Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 37
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { helgarferðir } ■■ 7 Nokkrir góðir veitinga- staðir í París Terra nera, 18, rue des Fossés St. Jacques; tvö skref frá Panthéon, grafhýsi stórmenna í Frakklandi, er einn besti ítalski veitingastaður Parísar. Hér er allt heimagert og hver rétturinn slær annan út. Boðið er upp á ljúfenga fiskrétti, pasta og kjöt en þó stendur tiramisu hússins upp úr sem er himneskt. Á Terra nera ræður ríkjum Raymondo frá Napolí en á síð- asta ári tók hann við öðrum veitingastað beint á móti Terra nera. Sá heitir Terra nova þar sem auk ítölsku réttanna er boðið upp á pitsur og því held- ur ódýrari. Þriggja rétta máltíð kostar um 4000 krónur eftir því hvaða vín er drukkið en er hverrar krónu virði. Ozo, 37, rue Quincampoix Franskur staður í 4. hverfi, við eina elstu götu borgarinnar, rétt fyrir ofan Pompidou-safnið. Þar er gengið út frá þeirri hugmynd að þú velur fisk eða kjöt og svo 2-4 tegundir af meðlæti eftir þínu höfði. Tamarín-an- anassósu, sætar kartöflur í kókosmjólk eða kúrbítsgratín. Áhrifa gætir frá frönsku eyjunni la Réunion sem er í Indlands- hafi. Ágætismáltíð kostar um 2- 3000 krónur. Brunch á sunnu- dögum. Vissara er að panta borð um helgar. Nánari upplýs- ingar á www.ozoresto.com Le Réconfort, 36, rue de Poitou Í þriðja hverfi milli République og Mýrarinnar. Franskt eldhús poppað upp með alþjóðlegu yfirbragði, argentínsku nautakjöti, austur- lensku kryddi og suðrænu bragði. Vissara að panta borð jafnt í miðri viku sem um helg- ar. Frumlegur staður og skemmtilega innréttaður af eig- endunum. Tví- til þrírétta mál- tíð kostar milli 3-4 þúsund krónur. Gagnrýni um staðinn má finna á heimasíðunni www.eng.cityvox.fr/restaurants_ paris/le-reconfort_10841/Profil- Place Stutt frá hinu fræga lista- mannakaffihúsi, les Deux Magots á St. Germain des Prés- breiðgötunni, þar sem að Jean Paul Sartre sat við skriftir er Drekagata. Þar er fjöldi lítilla en veitingastaða með hóflega verðlagningu. Má nefna La Fermé og Jardins de St. Germa- in á númer 5 og 14 sem eru klassískir franskir staðir. Þarna er sömuleiðis lítill ítalskur stað- ur, Chez Enzo, rekinn af fjöl- skyldu og er einstaklega heimil- islegur. Ekki má heldur gleyma kóreanska grillstaðnum þar sem hver grillar sitt kjöt á litlu grilli. 5 og 14, rue du Dragon, 75006 París, www.fermestgermain.com og www.jardins-stgermain.com Borðað í París HVAR ER BETRA AÐ BORÐA MAT EN EINMITT Í PARÍS? Mikil stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR HEFUR TEKIÐ MIKLUM STAKKASKIPTUM Á SÍÐASTLIÐNUM ÁRUM OG STÆKKAÐ MIKIÐ. NÚ Á AÐ STÆKKA HANA ENN MEIRA OG BÆTA VIÐ FLEIRI VERLSUNUM OG ÞJÓNUSTUAÐILIUM TIL HAGSBÓTA FYRIR FERÐALANGA. Svokölluð norðurbygging er hin upp- runalega flugstöð sem tekin var í notkun árið 1987. Áformað er að um- bylta skipulagi í norðurbyggingunni og stækka hana jafnframt. Raunar er fyrsta hluta þess verkefnis þegar lokið, sem var að stækka innritunar- og móttökusal og rými verslunar fyrir komufarþega. Allt húsrými á 2. hæð verður lagt undir verslun og þjónustu við farþega. Við skipulagsbreytinguna þar, og stækkun norðurbyggingar til suðurs, rúmlega tvöfaldast verslunar- og þjónusturýmið og verður 8.700 fer- metrar í stað 3.600 fermetra nú. Samhliða þessu verður gengið frá samningum við 10 til 12 nýja verslun- areigendur. Fríhöfnin ehf. tók í notkun nýja versl- un í komusal flugstöðvarinnar í júní síðastliðnum. Verslunin var stækkuð um 460 fermetra frá því sem áður var og er nú 1.000 fermetrar að stærð. Stækkun verslunarinnar er algjör bylt- ing frá því sem var. Nú er hægt að gefa hverjum vöruflokki fyrir sig nægi- legt rými og bæta útstillingar á vörum. Aukið hefur verið meðal annars úrval snyrtivara, sem þær eru nú í sérdeild í versluninni. „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist og vonum að viðskiptavinir taki breytingunni vel,“ segir Sturla Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. Við tilfærslu komuverslunar myndaðist aukið rými í móttökusal flugstöðvar- innar fyrir farþega og stækkun farang- ursfæribanda. „Salurinn var hættur að anna álagstoppum. Nú gátum við stækkað tvö af þremur færiböndum og um leið myndaðist meira gólfpláss fyrir farþega.“ segir Höskuldur Ásgeirs- son, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. FYRIRHUGUÐ STÆKKUN LEIFSTÖÐVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.