Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 58
 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR38 timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Þorfinnur Bjarnason fyrrv. sveitarstjóri á Skagaströnd lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 6. nóvember. Hann verður jarðsunginn föstudaginn 11. nóvember frá Grensáskirkju kl. 13.00. Hulda Pálsdóttir Ingþór Þorfinnsson Ingibjörg Þorfinnsdóttir Guðmundur Þorbjörnsson Þorfinnur Björnsson Elías Ingþórsson Erla Svanhvít Guðmundsdóttir Daníel Guðmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Oddný Ólafsdóttir kjólameistari, frá Látrum í Aðalvík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 27. október sl. verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 15.00. Guðbjörg Björnsdóttir Arndís H. Björnsdóttir Jóhanna G. Björnsdóttir Tryggvi Eyvindsson Hildur Björnsdóttir Ólöf S. Björnsdóttir Magnús Kristmannsson Arinbjörn Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. www.steinsmidjan.is Kæru vinir, þökkum einlæga samúð, vináttu og hlýjar kveðjur við fráfall Pálma Eyjólfssonar, Hvolsvegi 19, Hvolsvelli. Það er okkur ómetanlegt hversu fallega þið hafið heiðrað minningu Pálma með nærveru ykkar og fögrum orðum. Margrét Jóna Ísleifsdóttir Guðríður Björk Pálmadóttir Ingibjörg Pálmadóttir Haraldur Sturlaugsson Ísólfur Gylfi Pálmason Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. Jóhanna I. Þorbjörnsdóttir Einigrund 5, Akranesi, lést á þriðjudaginn 8. nóvember á sjúkrahúsi Akraness. Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir, Björn Mikaelsson Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Sigurður Mikaelsson Sigurður Heiðar Steindórsson, Sigríður Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Afmæli Laugardaginn 12. nóvember verð ég fimmtugur. Í tilefni dagsins tek ég og fjölskylda mín á móti gestum í Gunnarshólma frá kl. 20.00. Kveðja, Garðar Hólmi. „Ég ætla að hitta vini mína, ættingja og gamla samleikara í eftirmiðdag- inn,“ segir Þórunn Magnea Magnús- dóttir leikkona sem heldur upp á sex- tugsafmæli sitt í dag með veglegri veislu. Hún segist þó yfirleitt ekki mikið fyrir veisluhöld. „Ég hugs- aði sem svo að ef ég geymi þetta til sjötugs gæti ég verið orðin eitthvað lasin. Svo ég ætla að nota tækifærið meðan ég er hress og lifandi og flestir vina minna eru einnig í góðu formi,“ segir Þórunn glaðlega en hún æfir um þessar mundir prógramm með leikhópnum Bandamönnum sem hún hefur tilheyrt frá því árið 1992 þegar henni eins og svo mörgum öðrum var sagt upp hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hún hafði starfað í lengri tíma. „Þetta er alíslenskt verk sem Sveinn Einars- son hefur tekið saman og byggist á gömlum kviðlingum um dansa og mannleg samskipti,“ útskýrir Þórunn en ásamt henni og Sveini eru í Banda- mönnum, Borgar Garðarsson, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sig- urðarson, Felix Bergsson og Guðni Fransson sem frumsamdi tónlistina við verkið. Auk þess fengu þau til liðs við sig leikkonuna Jóhönnu Vigdísi. Bandamenn eru víðförull hópur og hefur sýnt í Evrópu, Asíu og Norður- Ameríku. Þórunni þykja það ekki ýkja stór tímamót að fylla sex tugi. „Mér brá svolítið þegar ég varð fertug,“ segir Þórunn og minnist þess að henni hafi þótt fertugar kerlingar ævagamlar þegar hún var yngri. „Mér fannst ég ekkert gömul og eftir að ég jafn- aði mig á þessu hefur aldurinn ekki haft nein áhrif. Ég er bara glöð yfir því að vera á randi, hafa það gott og hafa þá sem ég elska í kringum mig,“ segir Þórunn sem finnst vináttan dýrmætasta gjöfin sem henni hefur verið gefin. Þórunn er ekki sár yfir því að hafa þurft að hætta hjá Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. „Það var allt í lagi, ég fór að lifa voða skemmtilegu lífi. Fór til að mynda í Bandamannahópinn og síðan að setja upp sýningar úti á landi,“ segir Þórunn glaðlega enda fannst henni frábært að kynnast fólk- inu í áhugamannahópunum á lands- byggðinni en einnig leikstýrði hún tveimur verkum hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Nú er hún hins vegar hætt að leikstýra úti á landi. „Ég læt unga fólkið um það. Á vissum aldri kemst maður að því að rúmið manns er hlut- ur sem maður þarf á að halda,“ segir Þórunn sem elskar að lesa bækur og hlusta á tónlist. Aðaláhugamálið verður þó alltaf leiklistin. „Leiklistin hefur eiginlega alltaf verið mitt allt og eitt.“ ÞÓRUNN MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR LEIKKONA ER SEXTUG Í DAG Leiklistin er mér allt og eitt VINÁTTAN BESTA GJÖFIN Þórunn ætlar að gleðjast með vinum, ættingjum og gömlum samleikurum í dag. VALLI MERKISATBURÐIR 1944 Þýskur kafbátur sökkvir flutningaskipinu Goðafossi út af Garðskaga. Tuttugu og fimm farast en nítján er bjargað. 1949 Þjórsárbrú er vígð og opnuð fyrir umferð. 1967 Strákagöng eru formlega tekin í notkun. Þau voru þá lengstu veggöngin á landinu. 1982 Leonid Brevsnev leiðtogi Sovétríkjanna andast. 1994 Eiður Smári Guðjohnsen verður yngsti íslenski atvinnumaðurinn í knatt- spyrnu þegar hann gerir samning við PSV Eindhoven í Hollandi, aðeins sextán ára. 1995 Rithöfundurinn og mannréttindasinninn Ken Saro-Wiwa er tekinn af lífi í Nígeríu. ARTHUR RIMBAUD (1854-1891) LÉST ÞENNAN DAG „Ég trúi því að ég sé í helvíti, og því er ég þar.“ Arthur Rimbaud var franskt skáld. Á þessum degi árið 1928, tveimur árum eftir lát föður síns, var Michinomiya Hirohito settur 124. keisari Jap- ans. Miklir umbrotatímar voru í Japan á valdatíma Hirohitos. Frá því hernaðarumsvif landsins fóru að aukast árið 1931 og þar til her Japana var gersigraður af bandamönnum árið 1945, var Hirohito einvaldur í Japan en hafði samt sem áður skert völd. Eftir að Bandaríkjamenn sprengdu borgirnar Hiroshíma og Nagasakí ráðlagði Hirohito að Japan skyldi gefast upp. Í fyrstu útvarpsræðu sinni útskýrði hann fyrir þjóð sinni að hún yrði „að þola hið óþolanlega“. Hir- ohito var formlega sviptur öllum völdum meðan á hersetu Bandaríkjamanna stóð eftir stríð. Þá var hann neyddur til að afneita meintum guðdómleik sínum. Hann var hins vegar áfram opinber þjóðhöfðingi lands síns til dauðadags árið 1989. Hann hafði þá verið við völd í 61 ár sem var lengra en nokkur annar keisari á undan honum. ÞETTA GERÐIST > 10. NÓVEMBER 1928 Hirohito krýndur keisari Japans Hirohito Japanskeisari. JARÐARFARIR 13.00 Árni Sighvatsson, Dyngju- vegi 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. AFMÆLI Gylfi Ægisson tón- listarmaður er 59 ára Svanfríður Jónas- dóttir, fyrrverandi alþingismaður er 54 ára Guðjón Pedersen leikhússtjóri er 48 ára Magnús Scheving hugmyndasmiður Latabæjar er 41 árs ANDLÁT Geir Dalmann Jónsson, Dals- mynni, Norðurárdal, lést á heimili sínu laugardaginn 5. nóvember. Þórhallur Ágúst Þorláksson leigubílstjóri frá Skógum í Öxar- firði, lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 5. nóvember. Þórunn Þ. Guðmundsdóttir frá Skálum á Langanesi, andaðist á Garðvangi, Garði, sunnudaginn 6. nóvember. Guðni Jónsson, Kjalarlandi 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 7. nóvember. Margrét Hafsteinsdóttir, andaðist á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi mánudaginn 7. nóvember. Skúli Jónsson bóndi á Selalæk, Rangárvöllum, lést á Landspítalan- um mánudaginn 7. nóvember. Sólveig Benediktsdóttir frá Erpsstöðum, áður til heimilis á Bárugötu 21, andaðist á hjúkrun- arheimilinu Eir mánudaginn 7. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.