Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.09.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. september 1975. TÍMINN 5 Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsambands bænda: Ekki tilefni til árekstra milli stéttanna Hörð barátta Dagur á Akureyri gerir landhelgismáiið að umræðu- efni i forystugrein nýlega. Þar segir: „Þorskaflinn á miðunum umhverfis tsland hefur farið minnkandi undanfarin ár. Með sömu þróun er þvi spáð, að eftir fimm ár verði þorsk- aflinn við tsland kominn niður i 250 þús. t. á ári, eða mun minna en útlendingar einir veiddu á tslandsmiðum fyrir hálfum öðrum áratug. Með fiskifiota okkar, eins og hann er nú, má fullnýta þessi mið og gera sér vonir um aukið afia- magn eftir 1980. Þessar niður- stöður rannsóknarráðs rikisins, nýlega birtar, sýna Ijósara en allt annað þörfina á útfærslu landhelginnar nú þegar, svo sem ákveðið er, og um leið má ölium vera ljóst, að ekki var unnt að bíða eftir niðurstöðum hafréttarráð- stefnunnar.” Lítill áhugi á samningum „Einhiiða útfærsla is- lenzkrar fisk veiðilögsögu i 200 sjómilur á svo eindreginn stuðning allra landsmanna, að áróður um að hafna öllum samningaviðræðum við er- iendar fiskveiðiþjóðir um undanþágur, á verulegan hljómgrunn hjá þjóðinni. Nokkrar erlendar fisk- veiðiþjóðir hafa veitt með undanþágu innan 50 milnanna og sækja fast, að á ný verði samið um undanþágur. ts- ienzka ríkisstjórnin hefur fallizt á samningaviðræður og eru þær ýmist hafnar eða framundan.” Einörð afstaða ASÍ „Miðstjórn Alþýðusam- bands tslands hefur skorað á félagsmenn sina, vegna siendurtekinna lögbrota Vestur-Þjóðverja á tslands- miðum.að starfa ekki að neins konar þjónustu við vestur- þýzku eftirlitsskipin i islenzk- um höfnum, sem staðin hafa verið að grófum njósnum. Er þetta bæði svar við þeim at- burðum, sem hafa verið að gerast á miðunum að undan- förnu, en einnig við löndunar- banni Vestur-Þjóðverja á Is- lenzkan fisk. Auk þessa hefur Alþýðusamband tslands i hyggju að setja uppskipunar- bann á þýzkar vörur hér á landi, ef fram heldur sem horfir i sambúð rikjanna. Þessi einarða afstaða hefur vakið mikia athygli og er stuðningur við ákvörðun stjórnvalda og islenzkan málstað.” Hrakfarir Breta Loks segir Dagur: „Útfærsla fiskveiðiland- helgi tslendinga nú, hin fjórða I röðinni, hefur jafnan leitt til harðra átaka við Breta og endað með ósigri þeirra. ögranir Vestur-Þjóðverja nú, ásamt löndunarbanninu og tollaþvingunum, sýna, svo ekki verður um villzt, að framundan eru þau átök, sem skipt geta sköpum um lifsaf- komu okkar litlu þjóðar. En full samstaða þjóðarinnar er meiri nauðsyn en nokkru sinni áður.” Vegna samþykkta stjórna Verkamannasambands tslands og Landssambands iðnverka- fólks og þeirra umræðna, sem orðið hafa i fjölmiðlum um sam- þykktir siðasta aðalfundar Stéttarsambands bænda, vill stjóm þess taka þetta fram: Engri samþykkt Stéttarsam- bandsfundarins var beint gegn hagsmunum launþega. Verðlag landbúnaðarvara er ákveðið samkvæmt sérstökum lögum af nefnd þeirri, sem kölluð er sex- manna-nefnd. Bændasamtökin og ákveðin launþegasamtök hafa rétt til að skipa sina þrjá mennina hvert i þessa nefnd. Undanfarin ár hefur oftast orðið fullt samkomulag i sex-manna- nefnd um verðlagninguna, og svo var einníg nú i haust. Stéttarsamband bænda gerir ekki kröfu til að réttur neytenda til þátttöku i' verðlagningunni sé skertur. Samkvæmt núgildandi lögum skal verðlagning búvara við það miðuð, að bændur fái sambæri- leg laun við verkamenn og iðnaðarmenn. Uppi hafa verið ákveðnar kröfur um það, að bændur yrðu sviptir þessum rétti til launaviðmiðunar, en bændur hafa talið hann vera grundvallaratriði verðlagslög- gjafarinnar. Þrátt fyrir þetta ákvæði hafa bændur ekki i reynd náð sömu tekjum og viðmiðunarstéttim- ar. Þó hafa bændur talið ákvæð- ið um kaupviðmiðunina svo mikilvægt, að þeir hafa sætt sig við það einir stétta að gera aldrei kröfur til hærri launa en þeirra, sem samið er um i al- mennum kjarasamningum, og lúta auk þess gerðardómi um kjör sin, náist ekki samkomulag i sex-manna-nefnd. Stjóm Stéttarsambandsins harmar, að ýmsar umræður i fjölmiðlum og villandi upp- lýsingar um landbúnaðinn og verðlagsmál landbúnaðarvara skuli hafa vakið þá tortryggni og þann misskilning, sem birtist i áðurnefndum samþykktum. Stjórn Stéttarsambandsins telur, að samstarfið innan sex- manna-nefndarinnar hafi verið með þeim hætti, að það gefi heldur ekki tilefni til árekstra milli stéttanna, enda ljóst, að hagsmunir þessara stétta fara i mörgu saman. -a.þ. Gideonsfélagið 30 ára Þann 30. ágúst s.l. voru 30 ár liðin frá þvi að Gideonsfélag var stofnað i Reykjavik. Vestur-ls- lendingurinn Kristinn Guðnason, sem dvalizt hafði um margra áratuga skeið erlendis, heimsótti þá ættland sitt. Ungur að árum öðlaðist hann trú á frelsara sinn, Jesúm Krist. Vestan hafs kynntist hann Gideonsfélaginu, þar sem hann gerðist virkur meðlimur, sistarfandi til siðustu stundar. Upphaflega var félagið stofnað af kristnum sölumönnum, sem játuðu Jesúm Krist sem Drottinn sinn og frelsara og viðurkenndu Bibliuna sem innblásið Guðsorð. Siðar bættust við verzlunar- og kaupsýslumenn, og að lokum svo kallaðir „professional” menn. Tilgangur félagsins er að leitast við að ávinna aðra fyrir Drottin með lifi sinu og vitnisburði. Þetta var verkefni, sem gagn- tók huga Kristins. Greip hann sterk löngun til þess að kynna löndum sinum starf þetta, og ef unnt væri, að stofna Gideonsfélag hér á landi. Þeirra erinda kom hann hingað sumarið 1945. Þá komst hann i kynni við Ólaf Ólafs- son kristniboða, sem reyndist fús til þess að aðstoða Kristin i þess- um efnum. Boðuðu þeir á fund ýmsa þá menn, sem taldir voru uppfylla inntökuskilyrðin og lik- legir til þátttöku. Stofnfélagar urðu 17, og eru 15 þeirra á lifi og flestir starfandi af fullum áhuga enn. Fyrir 10 árum voru félags- deildir stofnaðar á Akranesi og Akureyri. Heildarfélagatalan á öllu landinu er nú 104. Auk þeirra verkefna, sem Gideonsfélagar viðsvegar um heiminn hafa, réðust islenzkir Gideonsfélagar árið 1954 i það að úthluta Nýja- testamentum til allra 12 ára skólabarna á landinu. Fyrir ábendingu margra skólastjóra og kennara var árið 1967 byrjað að út hluta til 11 ára barna. A þann hátt var talið, að betur mætti hafa not af Nýjatestamentunum við kristinfræðikennsluna. Eftir að úthlutun hefur farið fram i skól- um nú i haust, munu um 95.000 Islendingar hafa fengið Nýja- testamentið i hendur frá Gideons- félögum. Má þvi ætla, að þau hafi komizt til flestra heimila landsii® Mörg börn minnast með gleði og þakklæti þeirrar stundar, þegar Gideonsfélagar heimsóttu skólana þessara erinda. Það sama verður og sagt um aðra þá staði, sem fá Bibliur og Nýja- testamenti, að við þvi sé tekið með hlýju viðmóti og þakklæti til uppörvunar fyrir þá, sem að þessu starfa. Til að minnast 30 ára starfs hafa Gideonsfélagar efnt til félags- móts i Skálholti. Lýkur þvi með almennri guðsþjónustu i Skál- holtskirkju kl. 14 e.h. Þar mun biskupinn, herra Sigurbjörn Ein- arson, prédika, en sóknarprestur- inn,sr. Guðm. Óli Ólafsson, þjóna fyrir altari. Enn fremur mun Gideonsfélagi skýra i fáum orðum frá starfinu. Nokkrir erlendir Gideons- félagar hafa tekið þátt i mótinu i Skálholti. Ber þar fyrstan að nefna M. A. Henderson, aðal- framkv. stj. samtakanna, sem aðsetur hafa i Nashville, Tennessee. 1 mörg ár hefur hann haft hug á þvi að heimsækja Is- land, en vegna mikilla anna ekki átt þess kost fyrr en nú. Hingað kemur hann á leið sinni vestur um haf, eftir að hafa heimsótt og tekið þátt i Gideonsmótum i Ástraliu, Kóreu, Thailandi og viðar. Af frábærum dugnaði og fórnfýsi hefur hann átt einna drýgstan þátt i stjórnun og út- breiðslu félagsins, sem nú starfar i 107 löndum og telur um 47.000 meðlimi. Frá þvi að starfið hófst fyrir 76 árum, hefur verið dreift út um 150 milljónum eintaka af Biblium og Nýjatestamentum. Það gefst sérstakt tækifæri til þess að hlýða á hann á samkomu i húsi K.F.U.M & K. við Amt- Hjúkrunarskóli íslands óskar að ráða ritara Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólastjóra fyrir 26. september. mannsstig kl. 8.30 e.h. næstkom- andi sunnudag. Odd Haanes, for- seti Gideonssamtakanna i Noregi, mun og ásamt konu sinni verða gestir samkomunnar. Enn fremur Astraliumaður að nafni Fred Kollmorgan. Auk þess mun Halldór Vilhelmsson syngja einsöng. Sýnd verða sýnishorn af þeim eintökum af Nýjatesta- mentum, sem byrjað verður að fara með i skólana strax daginn eftir, auk annarra bóka, sem Gideonsfélagar dreifa. Til guðsþjónustunnar i Skálholti og samkomunnar i K.F.U.M-- & K. eru allir hjartan- lega velkomnar, og þeim sem þess óska, gefst tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum til út- greiðslu Orðsins. Verið hjartanlega velkomin. Meistarasamband byggingarmanna Landssamband íslenzkra rafverktaka Samband málm- og skipasmiðja Sameiginlegur fundur um verðlagsmál verður haldinn í fundarsal vinnuveitendasambands r Islands, Garðastræti 41, þriðjudaginn 23. september kl. 18. AUGLYSIÐ í TÍMANUM Bændur Kaupi sæti af gömlum sláttu- og rakstrar- vélum. Gunnar Einarsson Kúrlandi 30, Reykjavik. Simi 91-32819 og 83655. Hey til sölu Nokkurt magn af vel bundinni töðu. Snæbjörn Sigurðsson Grund, Eyjafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.