund stríðssinna – sem þó hafði verið kynntur í mörgum stórum fjölmiðlum í tengslum við umfjöllun um aðgerðir frið- arsinna. – Pínlegt.“ Um Íslendinginn segir hann: „Kristinn Taylor er að mér sýnist varaformaður þessara samtaka, sem einkum virðast beina spjótum sínum að Sindy Sheehan (mömmunni sem mót- mælir Bush og stríðinu) en hins vegar samsæri homma og lesbía í Bandaríkjun- um.“ Hvort þetta nægir til frægðar heima á Íslandi skal ósagt látið. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.