Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 36
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig í gær, 4. október. Stýrivextir bankans rru þá komnir í 10,25 prósent og hafa hækkað um tæp fimm prósentustig frá því í maí á síðasta ári. Var þetta meiri hækkun en spáð hafði verið af starfsfólki fjármálafyrir- tækja. „Með því að taka svo stórt skref að þessu sinni tekst vonandi að sannfæra einstaklinga, fyrirtæki og fjármálamarkaðinn um að Seðla- bankanum sé full alvara með að halda verð- bólgu sem næst verðbólgumarkmiði bankans á næstu tveimur árum og til lengri tíma þótt það kunni um tíma að koma hart niður á ýms- um atvinnugreinum,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, fráfarandi seðlabankastjóri, þegar hann kynnti hækkunina. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum, en hún mældist 4,8 prósent í september. Sá ferill sem fer af stað þegar stýri- vextir hækka þangað til ákvörðunin hefur áhrif á verðbólgu kallast miðlun- arferli peningamálastefnunnar. Pen- ingamálastefna er sú stefna sem seðla- bankinn fylgir til að ná markmiðum sínum. Rannsóknir sýna að það tekur allt að tvö ár að vaxtahækkun komi að fullu fram í minnkandi innlendri verð- bólgu. En áhrif á suma þætti koma fram strax til dæmis á væntingar. FYRST ÁHRIF Á FJÁRMÁLAKERFIÐ SVO FÓLKIÐ Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur Seðlabankans, segir að fyrsti hluti miðlunarferlisins sé í gegnum fjár- málakerfið. Almennt séð valdi ófyrir- séð hækkun stýrivaxta því að langtíma- vextir hækka, verð á eignum lækkar, peningamagn í umferð dregst saman og gengi innlends gjaldmiðils styrkist. Þessi áhrif komi yfirleitt mjög fljótt fram, innan nokkurra mánaða, en áhrif- in séu hins vegar breytileg og ráðist af þáttum eins og stöðu hagkerfisins, væntingum almennings og trúverðug- leika Seðlabankans. „Með því að hafa áhrif á vexti, eignaverð, gengi innlends gjaldmiðils og peningamagn í umferð hefur pen- ingastefnan áhrif á hegðun einstak- linga eftir mismunandi leiðum,“ segir Þórarinn í grein um miðlunarferli Seðlabankans sem birtist í Peningamál- um í desember 2004. Með öðrum orðum þá leiðir hækkun vaxta til þess að hagstæðara verður að spara og óhagstæðara að skulda – til dæmis yfirdráttarlán, sem teljast til skammtímaskulda. Neysla í dag er orð- in hlutfallslega dýrari miðað við neyslu í framtíðinni. Þar gætir áhrifa vaxta- hækkana fljótt í fjármálakerfinu. Óljósara er með langtímaskuldir þar sem mikið af þeim er með föstum vöxt- un en þau lán sem eru með breytilegum vöxtum hækka væntanlega fljótlega eftir vaxtahækkun. Birgir Ísleifur sagði í samtali við Markaðinn að Seðla- banki Íslands ætti í sambærilegum vanda og Seðlabanki Bandaríkjanna; vextir af langtímalánum færu ekki upp þrátt fyrir hækkun stýrivaxta. Vaxtahækkun hefur þannig áhrif á ákvarðanir einstaklinga varðandi út- gjöld. Þar sem ráðstöfunartekjur minnka dregur að öllu jöfnu úr útgjöldum fólks. Svipaða sögu er að segja um áhrifin á fyrirtækin. Eins er almenna reglan sú sam- kvæmt hagfræðinni að eignir, eins og hluta- bréf og húsnæði, lækki við vaxtahækkun. Dýrara er að fjármagna íbúðarkaup og eftir- spurn minnkar í kjölfarið. Þar sem þessar eignir eru stór hluti af eignum flestra ætti neysla að dragast saman þar sem auður hefur minnkað. HAGNAÐUR FYRIRTÆKJA MINNKAR Ef gengi hækkar eins og raunin varð við óvænta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú þá leiðir það til þess að innfluttar vörur og þjónusta verða hlutfallslega ódýrari en áður miðað við innlendar vörur. Það beinir eftir- spurninni út úr hagkerfinu með breyttri sam- setningu neysluútgjalda. Ef einstaklingar hins vegar skulda í erlendri mynt en hafa tekjur í krónum þá verður vaxtabyrðin léttari þegar gengi krónunnar styrkist. Þessi áhrif geta svo aftur dregið úr áhrifamætti peninga- stefnunnar. Þórarinn G. Pétursson segir að yfirleitt valdi vaxtahækkun seðlabanka því að fjár- festingar og umsvif fyrirtækja dragast sam- an. Hjá þeim fyrirtækjum sem fjármagni sig með bankalánum, eða eftir öðrum leiðum sem tengdar eru þróun innlendra skammtíma- vaxta, hækki lántökukostnaður og hagnaður minnki. Þó beri að hafa í huga að sum fyrir- tæki, til dæmis þau sem hafa lítið af skamm- tímaeignum eða -skuldum, verði líklega fyrir litlum beinum áhrifum af vaxtabreytingum. Þórarinn segir því að peningastefnan hafi áhrif á útgjaldaákvarðanir fyrirtækja eftir margvíslegum leiðum. Erfitt sé að segja fyrir um hversu mikil þessi áhrif séu og stundum gætu þau verið öfug. Líklegt sé að þau ráðist meðal annars af því hvernig væntingar fyrir- tækja verði fyrir áhrifum peningastefnunnar. ÁHRIF Á EFTIRSPURN OG VERÐBÓLGU Þegar allar ákvarðanir einstaklinga og fyrir- tækja í landinu eru lagðar saman eru áhrifin þau að eftirspurn dregst saman í kjölfar hækkunar stýrivaxta. Teknar eru ákvarðanir, almennt séð, um það að draga úr útgjöldum og neyslu. Þetta getur svo aftur haft áhrif á aðra einstaklinga sem jafnvel urðu ekki fyrir neinum beinum áhrifum af peningamála- stefnunni. Heildareftirspurnin dregst saman eða vex ekki jafn hratt og áður. „Aðeins á því framleiðslustigi þar sem inn- lend eftirspurn samsvarar framleiðslugetu hagkerfisins getur verðbólga orðið stöðug,“ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkuðu í gær. Það getur tekið allt að tvö ár þar til áhrifin eru að fullu komin fram. Þetta er prófraun peningastefnunnar að mati Birgis Ísleifs Gunnarssonar. Verði verðbólg- an áfram langt frá markmiðum Seðlabankans bíði trúverðugleiki bankans skaða sem erfitt verði að endurheimta. Björgvin Guðmundsson útskýrir hvernig vaxtaákvarðanir hafa áhrif út í hagkerfið. Trúverðugleiki Seðlabankans að veði Verðbólgumarkmið Seðla- bankans var tekið upp í lok mars árið 2001. Seinni helming síðustu aldar var rekin svokölluð fastgeng- isstefna af ýmsu tagi sem miðaði við gengisskrán- ingu íslensku krónunnar. Seðlabankinn hafði nær ekkert sjálfstæði og var stjórnað með íhlutun rík- isstjórna og ráðherra. Hins vegar voru engar forsendur til að stíga það skref sem stigið var árið 2001 þar sem umgjörð peningamála var mjög frábrugðin því sem nú er. Sem dæmi voru ekki fjár- málamarkaðir eins og nú þekkist og skipulegur millibankamarkaður fyrir gjaldeyri tók fyrst til starfa árið 1993. Árið 1995 voru svo fjármagnsflutn- ingar gefnir frjálsir. Fljót- lega eftir áramótin 2001 reyndist Seðlabankanum erfitt að framfylgja fast- gengisstefnu sinni og var lögum um bankann breytt í kjölfarið. Gengi krón- unnar látið ráðast á gjaldeyrismarkaði og verðbólgumarkmið tekið upp. GEIR HALLGRÍMSSON OG DAVÍÐ ODDSSON Pólitísk afskipti af Seðlabankanum voru mikil þegar Geir settist í stól seðlabankastjóra árið 1986. Þá var afkoma sjávarútvegsins lykilatriði í íslensku efnahagslífi og tók peningamálastefnan mið af því. Nú þegar Davíð tekur við seinnihluta október hafa pólitísk ítök í Seðlabankanum minnkað mikið. Þó skipar forsætis- ráðherra seðlabankastjóra og bankaráð er skipað af Alþingi, enda er þetta ríkisbanki. Markmið og verkfæri Seðlabankans 1 9 0 4 - 1 9 4 5 Hagstjórnarmarkmið: stöðugt verðlag. Millimarkmið: Fastgengi miðað við gullfót eða pund. Stýritæki: Forvextir víxla hjá Landsbankanum, síðar alls kyns höft. 1 9 4 5 - 1 9 6 0 Hagstjórnarmarkmið: stöðugt verðlag, stöðug atvinna. Millimarkmið: Sveigjanlegt fast- gengi m.v. Bretton Woods. Stýritæki: Höft á flestu mögulegu. 1 9 6 0 - 1 9 7 2 Hagstjórnarmarkmið: stöðug at- vinna, stöðugt verðlag. Millimarkmið: Sveigjanlegt fast- gengi m.v. Bretton Woods. Stýritæki: Gengisskráning krón- unnar og höft á fjármagnsmarkaði. 1 9 7 2 - 1 9 8 9 Hagstjórnarmarkmið: stöðug at- vinna. Millimarkmið: jafnvægi í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Stýritæki: Gengisskráning krón- unnar og höft á fjármagnsmarkaði. 1 9 8 9 - 2 0 0 1 Hagstjórnarmarkmið: stöðug verð- bólga, stöðug atvinna. Millimarkmið: fastgengi krónunnar við myntkörfu. Stýritæki: Gengisskráning krón- unnar og vextir á millibankamark- aði 1989-1998. Vextir í endurhverf- anlegum viðskiptum eftir 1998. Lausafjárkvaðir 1999-2000. 2 0 0 1 - Hagstjórnarmarkmið: stöðug verð- bólga – verðbólgumarkmið. Millimarkmið: Tveggja ára verð- bólguspá Seðlabankans. Stýritæki: Vextir í endurhverfan- legum viðskiptum. Hagstjórnarmarkmið er lokamarkmið sem peningamálastefnunni er ætlað að ná. Millimarkmið eru atriði sem skipta miklu mál i fyrir framgang hagstjórnarmarkmiðs eins og til dæmis verðbólguspá Seðlabankans. Styritæki eru atriði sem eru undir beinni stjórn Seðlabankans og hann notar til að ná markmiðum sínum. Helsta stjórntæki Seðlabankans er svokölluð endur- hverf verðbréfavið- skipti við lána- stofnanir. Í endur- hverfum kaupum lánar Seðlabankinn fé gegn veði í verð- bréfum og gengur lánið til baka að 7 dögum liðnum. Hvati viðskiptanna er að lánastofnanir þurfa stundum laust fé í takmarkaðan tíma og geta fengið það frá Seðlabank- anum. Seðlabank- inn hefur þá áhrif á vaxtastigið í land- inu með því að ákveða vextina í þessum viðskiptum. Lánastofnanirnar þurfa svo að lána féð áfram á jafnhá- um eða hærri vöxt- um til viðskiptavina til að tapa ekki á viðskiptum við Seðlabankann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.