Fréttablaðið - 30.09.2005, Page 33

Fréttablaðið - 30.09.2005, Page 33
7 TAX FREE DAGAR föstudag og laugardag 15% afsláttur Stærðir 0-14 ára Laugavegi 51 • s: 552 2201 Opið mánudag-föstudag 10-18 Laugardag 10-17 Á Hverfisgötu hefur verslunin Júniform verið starfrækt í þrjú ár. Eigendur verslunarinnar eru Andrea Magnúsdóttir og Birta Björnsdóttir. Þær hanna og sauma allar flíkur sem seldar eru í versluninni sjálfar. „Oftast hönnum við flíkurnar saman en stundum í sitthvoru lagi. Birta er búin að vera í barneignarfríi í hálft ár og hefur unnið heima hjá sér og á meðan hef ég unnið hér á Hverfisgötunni,“ segir Andrea. Hún segir að þær séu samt á svipaðri bylgjulengd og svo hitt- ist þær alltaf og beri saman það sem þær hafi verið að gera. „Við erum yfirleitt mjög litaglaðar en núna erum við rosa- lega mikið í svörtu. Það hefur ekki gerst oft. Við erum búnar að vera mjög rómantískar með mikið af gulli en erum núna rokk- aðari með meira svart. Þetta er kannski svona blanda af viktorí- önskum stíl og rokki. Svona Cindy Lauper-stíll með smá pönk- ívafi. Það eru að minnsta kosti ákveðnar breytingar í gangi,“ segir Andrea. Úr rómantíkinni í rokki› Andrea og Birta í Júniform eru samstíga í því sem þær gera. Í Verksmiðjunni á Skóla- vörðustíg kennir ýmissa grasa. Handgerðir skór og heklaðar húfur eru meðal þess sem þar er að finna. Við Skólavörðustíg 4 stendur verksmiðja. Ekki hefðbundin verksmiðja heldur hönnunar- verksmiðja. Þar eru seldar skemmtilegar vörur eftir nokkr- ar íslenskar konur sem leggja metnað sinn í að vinna úr nátt- úrulegu hráefni. Hulda Kristinsdóttir er ein þeirra níu kvenna sem standa á bak við Verksmiðjuna. Hún segir að hópurinn sé góður og hver og ein vinni að sínum hugðarefnum. „Þetta er mjög sterkur hópur. Við erum flestar um og yfir fimm- tugu og búum að mikilli reynslu. Þótt verkefni hverrar og einnar séu ólík smellur þetta allt mjög vel saman og myndar skemmti- lega heild,“ segir Hulda og bætir því við að hönnuðirnir hafi allir einhvers konar hönnunarnám að baki. „Í hópnum eru myndlistar- menn, textílhönnuðir og klæð- skerar svo bakgrunnurinn er fjölbreyttur. Það gerir þetta enn skemmtilegra.“ Verslunin hefur verið starf- rækt með svipuðu sniði við Skólavörðustíg í tvö ár og að sögn Huldu gengur reksturinn vel. „Hingað kemur margt fólk og ferðamennirnir hafa verið einstaklega duglegir að kíkja inn. Við skiptumst á að vera í búðinni og erum bara mjög ánægðar með þetta allt saman. Staðsetningin er líka skemmti- leg og það er alveg meiriháttar að vera hér á Skólavörðustígn- um,“ segir Hulda. Skemmtileg stemning í Verksmi›junni FÖSTUDAGUR 30. september 2005 Belti eftir Maríu unnið úr hlýraroði. Jakki úr íslensku minkaskinni eftir Sunn- evu. Peysa eftir Þorbjörgu. Þæfð ull ofan á prjónaefni. Pils eftir Huldu úr geitarúskinni og hlýra- roði. Trefill og vettlingar eftir Önnu. Hugmyndin að munstrinu kemur frá laufabrauðs- útskurði.Verksmiðjan er til húsa að Skólavörðustíg 4.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.