Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 31
                        ! ""# $    #    %         &  ' (           ! "  # "$    %& &  ' ( )"$ *   %&&  +++,  Hinn 5. október árið 1969 var fyrsti þáttur Monty Python’s Flying Circus sýndur á bresku sjónvarpsstöðinni BBC. Alls komu út 45 þættir í þáttaröðinni, sem naut gríðarlegra vinsælda. Monty Python-leikhópurinn starfaði ekki eingöngu í sjón- varpi heldur gerði hópurinn kvikmyndir og stóð fyrir leik- sýningum og uppistandi jafn- framt því sem bækur hafa verið skrifaðar og tölvuleikir hannað- ir tengdir leikhópnum. Monty Python-leikhópurinn er talinn vera einn mesti áhrifa- valdur breskrar kímnigáfu og oft hefur því verið fleygt fram að hópurinn hafi gert það sama fyrir húmor og Bítlarnir gerðu fyrir tónlist. Þrír af meðlimum Monty Python-leikhópsins komust á lista yfir fimmtíu fyndnustu grínista sögunnar. Þar lenti John Cleese í öðru sæti en hann er sennilega þekktasti meðlimur leikhópsins. Allir í Monty Python-leik- hópnum voru háskólamenntaðir og höfðu brandarar þeirra oft skírskotanir í þekkta heimspek- inga og fræðimenn. Þeir gerðu mikið grín að skapgerðarein- kennum Breta og það var ekki óalgengt að pólitískar meiningar þeirra slæddust með. Félögun- um var mjög umhugað um að skapa sinn eigin stíl og tókst þeim svo vel upp að að talað er um „pythonskan“ stíl þegar fjallað er um efni af svipuðum toga og þeirra. Það hugtak fyrir- finnst meira að segja í orðabók- um og merkir „fáránlegur og súrrealískur húmor“. Eftirlifandi fimm meðlimir Monty Python reka nú saman fyrirtækið Python Pictures en sjötti meðlimurinn, Graham Chapman, lést árið 1989. Hópur- inn hefur ekki unnið saman sem heild að ráði síðan bíómyndin The Meaning of Life kom út árið 1983 en kom þó saman á sviði árið 1998 í fyrsta sinn í átján ár. Þá höfðu félagarnir með sér krukku sem þeir fullyrtu að innihéldi ösku Chapmans. Fyrir slysni helltist úr krukkunni og var askan svo ryksuguð upp af sviðinu. Reglulega hafa komið upp sögusagnir um að hópurinn sé í þann mund að taka saman aftur og tekur Eric Idle, einn meðlima hópsins, undir það og segir það muni gerast „jafn- skjótt og Graham Chapman rísi upp frá dauðum“. S Ö G U H O R N I Ð Monty Python birtist MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 7 Ú T L Ö N D LEIKHÓPURINN MONTY PYTHON Gerði það sama fyrir húmorinn og Bítlarnir gerðu fyrir tónlistina. Hæstiréttur Kanada hefur úr- skurðað að héraðið Breska Kól- umbía megi halda áfram lögsókn á hendur þremur stærstu tóbaks- fyrirtækjum Kanada, Imperial Tobacco Ltd., JTI-Macdonald Corp. og Rothmans Benson & Hedges Inc., auk nokkurra er- lendra framleiðenda. Undirbún- ingur lögsóknarinnar hófst árið 1998 þegar ný lög tóku gildi sem áttu að auðvelda lögsóknir á hendur tóbaksfyrirtækjum. Málaferlunum var skotið á frest á meðan tóbaksfyrirtækin leituðu réttar síns frammi fyrir Hæstarétti Kanada. Dómararnir hafa nú hafnað rökum tóbaksfyr- irtækjanna um óréttmæti lög- gjafarinnar og getur því Breska Kólumbía haldið áfram lögsókn- inni. Breska Kólumbía mun krefj- ast allt að tíu milljarða dollara af tóbaksfyrirtækjunum vegna kostnaðar heilbrigðiskerfisins af völdum reykinga. Málaferlin munu hafa mikið fordæmisgildi í Kanada og er talið líklegt að önn- ur kanadísk sveitarfélög komi í kjölfarið. - hhs Réttað yfir stjórnendum Parmalat Calisto Tanzi, stofnandi fyrirtækisins Parmalat, sér fram á tíu ára fangelsis- dóm eftir eitt stærsta fjármálasvindl Evrópusögunnar. Réttarhöld eru nú hafin í Mílanó yfir fyrrverandi stjórnendum ítalska mjólkur- og matvæla- framleiðandans Parmalat. Fyrir- tækið var lýst gjaldþrota árið 2003 eftir að upp komst um stærsta fjármálasvindl Evrópu- sögunnar. Stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, Calisto Tanzi, var þekktur sem Calisto hinn mikli og var mikils metinn í ítölsku við- skiptalífi. Fyrirtækið óx hratt eftir að það var skráð á markað árið 1990 og fjárfesti meðal annars í er- lendum matvælafyrirtækjum og suður-amerískum fótboltaliðum. Jafnframt því veitti Tanzi háum fjárhæðum til góðgerðamála og stjórnmálaflokka og naut mikils velvilja almennings og stjórn- valda. Sögusagnir um slæma fjár- hagsstöðu fyrirtækisins tóku að berast árið 2003 þegar stóð á greiðslum til bænda fyrir fram- leiðslu sína og rannsókn var sett af stað. Kom þá í ljós að þeir fjór- ir milljarðar Bandaríkjadala sem fyrirtækið hafði skráða á banka- bók á Cayman-eyjum voru ekki annað en tölur á tölvuskjá, veldið hrundi eins og spilaborg og úr varð stærsta fjármálasvindl Evr- ópusögunnar. Tanzi og félagar fengu ekki hlýjar móttökur við komuna í réttarsalinn enda hafði fall Parmalat víðtæk áhrif og margir fjárfestar misstu aleigu sína. Tanzi stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisdómi verði hann sakfelldur. - hhs ÞEKKT VÖRUMERKI Á ÍTALÍU Parmalat framleiðir allar gerðir af mjólkurafurðum auk annarra matvæla. Mega lögsækja tóbaksfyrirtækin HÆTTULEGAR HEILSUNNI Breska Kól- umbía hefur nú fengið heimild til að krefja kanadísk tóbaksfyrirtæki um bætur fyrir heilsuspjöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.