Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2005, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 06.10.2005, Qupperneq 22
20 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Seldi Kjartani húsið til að borga Jóni Ó. DV2x15 5.10.2005 21:09 Page 1 hagur heimilanna 24 .0 00 k r. 25 .2 00 k r. 28 .8 96 k r. 200320001990 19 .4 64 k r. 1995 Í ljós hefur komið að Bónus remúlaði með best fyrir dag- setninguna 09.01.06 eða fyrr inniheldur örveruna Bacillus cereus yfir viðmiðunarmörkum. Krydd sem notað hefur verið í framleiðsluna reyndist innihalda þessa örveru. Sölu vörunnar, sem eingöngu hefur fengist í verslunum Bónuss, hefur þegar verið hætt. Neytendur sem hafa keypt remúlaði með þessari dagsetningu geta skilað því til verslana Bónuss. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisfulltrúa hjá Reykjavíkurborg er þó ekki talið að varan geti verið hættuleg neytendum. GÓÐ HÚSRÁÐ ■ Felix Bergsson Felix Bergsson hvetur fólk til að hætta að borða hvít hrísgrjón og fara frekar að nota íslenskt bygg. Byggið þarf hins vegar að sjóða mjög lengi, allt að klukkutíma, til að það sé almennilegt. Felix mælir því með því að sjóða stóran pott af byggi og eiga síðan í kæli en það geymist hátt í viku. „Síðan getur maður hitað það upp í örbylgj- unni eða jafnvel smellt því á pönnu með smá olíu og basilikum,“ segir Felix, sem finnst byggið rosalega gott og það komi algerlega í staðinn fyrir hvít hrís- grjón. Byggið segir Felix að sé hægt að kaupa úti um allt en sjálfur kaupir hann það í Melabúðinni. Það var fjölskylduá- kvörðun að hætta að nota hveiti, sykur og hvít hrísgrjón sem þykja ekki holl. Ein bestu kaup lífs síns gerði Guðrún Ögmundsdóttir hjá hjálpræðis- hernum í Danmörku. Hún var námsmaður þar á árunum 1979 til 1985 og þá hafði hún eins og aðrir námsmenn lítið fé á milli handanna. „Þar gat maður keypt svo mikið af sniðugum hlutum fyrir lítinn pening,“ minnist Guðrún, sem keypti allt frá bollum til stórra húsgagna. Sumt af því sem hún fjárfesti í þá á hún enn í dag, þar á meðal flott gamalt borð. „Það hefði verið mjög dýrt ef það hefði verið á antiksölu,“ segir Guðrún, sem segir borðið enn í notkun í dag en er þó að hugsa um að halla því bráðum. Guðrúnu eru engin ein verstu kaup minnisstæðari en önnur. „Það eru einhver flýtiútsölukaup, einhver panikkaup þegar maður heldur að mann vanti föt. Þá kaupir maður tóma vitleysu,“ segir Guðrún og hlær. „Það er mörg peysan sem hefur farið beint til Rauða krossins,“ bætir hún við. „Maður kaupir oft einhverja bölvaða vitleysu,“ segir Guðrún, sem reynir nú orðið að flýta sér hægt á útsölum. Hún þorir ekki að skjóta á hve miklum peningum hún hafi varið í útsöluföt sem hún fór aldrei í en segist þó viss um að þau góðu kaup sem hún hafi gert í gegnum tíðina vegi upp á móti þeim slæmu. NEYTANDINN: GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR ALÞINGISKONA Bestu kaupin hjá Hjálpræðishernum Umhverfisstofnun varar við of mikilli vítamínneyslu og hvetur fólk til að kynna sér næringargildi matvæla. Ofneysla vítamína getur verið skaðleg að sögn Jóhönnu E. Torfa- dóttur, sérfræðings á matvæla- sviði Umhverfisstofnunar, og varar hún sérstaklega við vítam- ínbættum drykkjum. „Þegar fólk borðar venjuleg matvæli, sem hvorki vítamínum né steinefnum hefur verið bætt út í, fær það hæfilegt magn þess- ara efna. Ekki er hægt að borða það mikið af venjulegum mat að fólk fái of mikið af þeim,“ segir Jóhanna og bætir við að undan- tekningin frá þessari reglu sé lifur, sem er óvenjurík af A-víta- mínum. Það sem ber að gjalda var- hug við er vítamínbættir drykk- ir „Líkaminn verður ekki jafn saddur af drykkjum og af mat,“ segir Jóhanna. „Þannig getur fólk fengið miklu meira, og raunar of mikið, af vítamínum en honum er hollt.“ Af þeirri ástæðu óttast Umhverfisstofnun vítamínbætta drykki. Fólk sem neytir fjölvítamína til viðbótar við vítamín- eða stein- efnabættan mat getur átt á hættu að innbyrða of mikið af vítamín- um. Jóhanna segir ástæðu fyrir þá sem svo er ástatt um að vara sig. „Það er auðvelt að fara langt yfir þau hættumörk sem Mat- vælaöryggisstofnun Evrópu hefur skilgreint og þeir sem neyta fæðu- bótarefna í ofanálag gætu verið í hættu.“ Jóhanna varar sérstaklega við að börn neyti vítamín- og stein- efnabættra matvæla í miklum mæli, sérstaklega þar sem flest þeirra taka lýsi og jafnvel barna- vítamín. Hún hvetur því fólk til að kynna sér innihald matvæla og kynna sér næringagildið. „Fólk verður hreinlega að leggja saman innihaldið til að gæta sín.“ Margvísleg hætta getur fylgt ofneyslu vítamína og má þar nefna fósturskaða og skemmdir á lifur. Ofneysla vítamína getur verið skaðleg JÓHANNA E. TORFADÓTTIR Varar við að börn neyti vítamín- og steinefnabættra matvæla í miklum mæli, sérstaklega þar sem flest þeirra taka lýsi og jafnvel barnavítamín. Kuldakastið í lok september virðist hafa hleypt nokkru lífi í dekkjaviðskipti landsmanna en þá flykktist fjöldi fólks með bíla sína á dekkjaverkstæði til að skipta yfir í vetrardekkin. Stefán Ásgrímsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir þó að dekkjaskiptingar séu mjög svipaðar í ár og síðustu ár á höfuð- borgarsvæðinu. Að öllum líkind- um séu þær þó líflegri fyrir norð- an þar sem veðrið hefur verið kaldara. Í sama streng tekur starfsmaður hjá Dekkjatorginu á Akureyri sem segir viðskiptin fara líflega af stað í haust. Þar sé mest selt af loftbóludekkjum en nagladekkin fylgi fast á hæla þeirra. Vinsældir hinna mismunandi vetrardekkja virðast vera nokk- urs konar trúarbrögð og eru nagladekkin til að mynda vinsælli hjá viðskiptavinum Dekkjalagers- ins á höfuðborgarsvæðinu. Stefán segir enga rannsókn til um hlut- fall nagla-, loftbólu- og heilsárs- dekkja sem séu í umferð. Hins vegar virðist harðkornadekk vera horfin að mestu af markaði. Heils- ársdekkin eiga alltaf nokkrum vinsældum að fagna, sérstaklega hjá jeppaeigendum. „Vetrardekk hafa aldrei verið betri,“ segir Stefán og bendir á að ekki sé mikill munur á milli bestu og verstu dekkjanna. „Það kemur ekkert í staðinn fyrir nagladekk á ís,“ segir Stefán en bætir við að í öðru færi skipti þau engu máli og séu í raun verri á þurrum vegum og í bleytu. Stefán segir langflesta skipta yfir á vetrardekk. Hins vegar séu hinir áberandi í umferðinni þegar reyni á enda hafi þeir þá truflandi áhrif á umferðina. VETRARDEKK Ritstjóri FÍB blaðsins segir vetrardekk aldrei hafa verið betri. Landsmenn huga að vetrardekkjunum: Harðkornadekkin eru horfin Fullgilt bókasafnsskírteini hjá Borgarbókasafni kostar 1.200 krónur og gildir í heilt ár. Börn og unglingar að átján ára aldri fá hins vegar skírteinin ókeypis. Allir geta fengið bókasafnsskírteini svo lengi sem þeir hafa íslenska kennitölu. Yfirleitt eru bækur lánaðar til eins mánaðar. Ef bókunum er skilað of seint safnast dagsektir á þær. Það eru tíu krónur á dag fyrir hverja bók og níutíu krónur fyrir mynd- bönd. Þó er aldrei rukkað meira en 3.000 krónur, hvort sem einni eða fleiri bókum er skilað í einu. Undanfarin ár hefur verið hægt að skila bókum án sekta á einum sérstökum degi. Ekki er lengur föst dagsetning á honum en þó ekki ólíklegt að hann verði í ár og er þá auglýstur áður. ■ HVAÐ KOSTAR... BÓKASAFNSSKÍRTEINI Ókeypis fyrir börn og unglinga Neytendasamtökin gerðu í ágúst markaðskönnun á stafrænum myndavélum á höfuðborgarsvæðinu. 115 gerðir af stafrænum myndavélum voru þá á mark- aðnum hjá 15 söluaðilum. Ódýrasta vélin kostði 9.900 krónur en sú dýrasta 179 þúsund krónur. Dýrasta vélin er Leica Digilux 2 sem hægt er að kaupa hjá Beco en ódýrustu vélarnar voru Kodak C 300 sem hægt er að kaupa hjá Expert og Hans Petersen og Olympus C-370 Z sem hægt var að fá í Hagkaupum, Fótoval og Sjónvarpsmiðstöðinni. Ábyrgðartími á flestum myndavélunum var tvö ár nema Olympus-vélum sem Bræðurnir Ormsson selja en á þeim er þriggja ára ábyrgðar- tími. Í Neytendablaðinu og á heimasíðu samtakanna á www.ns.is er einnig hægt að finna gæðakönnun á 34 gerðum af stafrænum myndavélum. ÚTGJÖLDIN > Afnotagjöld sjónvarps. Árgjald miðað við verðlag í nóvember hvers árs. ■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Bónus innkallar remúlaði ■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Mikill verðmunur á myndavélum 1985 5. 30 0 kr . 1980 74 2 kr .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.