Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG ��� ��� ������� �������� ���� �������������� ������������������������������ �� ���� �������������� ���������� ���� ������� ������� ��������������������� 6. október 2005 – 269. tölublað – 5. árgangur Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR BERND OGRODNIK Gerir nýjar brúður fyrir jóladagatal Stöðvar 2 FÓLK 50  RIGNING EÐA SKÚRIR sunnan og vestan til en yfirleitt þurrt á Norð- austurlandi og skýjað með köflum. Dregur úr vætu og léttir til vestanlands um eða eftir hádegi. Hiti 5-10 stig. VEÐUR 4 FELLIBYLUR Minnst sextíu og sex eru taldir hafa látist af völdum fellibylsins Stans í Mið-Ameríku en hann gekk á land í Mexíkó í gærmorgun. Stan olli þungum búsifjum í El Salvador, Gvatemala og Hondúr- as þar sem þúsundir manna haf- ast enn við í neyðarskýlum. Verst er ástandið í El Salvador, þar sem fimmtíu manns hafa far- ist af völdum mikilla aurskriða. Þar hefur neyðarástandi verið lýst yfir og forseti landsins segir mikla hættu á frekari skriðum um allt land. Enn hafa ekki borist fregnir af mannfalli í Mexíkó en margir hafa þegar yfirgefið heimili sín í sveitahéruðum. Loka þurfti þjóð- vegum vegna vatnselgs. Spáð hefur verið rigningu næstu daga og óttast yfirvöld í Mið-Ameríku að aurskriður falli úr fjöllum á bæi neðan við þau. ■ Fellibylurinn Stan: Á sjöunda tug taldir af EFNAHAGSMÁL Verðtryggðir vextir hafa ekki verið hærri í eitt ár, en raunávöxtunarkrafa þeirra fór í 3,8 prósent á skuldabréfamarkaði í gær. Þetta getur leitt til þess að vextir á fasteignalánum hækki í 4,4 prósent úr 4,15 prósentum. „Ef Íbúðalánasjóður heldur 60 punkta álagi á lánum sínum, mun krafan hækka aftur í 4,4 prósent eftir næsta útboð sjóðsins,“ segir í hálffimm fréttum KB banka í gær. Bankinn spáir því að fasteigna- verð muni lækka ef Íbúðalána- sjóður hækkar vexti sína. Töluverð hækkun hefur orðið á vöxtum bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa frá því að Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta í síðustu viku. - eþa Verðtryggðir vextir: Vextir lána gætu hækkað FJÁRNÁM „Ég bara seldi húsið mitt til þess að eiga fyrir lögfræði- kostnaði og hugsanlegum sektum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Dómstóll í Eng- landi hefur dæmt hann til þess að greiða Jóni Ólafssyni, kaupsýslu- manni þar í landi, tólf milljónir króna í skaðabætur fyrir meið- andi ummæli Hannesar um Jón á vef háskólans. „Ég sagði bara það sem satt var að því hafi verið haldið fram að Jón hafi stundað ólögmæta viðskiptahætti á sínum tíma,“ segir Hannes. Hjá Fasteignamati ríkisins fengust þær upplýsingar að fast- eignafélagið Skipholt ehf. hafi keypt húseignina að Hringbraut 24 af Hannesi hinn 1. september síðastliðinn. Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, er aðaleigandi Skipholts. „Ef ég þarf að borga þessar tólf milljónir þá borga ég þær bara,“ segir Hannes. „Ef Hannes mætir ekki til sýslumanns á morgun verður hann handtekinn,“ segir Jón Ólafsson , sem fer fram á fjár- nám í eigum Hannesar ef hann reynist ekki vera borgunar- maður. Hann segist ekki munu hika við að óska eftir því að Hannes verði handtekinn. Fyrir- hugað fjárnám verður tekið fyrir hjá Sýslumanni í dag. Hannes segir að sér þyki undarlegt ef hægt sé að kæra sig fyrir ummæli á Íslandi um íslenskan mann í landi þar sem löggjöfin sé mun strangari og bjóði upp á hærri sektir en ger- ist hér á landi. Hann hyggur að með þessu sé opnað fyrir þann mögulega að hægt sé að þagga niður í hverjum þeim sem tjá sig um „ríka menn í útlöndum“ eins og hann orðar það. Hann telur að það geti orðið til þess að setja tjáningarfrelsinu skorður. - saj Selur húsið fyrir sektinni Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor hefur selt hús sitt við Hringbraut fyrirtæki í eigu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Enskur dómur hefur úrskurðað að Hannes skuli greiða Jóni Ólafssyni tólf milljónir í bætur fyrir meiðyrði. Rándýr Eyjapeyi Markahæsti leik- maður Svíþjóðar, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, er verðlagður á 250 milljónir króna og ef að líkum lætur yfir- gefur hann Svíþjóð fyrr frekar en síðar. ÍÞRÓTTIR 32 HÆTTUÁSTAND Í MEXÍKÓ Hermaður heldur á barni í borginni Veracruz sem er um 300 kílómetrum austan við Mexíkóborg. Tugir manna hafa farist í Mið-Ameríku eftir að fellibylurinn Stan gekk þar yfir. LÖGREGLUMÁL „Netþjónninn okkar var afritaður og einhver fleiri gögn voru tekin. Ég fæ svo lista yfir það hvaða gögn nákvæm- lega þeir tóku,“ segir Jóhannes B. Skúlason, annar eigenda fyrirtæk- isins Skúlason ehf. Jóhannes segir að hann og starfsfólk sitt hafi reynt að aðstoða lögregluna eftir fremsta megni við leitina. Efnahagsdeild Ríkislögreglu- stjóra gerði ítarlega leit í fyrir- tækinu í gær. Leitin var gerð að beiðni breskra lögregluyfirvalda vegna rannsóknar á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Samkvæmt tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra beinist breska rannsóknin að meintri blekkingarstarfsemi við sölu hlutabréfa og því að koma afrakstri sölunnar undan. Rann- sókn málsins teygir anga sína vítt og breitt um Evrópu. Auk þess að gera leit í Skúla- son var gerð húsleit í einkaheimili í Reykjavík. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildar unnu í mál- inu í gær. Skúlason ehf. veitir fyrirtækj- um símaþjónustu bæði við svörun og hringingar ásamt annari kynn- ingar- og markaðsvinnu. - saj Bresk efnahagsbrotarannsókn teygir anga sína hingað til lands: Rannsókn á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti HRINGBRAUT 24 Fasteignafélag í eigu Kjartans Gunnarssonar hefur keypt hús Hannesar Hólmsteins. Myndarlegur í eldhúsinu Júlíus Vífill Ingvarsson kann réttu handtökin í eldhúsinu. Hann gefur lesend- um uppskrift af ítölskum rétti. MATUR 42 Þannig eiga blöð að vera Höfuðhlutverk dagblaða og annarra fjölmiðla í einræðis- ríkjum er beinlínis að villa um fyrir fólki, ýmist með beinum lygum eða óbeint með því að þegja um ýmis mál. Í DAG 22 SKÚLASON EHF. Efnahagsbrotadeildin afritaði netþjón og tók gögn í húsleit sem framkvæmd var í gær. UNNUR MARÍA BERGSVEINSDÓTTIR Hægt að gera nær allt með sleif heimili • heilsa • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.