Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 32
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR32 GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON FRAMHALDSSKÓLAKENNARI SKRFAR UM STÚDENTSPRÓF Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember „Hvenær geta naktir, miðaldra menn tryggt sér miða?“ - jökull ii MasterCard kynnir: Í DAG: MIÐASALA Á HOSTEL HEFST Í REGNBOGA KL. 17:00. PASSAHAFAR GETA TRYGGT SÉR MIÐA KL. 16:00. Í KVÖLD: SPURT OG SVARAÐ MEÐ MATTHEW BARNEY EFTIR FRUM- SÝNINGU DRAWING RESTRAINT 9, KL. 20:00 Í REGNBOGA. Eitt brýnasta verkefnið í mennta- málum samtímans er að skapa þeim sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsnámi tækifæri til að mennta sig. Í dag má ætla að um 40 þúsund einstaklingar séu í þeim hópi fólks sem horfið hefur frá grunn- eða framhaldsskóla- námi. Ástæður þess geta verið margvíslegar svo sem takmörkuð þjónusta menntakerfisins, per- sónulegir erfiðleikar og félagsleg- ar aðstæður. „Brottfallshópur“ 33 prósent af hverjum árgangi Margir þessara einstaklinga sem hafa horfið frá námi þurfa hvatn- ingu og ráðgjöf til þess að hefja nám á ný. Reglubundið aðhald og hvatning ásamt aðgengilegum leiðum í grunn-, framhalds- eða starfsnámi er þessum stóra hópi nauðsyn til þess að geta fótað sig í því samfélagi sem við búum við. Það er öllum ljóst að kröfurnar um menntun og starfsþekkingu hafa aukist mjög á síðustu árum. Það er vel, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað hvatningu og ný tækifæri til náms fyrir þann stóra hóp sem horfið hefur frá námi. Samkvæmt vinnumarkaðs- rannsóknum Hagstofunnar síð- astliðin ár eru um 30 prósent þeir- ra sem eru á vinnumarkaði með grunnskólapróf eða minni mennt- un. Hluti þessa hóps eru þeir sem hafa af einhverjum ástæðum hætt námi í framhaldsskólum svokall- aður „brottfallshópur“ sem er tal- inn vera um 33 prósent af hverj- um árgangi. Þingflokkur Samfylkingarinn- ar hefur undir forystu Einars Más Sigurðarsonar og okkar fólks sem vinnur að stefnumótun Samfylk- ingarinnar í menntamálum flutt tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli menntamálaráðherra að gera áætlun um átak í menntun þeirra sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsnámi. Átakið feli í sér nýtt tækifæri til náms til að auðvelda fólki að taka aftur upp þráðinn í námi þar sem frá var horfið. Mennta- málaráðherra skuli við gerð slíkrar áætlunar hafa samráð við menntastofnanir, sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins, Vinnu- málastofnun og Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Samfylkingin vill að þessari vinnu verði lokið eigi síðar en l. mars 2006. Við ætlum þessari vinnu ekki langan tíma, enda má segja að þær grunnupplýsingar sem nota á við gerð áætlunarinnar liggja nú að mestu fyrir, eins og bent er á í greinargerð með tillögunni. Samfylkingin hefur í vinnu sinni á þessu kjörtímabili lagt mikla áherslu á menntamálin, stöðu þeirra og framgang. Þar setj- um við í forgrunn meðal margra góðra mála að skapa fólki á öllum aldri nýtt tækifæri til náms. Við teljum að það þurfi heildarlöggjöf um fullorðinsfræðslu, skilgreina skýrt hverjir eigi þar að bera ábyrgð og kostnað. Fjárframlög betur tryggð Fræðslu og símenntunarmiðstöðv- ar sem starfa nú á landsbyggðinni voru bylting hvað varðar aðgengi fólks að menntun. Þær starfa nú án þess að um þær gildi sérstök löggjöf og fengu á sínum tíma fjár- framlög að frumkvæði Alþingis en ekki menntamálaráðuneytis. Þrátt fyrir að hafa margsannað gildi sitt þá hefur áhugi stjórnvalda á þessari starfsemi verið takmark- aður. Fræðslumiðstöðvarnar fá mismunandi framlög og að því er virðist ekki í samræmi við þá starfsemi sem þar fer fram. Sam- fylkingin vill að sett verði sérstök löggjöf um starfsemi fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og fjár- veitingar tryggðar í samræmi við þá starfsemi sem þar fer fram. Ég hvet alla til að kynna sér vel tillögur Samfylkingarinnar í menntamálum. Við viljum skapa öllum tækifæri til þekkingaröfl- unar. Ekki síst skapa þeim sem horfið hafa frá námi ný tækifæri. Höfundur er formaður þing- flokks Samfylkingarinnar. Nýtt tækifæri til náms Fyrirhuguð skerðing stúdents- prófsins á sér sem betur fer for- mælendur fáa utan ráðuneytis menntamála. Þeir sem einna helst hafa mælt henni bót eru glað- beittir viðskipta- og hagfræð- ingar sem með tölfræðibrellum hefur tekist að sýna fram á ríku- legan þjóðhagslegan ávinning af minni og lakari menntun. En þótt fáir mæli skerðing- unni bót hefur ekki mikið farið fyrir andmælum gegn henni eða umræðum um hana ef frá eru talin framlög stjórnenda, kenn- ara og nemenda í framhaldsskól- unum. Einn fárra skólamanna sem lýst hefur stuðningi við skerðinguna er rektor Háskól- ans á Bifröst. Rök hans verða einna helst skilin þannig að það að mennta fólk sé einna líkast vöruframleiðslu, það þurfi bara að drífa hráefnið, í þessu tilfelli þá sem á að mennta, á sem mest- um hraða gegnum fabrikkuna, skella fullfrágenginni vöru að því búnu á markað og þá hagnist allir. Vera má að þessi aðferð gangi upp ef ætlunin er að kenna fólki einfaldar, praktískar bókhalds- kúnstir en þeir munu líklega fáir sem telja að með þessu móti öðl- ist fólk raunverulega menntun. Það hefur nefnilega sýnt sig að menntun er miklum mun flókn- ara ferli en svo. Forsvarsmenn annarra há- skóla, svo sem Háskóla Íslands, hafa lítið tjáð sig um þetta mál á opinberum vettvangi og því vaknar sú spurning hvort þar á bæ hafi algerlega farið framhjá mönnum að árið 2012 geta háskól- arnir reiknað með að fá helmingi fleiri umsóknir frá nýstúdentum en árið áður? Ekki bara það, vandamálið færist síðan áfram í gegnum háskólana næstu þrjú til fjögur ár á eftir meðan við- bótarárgangurinn er í skólunum. Hafa viðbrögð við þessari stöðu verið rædd innan háskólanna og til hvaða ráðstafana hygg- st þeir grípa? Reikna forráða- menn háskólanna kannski með að menntamálaráðherra komi færandi hendi reiðandi viðbótar- fjármagn í þverpokum? Þá bæri nýtt til. Hafa háskólakennarar velt því fyrir sér hvort það verði ef til vill nauðsynlegt að taka upp nýja viðbótargrunnáfanga til að bæta upp það sem skorið hefur verið af stúdentsprófinu? Geta þeir nýstúdentar sem útskrifast með skert stúdentspróf árið 2012 gengið út frá því sem vísu að fá skólavist í háskólanum til jafns við þá sem á sama tíma útskrif- ast með fullgilt stúdentspróf? Gera foreldrar barna sem fædd eru árið 1993 og koma til með að útskrifast með skerta prófið árið 2012 sér grein fyrir því að ef ekki verður gripið til viðeigandi aðgerða getur sú staða komið upp að börn þeirra fái ekki skólavist í háskólum? Í grein í Fréttablaðinu sl. vor líkti Þóroddur Bjarnason, kenn- ari við Háskólann á Akureyri, þeirri stöðu sem upp getur komið árið 2012 við félagslegt stórslys. Ekki varð vart við nein viðbrögð við grein hans. Trúa menn því kannski að þetta bjargist allt saman einhvern veginn eða er öllum kannski nokk sama? ■ 2012 Annus horribilis Það er öllum ljóst að kröf- urnar um menntun og starfs- þekkingu hafa aukist mjög á síðustu árum. Það er vel, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir því að það hefur vantað hvatningu og ný tækifæri til náms fyrir þann stóra hóp sem horfið hefur frá námi. UMRÆÐAN FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN MARGRÉT FRÍMANSDÓTTIR FORM. ÞINGFL. SAMFYLKINGARINNAR Það er stór stund þegar barn byrjar í skóla. Það var því mikill spenningur á mínu heimili í haust þegar eldri dóttir mín byrjaði í 1. bekk og sú yngri í leikskóla. Einnig er þetta stór stund fyrir okkur foreldrana enda væntingar til skólans ekki síður miklar hjá okkur. Það örlar á dálitlum ótta við að sleppa hendinni af litla barninu sínu inn í þennan stóra heim sem skólarnir eru og vonar maður að barnið sé tilbúið að mæta þeim kröfum sem skólarn- ir gera til þeirra. Að sama skapi vona ég að skólarnir standi undir mínum kröfum. Ég sé fram á að dætur mínar eigi eftir að taka út mikinn þroska á komandi árum og hlakka ég til að fylgjast með þeim á skólabrautinni því skólalífið getur verið svo óhemju skemmti- legt og fjölbreytt. En til þess að svo verði þarf að standa vel að skólum og starfsumhverfi þeirra. Það skiptir mig miklu máli sem foreldri að skólarnir sem dætur mínar ganga í séu eins og best verður á kosið. Að mínu mati hefur Garðabær verið í forystu í skólamálum í langan tíma og geri ég einfaldlega þá kröfu sem Garðbæingur að hann verði það áfram um ókomna framtíð. Fimmtudaginn 10. nóvember verður haldið Skólaþing í Garða- bæ og þar getum við, ég og þú, haft áhrif á stefnu bæjarins í skólamálum. Þar er kallað eftir sjónarmiðum okkar foreldra og annarra bæjarbúa í þeim málefn- um sem varða tónlistar-, leik- og grunnskóla Garðbæjar. Ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja og mun ég mæta með hagsmuni barna minna fyrir brjósti. Ég hvet alla foreldra til þess að taka þátt í því að móta skólastefnu Garðabæjar. Sýnum ábyrgð í verki með því að mæta og taka þátt svo skólar Garðabæjar verði góðir staðir fyrir börnin okkar. Höfundur er foreldri í Garðabæ. Láttu ekki þitt eftir liggja! UMRÆÐAN SKÓLASTARF Í GARÐABÆ HRAFNKELL PÁLMARSSON Að mínu mati hefur Garðabær verið í forystu í skólamálum í langan tíma og geri ég einfald- lega þá kröfu sem Garðbæing- ur að hann verði það áfram um ókomna framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.