Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 36
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 29 77 9 1 0/ 20 05 www.icelandair.is/paris París Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Flug og gisting í þrjár nætur Verð frá 39.900 kr. Ver› á mann í tvíb‡li á Mercure Ronceray 18.-21. nóv., 20.-23. jan. og 24.-27. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Fjölbreytt úrval ferðabóka} 6 ■■■ { helgarferðir } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ www.icelandair.is/london London ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 29 77 9 1 0/ 20 05 Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Ramada Jarvis Marylebone 8.-10. okt., 11.-13. nóv., 2.-4. des., 4.-6. feb. og 11.-13. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Verð frá 34.990 kr. Flug og gisting í tvær nætur VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina ÁÐUR EN HALDIÐ ER Í BORGARFERÐINA ER TILVALIÐ AÐ KOMA VIÐ Í BÓKABÚÐ OG NÆLA SÉR Í FERÐBÓK ÞAR SEM FJALLAÐ ER UM BORGINA SEM HALDA SKAL TIL. ÚRVALIÐ ER MIKIÐ OG UM MARGT AÐ VELJA. Ferðabækur eru einkar skemmtilegt fyrirbæri og í raun eru þær nauðsyn í mörgum tilvikum, sérstaklega þegar ferðast á til staða sem maður hefur aldrei komið til áður. Í þeim eru margar hagnýtar upplýsingar eins og um sögu staðarins, hvar er best að borða, skemmtilegar gönguleiðir, hvar aðal- verslunarhverfin eru og svo mætti lengi telja. Til eru margar tegundir ferðabóka og eru þær jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Þær vinsælustu hér á landi eru Lonely Planet, Eye Witness og Inside-bæk- urnar. Lonely Planet býður upp á mesta úrvalið og eru bækur forlagsins mjög aðgengilegar og viðamiklar. Eye Witness-bækurnar eru einnig nokk- uð stórar og eru þær fullar af skemmtilegum kortum og útskýringarmynd- um. Eye Witness gefur líka út svokallaðar Top Ten-bækur og eru þær hugsaðar fyrir styttri ferðir. Í þeim eru gefnir upp listar yfir bestu veitinga- staðina, bestu skemmtistaðina og svo framvegis. Inside-bækurnar er hægt að fá í tveimur útgáfum, Inside Pocket og Inside Compact. Inside Pocket eru aðeins ítarlegri en Inside Compact-bækurnar sem eru frekar litlar og handhægar í ferðalagið. Berlitz-ferðabækurnar eru einnig mjög litlar og kosta þær mjög lítið en ferðabækur kosta á bilinu 1.000-4.000 krónur. Fyrir þá sem kjósa frekar ferðabækur á dönsku en ensku eru Turen går til...-bækurnar fáanlegar á Íslandi og eru þær nokkuð góðar. Sé þetta ekki nóg er hægt að fara á netið og kaupa fleiri ferðbækur þar. Ferðabækur frá Time Out og Footnote er flestar stórgóðar og vel þess virði að skoða. ,,Persónulega finnst mér skemmti- legast að versla í Marshalls og Target. Það er mjög fínar búðir og oftast er hægt að gera góð kaup þar. Annars reyni ég alltaf að gera eins hagstæð kaup og ég get, mér er illa við bruðl,“ segir Guðrún. Hún segir þó að það fari eftir því hverju hún sé að leita að hverju sinni hvar hún versli. ,,Þú færð allt sem þú leitar að í Bandaríkjunum,“bætir hún við. Guðrún á sér enga uppá- halds verslunarborg í Bandaríkjun- um en hún segir að auðveldast sé að versla í Minneapolis og Baltimore en ekki sé eins auðvelt sé að versla í New York. ,,Í Baltimore og Minneapolis er svo auðvelt að versla því allt er hlið við hlið, en í New York þá þarf oft að ferðast nokkrar vegalengdir á milli versl- unarkjarna,“ útskýrir Guðrún. ,,Ég er reyndar svo heppin að sökum vinnu minnar þá gisti ég yfirleitt mjög miðsvæðis og því er alltaf stutt í flesta staði sem maður þarf að sækja“. Guðrún segir að allt árið um kring megi gera góð kaup, Bandaríkja- menn séu duglegir að halda stuttar og litlar útsölur. Stundnum eru ákveðnar vörur á tilboði í einn dag eða jafnvel nokkrar vörur á útsölu yfir eina helgi. ,,Bandaríkjamenn eru líka duglegir að vera með rosa tilboðsdaga í kringum stórhátíðir eins og hrekkjavöku og þakkar- gjörðina,“ segir Guðrún. Hún segir að fyrir utan þessar minni útsölur séu einnig stórar útsölur þar sem er gríðarmikill afsláttur og þá er vel hægt að gera frábær kaup. ,,Sumar- vörur fara snemma á útsölu, oftast í júlí-ágúst. Vetrarvörur byrja svo að fara á útsölur stuttu eftir að nýtt ár hefst. Þetta er reyndar mismun- andi eftir fylkjum. Sem dæmi þá fara sumarvörur ekki á sama tíma á útsölu í Flórída og Minnesota, skilj- anlega.“ Guðrún bendir fólki á að vera með augun opin fyrir hagstæðu verði. Það sé oft hægt að finna afsláttar- miða í dagblöðum og annars stað- ar. Fólk megi ekki tapa sér fyrstu dagana, það eigi frekar að skoða fyrst og gera verðsamanburð, jafn- vel að punkta niður hjá sér verðin. ,,Fyrstu dagana á fólk einfaldlega að setjast niður á kaffihúsum, taka því rólega og ná almennilega átt- um. Þegar fólk hefur gert það er hægt að halda í verslunarleiðangra í ró og næði,“ segir Guðrún að lok- um. Allt er til í Ameríku Guðrún Möller hefur unnið sem flugfreyja í mörg og komið til margra stórborga Banda- ríkjanna auk þess að hafa búið þar í mörg ár. Það má því segja að hún sé á heimavelli þegar kemur að því að versla í Bandaríkjunum. Guðrún Möller er á heimavelli í bandarískum verslunum, enda flugfreyja til margra ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.