Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 82
 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR50 FÓTBOLTI Upp úr sauð hjá aðdá- endum AZ Alkmaar og Middles- brough eftir Evrópuleik liðanna í Hollandi á dögunum og var einn aðdándi Middlesbrough drepinn og annar særður alvarlega með eggvopni. Talsmaður lögreglunnar í Middlesbrough segir samvinnu við lögregluna í Hollandi góða. „Við erum að reyna að leysa þetta mál í samvinnu við lögregluna í Hollandi. Þessi árás í Hollandi var hræðileg. Fótboltabullur í Bret- landi og Hollandi eru iðulega með ólæti þegar lið frá þessum löndum mætast.“ - mh Fótboltabullur í slagsmálum: Aðdándi Boro stunginn FÓTBOLTI Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, býst fastlega við því að vera áfram hjá liðinu þrátt fyrir að hafa reynt fyrir sér erlendis að undanförnu. Davíð fór til Reading þar sem hann æfði með liðinu um stund en félagið hætti við að fá hann eftir að hafa fylgst með honum í ungmenna- landsleik Íslands og Svíþjóðar. „Mér gekk vel hjá Reading en svo komu þeir að horfa á mig í lands- leiknum gegn Svíum og voru ekki alveg nógu ánægðir með mig. Þeir sögðu að ég hentaði ekki alveg í enska boltann, ég er kannski ekki þessi týpíski enski miðjumaður en ég tel mig nú vel geta að spil- að á Englandi,“ sagði Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið. Davíð átti að fara til tveggja liða í Belgíu en það var á mis- skilningi byggt og ekkert varð úr förinni: „Þetta var einhver mis- skilningur hjá þeim sem sjá um þetta. Mouscron vantaði ekkert miðjumann og sömu sögu er að segja af hinu liðinu, Brussels. Ég skil ekkert í þessu sjálfur,“ sagði Davíð, sem átti gott tímabil með FH í sumar og er mikill fengur fyrir liðið að halda þessum fyrir- liða U21 árs landsliðs Íslands. - hþh Davíð Þór Viðarsson ætlar að bíða með atvinnumennskuna í bili: Verður líklega áfram hjá FH HANDBOLTI Vignir Svavarsson gat tryggt Íslandi sigurinn en Sindre Walstad markmaður varði skot hans þegar fimm sekúndur voru eftir og þar með sitt tuttugasta í leiknum. Jafnræði var með lið- unum framan af en vörn íslenska liðsins var alls ekki nógu sterk og markmennirnir áttu erfitt upp- dráttar. Íslenska liðið seig fram úr í síðari hálfleik, náði mest fjögurra marka forystu og leiddi 33-30 þegar skammt var eftir en Norðmönnum tókst að skora þrjú síðustu mörkin og tryggja sér jafntefli. „Ég er ekki alveg nógu ánægð- ur með þetta. Leikurinn í Vest- mannaeyjum gekk mun betur en við náðum ekki upp sömu stemn- ingu í leiknum í dag og þar af leiðandi var til að mynda erfiðara fyrir markmennina að hrökkva í gang. Við spiluðum fínan seinni hálfleik en leystum ekki nógu vel þegar þeir klipptu á Einar Hólm- geirsson. En þetta er allt í lagi, Norð- menn eru með sterkt lið og þeir sýndu í dag hvað þeir geta. Við eigum samt sem áður að vera betri og vonandi náum við að sýna það í lokaleiknum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson eftir leikinn. Hann skoraði sex mörk líkt og Alexander Petterson en Snorri Steinn Guðjónsson var marka- hæstur með tíu mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði sjö. „Við erum að skora 33 mörk og það verður einfaldlega að duga til sigurs. Við erum ekki að fá jafn mörg mörk í hraðaupphlaupum og við viljum annað en í leiknum í Eyjum. Það liggur mikið á vörn og markvörslu og það er einfaldlega þannig að ef við ætlum að vinna leiki verða þessir hlutir að vera í lagi en þeir voru það því miður ekki í þessum leik. Við verðum að ná vörninni aftur í gang en við stefndum á að vinna alla leikina. Við höfum ekki enn tapað og við stefnum auðvitað á að vinna leik- inn á morgun eins og alla aðra leiki sem við spilum,“ sagði Guð- jón Valur að lokum en liðin mæt- ast aftur í Kaplakrika í dag. - hþh Ísland missti unninn leik niður í jafntefli Ísland gerði 33-33 jafntefli við Noreg að Varmá í Mosfellsbæ í gær en Íslendingar fóru illa að ráði sínu í leiknum og hefðu átt að vinna. SKOT OG MARK Guðjón Valur Sigurðsson lék vel í gær og skorar hér eitt sex marka sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DAVÍÐ ÞÓR VIÐARSSON Davíð Þór var fyrir- liði U-21 landsliðsins og er hér með bróður sínum Bjarna sem er á mála hjá Everton. ÆSTIR AÐDÁENDUR Eftir leiki sýður oft upp úr hjá áhorfendum. HANDBOLTI Einar Hólmgeirs- son, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, átti góðan leik í gær en hann skoraði sjö mörk og kaus að líta á björtu hliðarnar að leik loknum: „Við hefðum átt að stela þessu í lokin en jafntefli er að minnsta kosti ekki tap. Í síðari hálfleik vorum við miklu betri en við vorum mjög lengi í gang. Þetta var bara klaufaskapur að missa þetta niður hérna undir lokin og við vorum að fá óþarfa tvær mín- útur, bæði leikmenn og þjálfarinn jafnvel líka. Vörnin var slök í fyrri hálfleik og hún hriplak þar til í seinni hálfleik þegar við náðum aðeins að þétta hana. Við vorum að gera of mikið af mistökum á báðum endum vallar- ins. Ég hef enga sérstaka útskýr- ingu á því en þetta er svo sem ekki svo slæmt og við stefnum ekki á neitt annað sen sigur á morgun. Ef við höldum í sama hóp og sleppum við meiðsli eigum við fína mögu- leika á að gera gott Evrópumót og við erum bara mjög vel staddir,“ sagði Einar að lokum. Einar Hólmgeirsson: Bjartsýnn á framhaldið FÓTBOLTI Argentíska knattspyrnu- göðsögnin Diego Maradona segir George Best hafa verið magnað- asta knattspyrnumann sem hann hafi séð í sjónvarpi. „Ég tel mig og Best hafa verið alveg eins leik- menn. Við gátum hlaupið hratt með boltann og gert hluti sem aðrir gátu ekki. Við fórum okkar eigin leiðir í lífinu og glöddum áhorf- endur með töfrum inni á vellinum. Megi góður guð varðveita George Best,“ sagði Maradona við breska ríkissjónvarpið í gær. Það má með sanni segja að Maradona og Best hafi þurft að upplifa svipaða hluti utan vallar því báðir voru þeir óstýrilátir og óhófsmenn á vímuefni. Maradona hefur nú tekið sig á og stjórnar sjónvarpsþætti í Argentínu. - mh Maradona um George Best: Við vorum alveg eins DIEGO MARADONA Maradona er hér ásamt Paolo Maldini, leikmanni AC Milan. HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son var ekki sáttur. „Það er engin spurning að við vorum betri aðil- inn í þessum leik, við vorum samt sem áður ekki að spila jafn vel og í gær en við vissum að Norðmenn- irnir kæmu grimmir til leiks og við vorum í stökustu vandræðum með varnarleikinn í fyrri hálfleik. Vörnin lagaðist aðeins í þeim seinni og þá náðum við nokkrum hraðaupphlaupum sem skiluðu okkur fínu forskoti og eingöngu fyirir okkar eigin klaufaskap þá missum við þetta niður í jafntefli og við getum bara sjálfum okkur um kennt.“ Snorri Steinn átti frábæran leik en hann lék við hverng sinn fingur og skoraði tíu mörk og var besti maður Íslands í leiknum: „Ég átti ágætis leik en það er alltaf hægt að gera betur. Stigin voru ekki tvö heldur bara eitt og það er nokkuð sem við erum alls ekki sáttir með.“ Snorri Steinn Guðjónsson: Svekkjandi jafntefli FÓTBOLTI Vopnfirðingurinn Víg- lundur Páll Einarsson gæti verið á leiðinni til enska 1. deildarliðs- ins Crystal Palace, en hann var nýlega til reynslu hjá félaginu í tíu daga og verður skoðaður nánar af forráðamönnum félagsins í leik með liði sínu, Þór frá Akureyri. „Þetta var skemmtilegur tími og gaman að þetta skyldi hafa gengið vel. Forráðamenn liðsins sögðust ætla að skoða mig betur í leik með Þór og vonandi gengur vel hjá mér í þeim leik.“ Víglundur lék með liði Fjarða- byggðar í sumar og spilar oftast sem bakvörður. - mh Víglundur Páll Einarsson: Undir smásjá Crystal Palace FÓTBOLTI Bjarni Ólafur Eiríksson, varnarmaðurinn sterki úr Val, frestaði för sinni í heim atvinnu- mennskunnar og lét skólann ganga fyrir. Bjarni Ólafur stundar nám við Kennaraháskóla Íslands og þar sem hann hafði misst mikið úr skólanum frestaði hann því að fara til reynslu hjá Midtjylland í Danmörku og Lyn í Noregi sem bæði vildu fá hann til sín. „Ég veit ekki betur en að þetta standi mér ennþá til boða og því ætla ég að reyna að fara þegar ég er búinn í prófum, sem er um miðjan desember eða þá strax eftir áramót. Það er enginn spurning um það að ég er spenntur fyrir að fara þarna út og hefja atvinnumennsk- una á Norðurlöndunum og vonandi get ég farið fljótlega eftir prófin,“ sagði Bjarni Ólafur við Fréttablaðið í gær. Bjarni á eitt ár eftir af samningi sínum við Val og gerir hann fastlega ráð fyrir því að vera áfram hjá lið- inu fari hann ekki í atvinnumennsk- una á næstunni: „Jú, ég geri ráð fyrir því en ég á bara eitt ár eftir af samningnum og ef ég fer ekki út þarf ég aðeins að setjast niður og skoða mín mál.“ - hþh Bjarni Ólafur Eiríksson er rólegur yfir stöðu sinni: Frestar atvinnumennskunni BJARNI ÓLAFUR Bjarni stóð sig vel síðastliðið sumar og spilaði meðal annars sinn fyrsta A-landsleik. HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta tapaði með einu marki gegn Tyrklandi í undan- keppni Evrópumótsins í hand- knattleik en leikið er á Ítalíu. Tyrkneska liðið komst í 3-0 og hafði tögl og hagldir allan fyrri hálfleikinn og leiddi 17-12 í hálf- leik. Íslenska liðið sýndi svo góða baráttu og náði að minnka forskot- ið jafn og þétt en náði þó ekki að jafna metin á lokasekúndunum. „Skelfileg byrjun fór alveg með þennan leik og við komum bara sofandi til leiks. Við vorum alltaf að elta þær og í byrjun var bæði vörn og sókn að klikka en svo lag- ast vörnin í síðari hálfleik en sókn- in var ekki alveg nógu góð,“ sagði Stefán Arnarsson landsliðsþjálf- ari eftir leikinn. „Við erum að gefa þeim dauða- færi hvað eftir annað og þær opn- uðu vörnina mjög auðveldlega. Að sama skapi gerum við ákveðin mistök í sókninni,“ sagði Stefán svekktur að lokum. - hþh Íslenska kvennalandsliðið: Eins marks tap gegn Tyrkjum HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR Lék vel í gær en það dugði ekki til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.