Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 30

Fréttablaðið - 22.12.2005, Page 30
30 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR Blaðamaður brá sér í Blómaval að skoða jólatré og grennslast fyrir um hvernig best sé að með- höndla þau. Margir vildu eflaust fegnir komast hjá því að þurfa að ryksuga barr- nálahaugana af stofugólfinu hjá sér á þrettándanum. Fréttablaðið leitaði til sérfræðings í jólatrjám til að komast að því hvernig mætti forðast það. „Það er mjög mikilvægt að geyma trén úti alveg fram á síð- ustu stundu,“ segir Bjarni Ásgeirs- son, yfirmaður jólatrjáadeildar Blómavals. „Það vill gleymast að tré eiga heima utandyra.“ Bjarni segir að það sé í raun sáraeinfalt að komast hjá því að tréð felli nálarnar þegar verið er að koma því út í janúar. „Eitt sem verður að muna er að saga flís neðan af stofninum til að tréð geti drukkið í sig vatnið sem við höfum í fætinum. Það er yfirleitt liðið svo langt síðan tréð var höggvið að það hefur gróið fyrir sárið sem myndaðist þá.“ Gott ráð er að stinga enda stofnsins, eftir að sagað hefur verið neðan af honum, í sjóðandi heitt vatn í nokkrar mínútur. „Með því að stinga trénu í sjóðandi heitt vatn opnast vatnsæðarnar í trénu betur og gerir vatnsupptökuna auðveldari.“ Eitt af því sem Bjarni segir fólk gjarnan gleyma er að það er ekki nóg að setja bara vatn í fótinn þegar tréð er sett upp. „Fyrstu dagana þarf að hella daglega í fót- inn. Þetta geta verið fleiri lítrar af vatni sem tréð drekkur í sig,“ segir hann og bætir við að þá hjálpi heitt vatn ekki og að ekki séu til nein næringarefni sem ráðlegt sé að bæta í vatnið. „Bara kalt, hreint, íslenskt vatn.“ Bjarni segir þó trén misjöfn að þessu leyti eftir tegundum. „Það er mikilvægara að fylgja þessum reglum með íslensku trén, sér- staklega rauðgrenið, því það held- ur barrinu síður en dönsku trén sem við seljum mest af.“ Að sögn Bjarna fara trén stækk- andi sem landsmenn taka með sér heim og slaga oft hátt í þrjá metra og fylla út í stofuna. „Við eigum orðið svo stórar stofur.“ Vonandi verða leiðbeiningar fagmannsins Bjarna til þess að færri þurfi að eyða þrettándanum í að tæma barrnálar úr ryksug- upokum og geti þess í stað skellt sér á brennu. ■ Einfalt að komast hjá barrnálahafinu VÖKVA VEL Gott er að stinga nýsöguðum stofninum ofan í sjóðandi heitt vatn svolitla stund. Með því opnast vatnsæðarnar í trénu betur og það á auðveldara með að sjúga upp vatnið. Fyrstu dagana eftir að tréð hefur verið sett upp þarf að hella vatni daglega í jólatrésfótinn. Ekki þarf að hella heitu vatni og ekki eru til nein næringarefni sem ráðlagt er að bæta í vatnið. Best er að hella bara köldu vatni í jólatrésfótinn. Ef þessum ráðum er fylgt ætti jólatréð að standa vel fram á þrettándann og barrnálarnar ættu að haldast á trénu en ekki á dúknum. AÐ HEFJA SÖGUN Best er að hafa góða sög til að saga neðan af trénu. Best er að saga ekki neðan af stofninum fyrr en tréð er sett inn. Tréð er best að geyma úti þar til á síðustu stundu. Ekki þarf að saga mikið af, heldur rétt að opna sárið svo tréð geti drukkið í sig vatnið sem sett er í fótinn. SAGAÐ BEINT Ekki þarf að saga skáhallt í stofninn. Best er að saga bara beint. Þó getur verið, ef jólatrésfóturinn er þröngur, að það þurfi að saga, eða höggva stofninn svolítið til. BJARNI ÁSGEIRSSON Yfirmaður jólatrjáadeild Blómavals gefur góð ráð til að halda jólatrjánum fallegum fram yfir þrettándann. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.