Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. april 1976. TÍMINN 11 Tilfinningarnar Ivar Lo dró einnig upp mynd af samtökum bænda i bókinni, m.a. segir hann frá aðalfundi i stjórn sláturhúss. — Dráttarvélin leysti uxann og hestinn m jög skyndilega af hólmi, segir hann. Það var erfitt fyrir marga að breyta samkvæmt þvi. Gamlir uxakúskar, sem gerðust ökumenn dráttarvéla, gleymdu sér stundum og hrópuðu á vélina, Ivar Lo-Johansson. Sænski rithöfundurinn Ivar Lo-Johansson er nýlega orðinn 75 ára. t tilefni þessara tima- móta birtu landbúnað- arblöð i Sviþjóð og Nor- egi greinar og viðtöl við hann, en Ivar Lo-Jo- hansson hefur verið nefndur höfundur alþýð- unnar og á tryggan les- endahóp meðal bænda- fólks á Skandinaviu. Ivar Lo-Johansson er sá höf- undur sænskur, sem lætur betur en öðrum að lýsa þjóðfélaginu. Enginn rithöfundur á hans aldri þar hefur verið eins vel að sér um samtið sina. Með útgáfu skáldsögu sinnar „Góða nótt jörð” 1933 lagði hann af mörkum mikilvægan skerf til lýsinga á lifi ánauðugra leiguliða. Þau 12 ár sem siðan liðu unz leiguliðaskipulagið var afnumið 1945, skrifaði hann sex bækur um þetta efni. 1 bókum sinum varð hann málssvari leiguliðanna, og hann safnaði efni með þvi að fylgjast með starfsmönnum sam- taka landbúnaðarverkamanna á ferðum þeirra um sveitirnar. „Ég hafði satt að segja gnægð efniviðar i þjóðfélagsleg rit,” segir Ivar Lo-Johansson. En mér fannst mikilvægast að skrifa um leiguliðana, þvi forfeður minir voru i þeirra hópi, kynslóð fram af kynslóð. Þetta var efni, sem mig hafði lengi langað til að skrifa um, en beið með þangað til ég fann að ég réði við það. 1943 lagði Ivar Lo-Johansson lokasteininn i minnisvarða sinn um leiguliðaskipulagið með sam- timaskáldsögunni „Dráttarvél- in”, sem fjallar um sænskan landbúnað. Ég skrifaði ekki meira um landbúnaðarverkamenn, segir rithöfundurinn. Það efni lá mér ekki lenguráhjarta eftir aðleigu- liðafyrirkomulagið var úr sög- unni. Bókum minum var i mikl- um mæh stefnt til höfuðs þessu kerfi. Nú geta aðrir höfundar tek- ið við og skrifað um nútima land- búnaðarverkamenn. En enginn slikur hefur enn komið fram. „Dráttarvélin” „Dráttarvélin” er skáldsaga, sem fjallar um sænskan landbún- að i upphafi seinni heimsstyrjald arinnar. Þar segir m.a. frá vél- væðingu búskaparins á búgarði i Sörmland. Lesandi einn gaf ná- kvæmni Ivars Lo-Johanssons góðan vitnisburð með þessari at- hugasemd: „Ég pantaði bókina ogfékk hana senda, og mér finnst ég vera orðinn vel að mér i drátt- arvélaakstri. En sem ástarsaga fannst mér bókin eins og brand- ari, sem ég ekki skildi.” Ég lagði mikla undirbúnings- vinnu i bókina, segir Ivar Lo-Jo- hansson. Ég var illa að mér i sumum þáttum nútima landbún- aðar. Ég heimsótti dýralæknahá- skólann og fylgdist með aðgerð- um á dýrum, ég kynnti mér kvik- fjárrækt, og fylgdist með starf- semi mitima mjólkurbúa og land- búnaðarstofnana. Fyrir kom að égfórmeð lest suður á Skán til að ganga úr skugga um smáatriðið i sambandi við vél, sem ég hafði skrifað um. Min skoðun er sú að rétt beri að fara með staðreyndir i bókum. Ef lesendur komast að þvi að svo er ekki, veröa þeir einnig efablandnir i sambandi við sálfræðilega þætti skáldsögunn- Hvers vegna skrifa svo fáir um landbúnað og sveitalíf nú á dögum? eins og þeir höfðu áður gert við dráttaruxann. Þegar er Ivar Lo skrifaði Dráttarvélina var honum ljóst hvað hagræðing gæti haft að segja fyrir ræktunina. „Maður hefur svo mörg atriði i huga”, lætur hann ráðsmanninn segja um ákvörðun um að leggja rækt- að land undir skóglendi. „En eitt atriði vantar. Það er siðferðilegt og eiginlega ætti að spyrja þá dauðu hvort maður hafi rétt til að láta land, sem brotiö hefur verið með svita þeirra, fara i órækt. Það sem gert verður að skóglendi verður aldrei aftur að ræktuðum akri.” — Maðurinn er ekki aðeins vera með hagkvæmnissjónarmið, hann hefur lika tilfinningar, segir höfundurinn. Allar leiguliðabækur minar fjalla um landbúnað. En þar með segi ég ekki að þær flokkist með bændaskáldsögum, segir hann. Berfættur Menn verða að vera heima i umhverfinu eigi þeir að geta gert góðar samfélagslýsingar, hefur Ivar Lo skrifað. — Ég held ekki að menn geti skrifað af innlifun um umhverfi, ef þeir hafa ekki hlaupið þar um berfættir, segir hann nú. Á okkar timum fara flestir beint af skóla- bekk, setjast við skrifborðið og gerast rithöfundar án þess að hafa reynslu úr atvinnulifinu. Þessvegna er gott að sumir fara að dæmi Rússa og leita út i at- vinnulffið til að kynnast nýju um- hverfi og nýju fólki. En venjulega verða þeir og mildir, þegar þeir skrifa um verkamenn. Þeir eru hræddir við að verða taldir oflát- ungslegir. Þegar i ferðabók sinni „Andlit stétta minna” 1930 fjallaði Ivar Lo um þróun landsbyggðar i borgir og flutning sveitaæskunn- artil stórborgarinnar. „Deyjandi viðfeðmar borgir” er kaflaheiti, úr þeirri bók sem segir mikið um innihaldið. Á Kóngsgötu Hann reit itarlegar um þetta efni i skáldsögunni „Kóngsgata” 1935, bók, sem vakti mikinn úlfa- þyt, ekki sizt vegna þess að hann tók fyrir vændi og kynsjúkdóma. — Ég kom til Stokkhólms þeg- ar ég var sautján ára,og fimmtán árliðu þangað til ég skrifaði bók- ina, segir Ivar Lo. En ég gekk með hana i maganum allan tim- ann. — Mér er minnisstætt þegar ég fékk hugmyndina að bökinni. Einn daginn mætti ég sveita- stúlku á Kóngsgötunni, sem hélt á blaðinu sem gefið var út i heima- byggð hennar undir hendinni. Seint um kvöldið sá ég hana koma eftir Kóngsgötunni allt annarra erinda.Nokkrumdögum siðar sat ég á veitingahúsi viö Kóngsgötu og sá að gatan var sá öxull, sem öll Sviþjóð snerist um. „Kóngsgata” er á margan hátt uppeldisskáldsaga eins og fyrri bækur Ivars Lo. Adrian, en svo heitir ein aðalsöguhetjan, leitar gjarnan á vit bóka, en finnst að þær segi honum litið. Hann finnur ekkert i þeim, sem er likt hans eigin lifi. — Ég held að það sé einmitt þetta sem komi manni til áð skrifa, segir Ivar Lo. Aö maður finnurekki bók um sjálfan sig eft- ir annan rithöfund. Þessa tilfinn- ingu hafði ég. Bækurnar, sem ég las voru um allt annað en mina eigin reynslu. Aðbúnaður aldraðra og Sigauna Bækur hans um aðbúnað aldr- aðra og um Sigauna voru einnig um vandamál samtiðarinnar. — Ég hef i raun og veru aldrei skrifað um annað en það sem hef- ur snert mig persónulega, segir hann. Móðir min var á elliheimili siðustu æviárin. Það var erfitt að koma af stað umræðum um að- stöðu aldraðra þvi ég hafði engin samtök bak við mig. Orsök þess að ég tók málefni Sigauna fyrir, var sú að mér fannst ég hafa Sigauna i mér. Mér féli vel i þeirra hópi, ég bjó hjá þeim i hús- vagni og var náinn vinur þeirra. Nú er litið um skáldsögur, sem fjalla um málefni landsbyggðar- innar. Þær bækur, sem koma út, fjalla sjaldnast um þróun siðustu ára. Þess vegna hefur útgáfufyr- irtæki landbúnaðarins auglýst keppni um verðlaunaskáldsögu um „Fólkið i sveitum nútimans”. Ivar Lo telur það framtak lofs- vert. Að skrifa um nútimann — Það hlýtur að vera hægt að skrifa jafnmikið um sænskt sveitalif nú og áður. Ytri aðstæð- ur hafa breytzt mikið. Ég hef oft undrazt að ekki skulu ritaðar betri lýsingar á lifi landbúnaðar- verkamanna samtimans. Aðlög- unin gagnvart stórborgunum er enn sem fyrr vandamál. En hann leggur áherzlu á að rit- störf eru erfið vinna. Sjálfur skrifar hann bækur sinar þrisvar fjórum sinnum áður en hann er ánægður með þær. Hæfileikar eru auðvitað nauðsynlegir, segir hánn, en iafnmikilvægt er að hafa orku og prautseigju. Og hann gerir ekki ráð fyrir að hafa skrifað siðasta orðið ennþá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.