Tíminn - 31.01.1976, Page 4

Tíminn - 31.01.1976, Page 4
4 TÍMINN Laugurdagur 31. janúar 1976, Getinn í refsivist Kjaftamyllurnar í smábænum Runvorn i Cheshire i Englandi höfðu heldur betur feitan bita milli tannanna þegar vinkona þeirra Maureen Jackson fót að þykkna undir belti og voru flest- ir karlmenn þorpsins tilnefndir sem væntanlegir feður barns- ins, nema eiginmaður Maureen, sem var löglega afsakaður. Victor Jackson sat nefnilega i fangelsi, og þurfti ekki marg- brotinn útreikning til að komast að þvi, að hann gæti ekki verið valdur að þungun eiginkonu sinnar. Svo fæddi Maureen barnið, og Victor varð himinlifandi yfir framkvæmdasemi eiginkonunn- ar. Skýringin á getnaðinum er ósköp einföld. Victor sat i tizku- fangelsi og var ekki innilokaður allan sólarhringinn. Hann vann á daginn, ásamt öðrum föngum, við landbúnaðarstörf i nágrenni fangelsisbyggingarinnar. A daginn heimsótti frúin mann sinn einu sinni eða tvisvar i viku, og upplýstu þau, að á bú- garðinum væri heyhlaða, einkar hagkvæm til ástarfunda. Á myndinni eru hinir ham- ingjusömu foreldrar með marg- umrætt afkvæmi sitt. Timamyndir: Gunnar NOKKRAR danskar nektar- dansmeyjar hafa gist Island siðustu vikurnar, og s.l. mánu- dag kom hingað danska nektar- dansmærin (eða fatafellan) •bBibi Kristina. Mærin kom fyrst fram s.l. þriðjudagskvöld i veitingahúsinu Sesar við Ar- múla, og þá voru þessar myndir teknar af henni. Bibi Kristina mun dveljast hér i nokkrar vikur og skemmta landanum með dansi og nekt. Dönsk og ber DENNI DÆMALAUSI ,,Þú ertboðinn til min, Denni. Ég er búin að læra að baka smákök- ur.” „öðruvisi? ” ,,Ég notaði lauksalt f staðinn fyrir vanillu- dropa.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.