Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 29. ágúst 1976 menn og málefni Undir fána hégómans Saga um Georg heitinn Georg sálugi Washington á i vændum upphefð. Það var ekki heldur seinna vænna, þvi að liðin eru 176 ár siöan hann dó. Hann var hershöfðingi sem kunnugt er meðan hann var og hét, en ekki jafnstjörnumprýddur og skraut- legustu hershöföingjar i Vestur- heimi nú á dögum, og úr þessari vöntun ætlar Bandarikjaþing að bæta. Fulltrúadeild þess hefur samþvkkt að útnsfna hann hers- höfðingja þeirrar tignar, er skryðist sex stjcrnum, helmingi tlei'ri en Fjósakonurnar eru. Þannig bæta hugkvæmir menn alin við hæð þjóðhetju sinnar. Slikt er auðvitað ekki ónýtt, og hafi nú Georg karlinn jafngreitt samband við miðla og fólk, sem skrifar ósjálfrátt, og þeir Egill Skallagrimsson, Snorri Sturluson og Jónas Hallgrimsson hérlendis fyrr á árum, hlýtur að fylgja i kjölfarið þakkargerð úr hinum ó- sýnilega heimi. Svo fremi sem öldungadeildin fari ekki að snúa upp á sig, þvi að enn hefur hún ekki veitt samþykki sitt til þess- arar stjörnuútdeilingar. Hoppað austur fyrir tjald Hérá árunum var það um skeið mikill siður i Austur-Evrópulönd- um að veita ýmsum moldarbúum uppreisn æru. Það hafði þá komið upp úr kafinu, að þeir höfðu farið yfir landamæri lifs og dauða með syndabagga, sem þeir höfðu ekki bundið sér sjálfir, heldur aðrir menn, miður vandaðir. Þetta hefur ef til vill verið góðra gjalda vert, og einhver huggun þeim, sem eftir lifðu, en varpaði á hinn bóginn óviðfelldu ljósi á frægðarmenn, er áður höfðu staðið á háum tindi. En svona er það um veraldar- byggðina, að hinir dauðu lifa með okkur og vilja ekki við okkur skilja, og þá getur borið við, aö menn reyni að létta af þeim smár. eða auka hróöur þeirra, svo sem við höfum hér dregið fram dæmi um úr tveim heimum þessa jarð- arskika, er máttarvöldin hafa fengið okkur til ábúðar. Blessuð beinin fá eftir atvikum uppreisn æru eða stjörnuskrúð, sem minnir næstum þvi á heið- skirtkvöldundirhvelfdum himni. Komið niður á íslandi Ofan úr svimandi hæð stjörnu- hvolfsins skulum við taka stefn- una á hólmann okkar. Sjálfir eig- um við i fórum okkar ágætar sög- ur um ærumissi og uppreisn æru frá þeirri öld, er svo var valt völubeinið, að æðstu menn meö þjóðinni voru annað árið sviptir æru og eignum, en hitt á hæsta tróni, og fjandmenn þeirra i stað- inn komnir i skammakrókinn. En þetta gerðist, nota bene, að mönnum lifandi. Við tslendingar erum lika góðfrægir af þvi að lesa stefnur yfir gröfum dauöra manna, þegar einhver dóninn ætl- aði að sleppa með það eitt að deyja frá málaþrasi sinu. Agæta beinasögu eigum við, varla i seil- ingarfjarlægð frá árinu 1976, og eru trúlega i minnum einhverjir þættir hennar noröur i Oxnadal. En þau bein hlutu að lyktum veg- legan legstað, hvort sem það voru nú bein slátrara eða skálds, sem um var þráttað i eina tið. Og lýkur hér spjalli um væntan- lega stjörnutign Georgs Washing- tons, sem og um æru og bein — engilsaxnesk, slavnesk og is- lenzk. Fyrsti öngullinn og fyrsta peðið Rótgróin venja er, og gullfal- legur siður, að borgarstjórinn i Reykjavik bleyti fyrsta öngulinn i Elliðaánum vor hvert. Laxinum skal sýnd virðing, þessum fiski höfðingjanna. Athöfnin er viðlika og hofgoði sé að helga vatnið og veiðina, áður en fólk af lægri tröppu fer að gösla þar með stengur sinar. Og nú er þessi venja að skjóta frjóöngum á öðru sviði. Sami hefðarmaður er farinn að leika fyrsta leikinn á skákmótum, sem bragð er að. Það sýnir jafnframt litillæti, mitt i viðhöfninni, að þar er aðeins fitlað við peð. Nú ættu bændur að fara að kalla til hrepp- stjórann eða oddvitann, þegar fyrsta ærin i sveitinni er sædd á haustin, búnaðarmálastjórinn að slá eitt ljáfar með Eylandsljá eða kannski bakkaljá, áður en fyrsti bóndinn ræsir dráttarvélina sina og fer með sláttuþyrluna út á teiginn, og forsætisráðherrann að bragða fyrsta bitahn frammi fyrir myndavélum, þegar nýja kjötið kemur á markað. Að hafa stúlku fyrlr framan hjá sér Eins er það mikili og merkiieg- ur siður að verða sér úti úm verndara handa mótum, þingum og öðrum þess konar samkund- um, enda lifum við i viðsjálum heimi. Aftur á móti er ekki sama blómgun iþvi og á dögum kansel- lisins, að bækur séu tileinkaðar háum persónum, hvað sem veld- ur. Koma þó út nógu mörg kverin til þess, að þarna mætti úr bæta, og yfirleitt nóg af eyðum á siðun- um til þess að hýsa þokkalega til- einkunn. Þá er liflegra að litast um i skrifstofukerfinu, þar sem það er draumur ungra og efnilegra manna að komast til þeirra mannvirðinga að hafa stúlku fyr- ir framan hjá sér, en það virðist einmitt vera öruggt tákn þess, að eitthvað sé i menn spunnið. Þegar svo jafnréttismálin kom- ast i' það horf, sem að er keppt, snýstþetta máski við á þann veg, að konurnar á valdabrautinni fari að hafa pilt fyrir framan hjá sér. Þvi að það er forsenda þess, að nokkuð sé tekið mark á fólki og það öðlist yfirleitt sálarró, að ein- hver sé fyrir framan hjá þvi. Annars er allt ómark. Allt er hégómi, aumasti hé- gómi, og eftirsókn eftir vindi, segir i' helgri bók. Hér hefur verið reynt að drepa á nokkur fyrir- bæri, sem hnekkja þessari gömlu fullyrðingu. Það hefði veriö nær, að þessir gömlu skriffinnar hefðu reynt að glöggva sig á, hvilfk lifs- fylling er að hégómanum. Að læra meira og meira Svonaerum viöatltat að mann- ast og tileinka okkur fleiri og fleiri siði, sem gera okkur að meiri mönnum. Við erum alltaf að læra meira og meira, og meira i dag en i gær. Svo er guði fy rir að þakka.aðalltaf má taka framför- um. Ef við nú til dæmis i lokin minn- umst snöggvast þess, sem getið var i upphafi — hvað þeir eru að gera fyrir Georg Washington —, væri ekki lika tilvalið fyrir okkur að flikka eitthvað upp á Jón Sigurðsson, þegar hundrað ár eru liðin frá þvi hann var borinn til grafar? Viðhöfum þetta ljómandi fordæmi úr Vinlandi hinu góða. — JH Endurminning frá heitum degi Hugurinn reikar til anzi hlýs dags á flugvellinum i Kairó. Svo stóðá,aðpótintátieinn i Zansibar hafði gert byltingu og unnið skjót- an og glæstan sigur, þvi að hann var svo heppinn að klófesta tvær fjögurra sæta flugvélar til þess að láta fljúga yfir væntanlegt riki sitt til þess að ægja andstæðing- um si'num með tæknibúnaöi sin- um. Nema hvað: Nú var pótintátinn kominn i opinbera heimsókn til Egyptalands þar sem hann Móses fannst i sefi, og viðhöfnin var við- lika og þar mættust sjálfur Saló- mon konungur og drottningin af Saba. Lúðrar voru þeyttir af list og þoli, afarfjölmenn sveit her- manna i afarskrautlegum og stroknum einkennisbúningi hafði skipað sér i raðir, þar sem ekki skeikaði sentimetra hvar menn höfðu fæturna, allir teinréttir og hönd við húfu. Svo föðmuðust þjóðhöfðingjarnir og kysstust og gengu brott á rauðum dregli við dynjandi lúðraþyt og hælasmelli með halarófu embættismanna og annarra hjálparanda á eftir sér. Inni i borginni sátu betlarar á sólbökuðum gangstéttunum og rann undan sumum. Bót i máli, að þess konar þornar fljótt i miklum hita. Að tolla í tízkunni Sagt er, að hjörtun mannanna svipi saman i Súdan og Grims- nesinu. Oðrumáli gegnir um veð- urfarið — það er annaö við Faxa- flóa en á Nilarbökkum. Vegna hins lika hjartalags er viðhafnargestum á tslandi fengin lögreglufylgd, eins prúð og geta okkar leyfir, þegar þeir vilja bera sig eitthvað um, jafnvel þótt ekki séu þjóðhöfðingjar eins og pótin- táinn frá Zansibar. Vegna ólikrar veðráttu getur viðhöfnin aftur á móti tekið á sig aöra mynd en sól- skinsbrag. Einu sinni að minnsta kosti var siður að aka eins og ör væri skotið við þess konar tækifæri, líklega til þessað leyniskyttur ættu erfiðara um vik, og þess konar sýningu fengu þeir i Mosfellsdalnum hér á árunum, þegar eitt af stallgoðum Atlantshafsbandalagsins heiðraði landið með heimsókn og var förin þeim mun tilkomumeiri en geng- ur og gerist vegna þess, að vegur- inn var eitt aursvað. Þótt blautt væri landið i sumar, hefur trúlega ekki tollað jafnmik- ið vatn á vegunum, sem flug- málastjórarnir ferðuðust um, enda kannski eitthvað farið að draga úr ökuhraða. En það er mergurinn málsins, að við gerum jafnvel betur en tolla i tizkunni. Að gera betur en vel, það er alltaf gott. Víðfeðmir viðhafnarsiðir 1 allri siðmenningu verður að vera breidd og dýpt, stóð einhvers staðar i grein — eða var það kannski sagt i útvarp. Við höfum að visu dregizt sorglega niður á það stig að þúa alla og fyrtast ekki, þó að aðrir þúi okkur. En samt sem áður höfum við tileink- að okkur marga og viðfeðma við- hafnarsiði, sem sýna,að við erum menn með mönnum og leggjum rækt við að vera það. „Fyrsta skóflustungan” er orð- in rótgróið fyrirbæri með tilheyr- andi myndbirtingu i blöðum og sjónvarpi, enda visast, að engin blessun fylgdi neinu mannvirki án þess að vel mynduð og vel heppnuð skóflustunga opni augu guðs og manna fyrir þvi, hvað er veriðaðgera og hvers af verkinu er vænzt. Liklega hefur eitthvað verið áfátt með fyrstu skóflu- stunguna, þegar átti að fara að reisa æskulýðshöllina við Laugarnesveginn eitt kosninga- vorið, því að þar varð mógröf i stað hallar, og gröfin sú auk þess nú fyrir löngu komin yfir bi — og þar yfir risin hús handa lömuðu fólki og fötluöu. Þegar mannvirkið er risið, er slegið upp veizlu góðri með skara stórmenna — og upprennandi stórmenna — með alls kyns tillæti i mat og drykk. ,,Et og drekk og ver glaður”, stendur lika ein- hvers staðar. Allt verður að vigja með nógri prakt, annars er allt ónýtt, og verður seint ofgert i þvi efni, eins og ráða má af þvi, að raflinuvirkin i Búrfellslinunni féllu hér um haustið, þótt undan væri farin ein ypparlegasta vigsluhátið á islenzkri grund. Þar hefuraölikindum vantaðeina eða tvær skálaræður til viðbótar, svo að stáltröllin stæðust mátið. Er nokkurt vit i þvi aö byrja að heyja, án þess að einhver kjörinn maður slái fyrsta ljáfarið?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.