Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 29 IKippiipigy fhplgll ■í - ,• Vestan Norðurárdals við mörk Dala- og Mýrarsyslu stendur 934 m hátt fjall. sem ber nafnið ‘ Baula. Þaðan er útsvni geysi- mikið i góðu skyggni og segja menn að þaðan sjái yfir 10 syslur. Baula er formfagurt, nánar til- • tekið keilumyndað iiparitfjall og talin eitt bezta dæmið um svo- kallaða hraungúla. Það tok Ijosmyndara Timans 'É.og ferðafelaga hans 6 klukku- stundir að ganga á Baulu og aftur niður á jafnsléttu. og mun það ekki talið neitt óvenjulega illa að , staðið. þvi að fjallið er viða ill- kleift vegna mikils lausagrjóts einkum. að norðvestanverðu, þar y sem félagarnir lögðu á brattann. En þar var einnig að finna mikið ™ af sérkennilegum steinflögum. m svo sem ein myndanna her ber með sér. ? A Baulutindi er eintómt lausa- íi grjót og varla gróðurnál að finna. i nema hvað mosi er i gólfi skvlis- , ins. sem einhver ferðalangur hefur hlaðið á sinum tima, ef til V vill meðan hanri beið eftir þvi að 'U óskasteinninn flyti á ttörninni á ÍS Baulutindi og hann gæti fengið . allar sinar oskir uppfylltar. Þessi tjörn, sem þjoðsagan segir frá. er , hvergi finnanleg i dag, en steinn- sf’í inn atti að fljóta upp eina nótt á H arí hverju. Margir hafa gengiö á Baulu i gegnum arin. og sumir hafa risp- að fangamörk sin i steinana. sem skyiið er hlaðið Ur. Ennfremur eru margar vörður uppi á tindin- um. Að sunnanverðu er Baula-ekki siður erfið yfirferðar. þvi þar er mikið stórgryti alla leið frá f jalls- egg niður að fjallsrótum. Þó að steínarmr séu stórir er vissara að stiga ekki mjög þungt niður fæti. þvi að þeir eiga það til að skriða og það gæti dregið dilk a eftir sér. —-hs— ir: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.