Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 58
■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Gunnar Guðbjörnsson ten- ór og Antonía Hevesi píanóleikari flytja aríur og ítölsk ljóð eftir Verdi, Donaudy, Buratti og Cilèa á hádegis- tónleikum í Hafnarborg.  20.30 Be bop septett Óskars Guðjónssonar leikur á Djasshátíðar- tónleikum á Kaffi Reykjavík. Septett- inn skipa þeir Óskar Guðjónsson og Ólafur Jónsson á tenórsaxófóna, Jón Páll Bjarnason og Ómar Guð- jónsson á gítara, Jóhann Ásmunds- son á bassa, Pétur Grétarsson á slagverk og Matthías Hemstock á trommur.  22.30 Karmelgebach á Djasshátíð í Þjóðleikhúskjallaranum. Róbert Reynisson leikur á gítar, Tobias Schirrer á saxófón, Noko Meinhold á píanó, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Helgi Svavar Helgason á trommur.  23.00 Kvartettinn Landrover leikur á klúbbi Djasshátíðar á Póstbarnum.  Japanski víbrófónleikarinn Taiko Saito og þýski píanólaikarinn Niko Meinhold leika á miðnæturtónleik- um Djasshátíðar í Þjóðleikhúskjallar- anum. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Nemendaleikhús Listahá- skóla Íslands frumsýnir í samvinnu við CommonNonsense leikritið Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson á litla sviði Borgarleikhússins. Leik- stjórar eru Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir. 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Fös. 30. september Lau. 1. október Lau. 8. október 16. sýn. sun. 02/10 kl. 14 Annie; Solveig 17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind 18. sýn. laug. 22/10 kl. 15 Annie; Solveig STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Lau 1/10 kl. 14, Sun 2/10 kl. 14, Sun 9/10 kl. 14, Sun 16/10 kl. 14 WOYZECK - 5 FORSÝNINGAR Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt. Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000,- Í kvöld kl. 20 UPPSELT, Fö 30/9 kl 20 UPPSELT, Lau 1/10 kl 20 (sýning á ensku), Fi 27/10 kl. 20.HÍBÝLI VINDANNA HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust Su 2/10 kl. 20, fö 7/10 kl. 20, Su 16/10 kl. 20 SALKA VALKA fim 15/10 FRUMSÝNING UPPSELT NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ FORÐIST OKKUR – NEMENDALEIKHÚSIÐ/COMMON NONSENSE Höf. Hugleikur Dagsson Í kvöld Frumsýning UPPSELT Lau 1/10 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 MANNTAFL Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20, RILLJANT ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau 1/10 kl. 16 aukasýn., Lau 1/10 kl. 20 UPPSELT, Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 20 UPPSELT, Su 9/10 kl. 20 UPPSELT, Sun 16/10 kl. 20 AUKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar Fö 31/9 kl. 20, Lau 1/10 kl. 20 LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 22/10 KL. 20, Fi 27/10 kl. 20 Sími miðasölu 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag TVENNU TILBOÐ Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur 5. sýn fös. 31 kl. 20 Örfá sæti 6. sýn lau 1. okt kl. 20 Örfá sæti 7. sýn fös 7 okt Nokkur sæti 8. sýn lau 8 okt UPPSELT 9. sýn fös 14 okt 10. sýn lau 15 okt 11. sýn fös 21 okt 12. sýn lau 22 okt HAFNARFJARÐAR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur SEPTEMBER 27 28 29 30 31 Smáskáldsagan Manntafl eftir aust- urríska rithöfundinn Stefan Zweig hefur heillað unnendur bókmennta frá því hún kom út um miðbik síð- ustu aldar. Ég var mjög ungur að árum þegar ég hlustaði hugfanginn á útvarpsleikgerð sögunnar sem flutt var einhvern tíma snemma á sjö- unda áratugnum. Þá þótti spenn- andi fjölskylduskemmtun að setjast fyrir framan útvarpið og hlusta á góð leikrit. Þessi magnaða saga tók sér ból- festu í huga mér og þegar kom fram á unglingsár greip ég á bókasafninu lítið brúnt kver sem hafði að geyma þessa sögu ásamt annarri eftir sama höfund, flýtti mér með hana heim og las hana með áfergju. Þá rifjuðust strax upp fyrstu kynni mín af þessari sögu og þá orðinn nokkuð eldri með örlítið meiri skilningi naut ég sög- unnar til hins ýtrasta. Það var eink- um þess vegna að ég var fullur til- hlökkunar að sjá Manntafl lifna á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þór Tulinius hefur gert einfalda og aðgengilega leikgerð upp úr þýðingu Þórarins Guðnasonar og þótti mér einkar ánægjulegt og mikil tilbreyt- ing frá hversdagslegum og raunsæ- islegum leiktexta sem alla jafna ber fyrir hlustir manns í samtíma leikrit- um að heyra fallegar myndlíkingar og skáldskap í leikhúsinu. Þrátt fyrir að maður hafi ekki nema mjög tak- markaða og yfirborðslega innsýn í heim skáklistarinnar þá er svo sann- arlega hægt að njóta verksins og sú spenna sem getur falist í því að tefla eina skák kristallast einkar vel í þess- ari litlu sögu. En hún fjallar ekki bara um mann- tafl lífsins heldur færir manni heim sanninn um það hve skammt er á milli þess að rækta með sér hæfi- leika sem geta orðið að snilligáfu og þess að hverfa inn í heim vitfirringar- innar þaðan sem maður á aldrei aft- urkvæmt. Margir eru þeir listamenn- irnir sem feta hið vandrataða einstigi þarna á milli og margir eru þeir sem hafa tortímt sjálfum sér þrátt fyrir snilligáfuna en sem betur fer eru alltaf til þeir sem skilja eftir sig eitt- hvað handa okkur hinum meðaljón- unum til að læra af og gefa okkur möguleika á að komast þó ekki væri nema upp að hliðinni á þeim. Einleikur Þórs Tuliniusar er falleg- ur, smekklegur og einlægur. Hér er það handverk leikarans sem mestu ræður um hvort sýningin heppnast eður ei. Vissulega er einföld og smekkvís leikmynd Rebekku Ránar þénanleg og til þess fallin að styðja við leikarann og sömuleiðis beiting ljósanna í hárfínu samspili við lát- lausa hljóðmynd Davíðs Þórs. En að öllum sem að sýningunni standa ólöstuðum er það túlkun leikarans á sviðinu sem skiptir höfuðmáli. Þór Tulinius er bæði fær og reynd- ur leikari og það kann kollegi hans Hilmir Snær að færa sér í nyt. Hér eru tveir leikarar að vinna saman þar sem annar er í hlutverki leikstjórans. Þessi samvinna skilar sér afskaplega fallega inn í þessa sýningu og það sem rís hæst er lýtalaus einlægni Þórs í túlkun sinni á Dr. B. Þór spinn- ur hárfínan þráð í gegnum þau þrjú lög að vera sögumaður, persónan að segja sögu sína og lifir svo þá at- burðarás sem gerir Dr. B að þeirri brothættu persónu sem við sjáum í byrjun og lok verksins. Inn á milli dregur hann upp úr skúffu sinni aðr- ar persónur á borð við nýríka Amerí- kanann Connor og hinn einþykka sveitadurg sem á að heita margfald- ur heimsmeistari í skák. Þær persónur vekja kátínu áhorf- andans og er það auðvitað alltaf þakklátt, en hin erfiða reynsla Dr. B af einangrunarvist þar sem skynfær- in eru vísvitandi svelt þar til hann drekkur í sig skákbókina góðu segja okkur annars konar sögu af þeim sem ekki nutu þeirrar náðar að geta ræktað mannsandann í friðsamlegu og kærleiksríku umhverfi. Þeirra sem verða undir í valdabrölti og styrjald- arátökum óvandaðra manna sem svífast einskis til að ná markmiðum sínum hversu afkáraleg sem þau kunna að vera. Listamennirnir sem standa að þessari sýningu nálgast viðfangsefni sitt af virðingu og auð- mýkt og gera sér ljóst hve dásam- lega sigra mannsandinn og getur unnið. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Leiklist Eftir: Stefan Zweig Borgarleikhúsið Samvinnuverkefni Þíbilju og L.R. Þýðing: Þórarinn Guðnason. Leikgerð: Þór Tulinius. Leikmynd: Rebekka Rán Samper. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Lýsing: Kári Gíslason. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Leikari: Þór Tulinius Niðurstaða: Listamennirnir sem standa að þessari sýningu nálgast viðfangsefni sitt af virðingu og auðmýkt og gera sér ljóst hve dásamlega sigra mannsandinn og getur unnið. Snilldin og vitfirringin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.