Fréttablaðið - 07.10.2005, Side 37

Fréttablaðið - 07.10.2005, Side 37
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { helgarferðir } ■■ 7 Nokkrir góðir veitinga- staðir í París Terra nera, 18, rue des Fossés St. Jacques; tvö skref frá Panthéon, grafhýsi stórmenna í Frakklandi, er einn besti ítalski veitingastaður Parísar. Hér er allt heimagert og hver rétturinn slær annan út. Boðið er upp á ljúfenga fiskrétti, pasta og kjöt en þó stendur tiramisu hússins upp úr sem er himneskt. Á Terra nera ræður ríkjum Raymondo frá Napolí en á síð- asta ári tók hann við öðrum veitingastað beint á móti Terra nera. Sá heitir Terra nova þar sem auk ítölsku réttanna er boðið upp á pitsur og því held- ur ódýrari. Þriggja rétta máltíð kostar um 4000 krónur eftir því hvaða vín er drukkið en er hverrar krónu virði. Ozo, 37, rue Quincampoix Franskur staður í 4. hverfi, við eina elstu götu borgarinnar, rétt fyrir ofan Pompidou-safnið. Þar er gengið út frá þeirri hugmynd að þú velur fisk eða kjöt og svo 2-4 tegundir af meðlæti eftir þínu höfði. Tamarín-an- anassósu, sætar kartöflur í kókosmjólk eða kúrbítsgratín. Áhrifa gætir frá frönsku eyjunni la Réunion sem er í Indlands- hafi. Ágætismáltíð kostar um 2- 3000 krónur. Brunch á sunnu- dögum. Vissara er að panta borð um helgar. Nánari upplýs- ingar á www.ozoresto.com Le Réconfort, 36, rue de Poitou Í þriðja hverfi milli République og Mýrarinnar. Franskt eldhús poppað upp með alþjóðlegu yfirbragði, argentínsku nautakjöti, austur- lensku kryddi og suðrænu bragði. Vissara að panta borð jafnt í miðri viku sem um helg- ar. Frumlegur staður og skemmtilega innréttaður af eig- endunum. Tví- til þrírétta mál- tíð kostar milli 3-4 þúsund krónur. Gagnrýni um staðinn má finna á heimasíðunni www.eng.cityvox.fr/restaurants_ paris/le-reconfort_10841/Profil- Place Stutt frá hinu fræga lista- mannakaffihúsi, les Deux Magots á St. Germain des Prés- breiðgötunni, þar sem að Jean Paul Sartre sat við skriftir er Drekagata. Þar er fjöldi lítilla en veitingastaða með hóflega verðlagningu. Má nefna La Fermé og Jardins de St. Germa- in á númer 5 og 14 sem eru klassískir franskir staðir. Þarna er sömuleiðis lítill ítalskur stað- ur, Chez Enzo, rekinn af fjöl- skyldu og er einstaklega heimil- islegur. Ekki má heldur gleyma kóreanska grillstaðnum þar sem hver grillar sitt kjöt á litlu grilli. 5 og 14, rue du Dragon, 75006 París, www.fermestgermain.com og www.jardins-stgermain.com Borðað í París HVAR ER BETRA AÐ BORÐA MAT EN EINMITT Í PARÍS? Mikil stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR HEFUR TEKIÐ MIKLUM STAKKASKIPTUM Á SÍÐASTLIÐNUM ÁRUM OG STÆKKAÐ MIKIÐ. NÚ Á AÐ STÆKKA HANA ENN MEIRA OG BÆTA VIÐ FLEIRI VERLSUNUM OG ÞJÓNUSTUAÐILIUM TIL HAGSBÓTA FYRIR FERÐALANGA. Svokölluð norðurbygging er hin upp- runalega flugstöð sem tekin var í notkun árið 1987. Áformað er að um- bylta skipulagi í norðurbyggingunni og stækka hana jafnframt. Raunar er fyrsta hluta þess verkefnis þegar lokið, sem var að stækka innritunar- og móttökusal og rými verslunar fyrir komufarþega. Allt húsrými á 2. hæð verður lagt undir verslun og þjónustu við farþega. Við skipulagsbreytinguna þar, og stækkun norðurbyggingar til suðurs, rúmlega tvöfaldast verslunar- og þjónusturýmið og verður 8.700 fer- metrar í stað 3.600 fermetra nú. Samhliða þessu verður gengið frá samningum við 10 til 12 nýja verslun- areigendur. Fríhöfnin ehf. tók í notkun nýja versl- un í komusal flugstöðvarinnar í júní síðastliðnum. Verslunin var stækkuð um 460 fermetra frá því sem áður var og er nú 1.000 fermetrar að stærð. Stækkun verslunarinnar er algjör bylt- ing frá því sem var. Nú er hægt að gefa hverjum vöruflokki fyrir sig nægi- legt rými og bæta útstillingar á vörum. Aukið hefur verið meðal annars úrval snyrtivara, sem þær eru nú í sérdeild í versluninni. „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist og vonum að viðskiptavinir taki breytingunni vel,“ segir Sturla Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf. Við tilfærslu komuverslunar myndaðist aukið rými í móttökusal flugstöðvar- innar fyrir farþega og stækkun farang- ursfæribanda. „Salurinn var hættur að anna álagstoppum. Nú gátum við stækkað tvö af þremur færiböndum og um leið myndaðist meira gólfpláss fyrir farþega.“ segir Höskuldur Ásgeirs- son, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. FYRIRHUGUÐ STÆKKUN LEIFSTÖÐVAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.