Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 78

Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 78
Glymur hanskar 4.900 kr. Langjökull skíðahanskar 6.900 kr. Gefðu góða gjöf Flatey húfa 2.400 kr. Surtsey húfa 2.400 kr. www.66north.is 22. desember 2005 FIMMTUDAGUR58 ���������������������� ����������������������������� ��������������� �������������� ���������������� �������� ������������� ������ ��������������� ��������������� �� ��� �� �� �� � � �� �� �� �� �� ������� ������������� ���������� Skatan sem margir Íslend-ingar leggja sér til munns á Þorláksmessu, nefnist upp á latínu Ditturus batis og er af ætt flatfiska og þvermunna. Sam- kvæmt orðsifjabók mun orðið skata komið af keltneska orðinu skate sem merkir hali. Ekki er vitað með vissu hvenær þessi siður að borða skötu á Þor- láksmessu hófst, en Árna Björns- syni þjóðháttafræðingi þykir langlíklegast að það hafi gerst þegar menn fóru að fasta fyrir jólin snemma eftir kristnitöku á Íslandi. „Sá siður að borða skötu á Þorláksmessu helgast af því að áður var þetta síð- asti dagur jólaföstu. Þá mátti ekki borða kjöt og menn lögðu sér því léleg- an mat til munns. Þeir hafa geymt lélegasta mat- inn þar til síðast og skat- an hefur því líklega verið talin lélegur matur áður fyrr.“ Siðurinn var lengst framan af bundinn við Vestfirði sem Árni segir að hafi einfaldlega staf- að af því að þar veiddist skatan. Á seinni hluta 20. aldar fóru skötuveislur á Þorláksmessu að dreifa úr sér um allt land. „Það eru sjálfsagt ekki nema tveir til þrír áratug- ir síðan,“ segir Hallgerð- ur Gísladóttir þjóðhátta- fræðingur. „Sjálf er ég að austan og man að fyrir 20 árum eða svo var það óþekkt að borða skötu þar á Þorláksmessu.“ Hall- gerður er hins vegar ekki viss um að mönnum hafi þótt skatan lélegur fiskur í gamla daga. „Ég get vel trúað að fólk hafi kunnað að meta kæstan mat. Sjálf tók ég upp á því að borða skötu fyrir um fimmtán árum og reynsla mín er sú að hún er maganum afar vin- samleg. Það er þekkt að kæstur hákarl er notaður gegn maga- sári og öðrum magakvillum. Ég held því að skatan sé afskaplega hentugur undirbúningur fyrir átbrjálæði jólanna.“ Hallgerður veit ekki betur en að skatan sé holl og góð eins og annar fiskur og veit ekki um neinn sem hafi farið illa úr því að taka hraustlega til matar síns í skötu- veislum. „Ég myndi hafa meiri áhyggjur af flotinu og gæta þess að neyta þess ekki úr hófi fram.“ Skatan úldnar ekki Skatan er brjóskfiskur og hefur brjósk í stað beina. „Það er ýmis- legt sem skilur að bein- og brjóskfiska,“ segir Jónbjörn Pálsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, „Brjóskfiskar eru til dæmis með nokkur tálknop, en ekki eitt alls- herjarop sem lokar tálknin af, eins og beinfiskar. Þá er hátt hlutfall af þvagefnum í holdi brjóskfiska, sem er þeirra leið til að vega á móti saltinu í umhverfi sínu. Það gerir að verkum að þegar fiskur eins og skata er settur í kös úldnar hún ekki eins og til dæmis þorskur myndi gera, heldur kæsist. Efnin í líkamanum brotna niður og búa til þessa sterku lykt og bragð af ammóníum og þvagefnum.“ Jónbjörn telur að vegna þessa sé sú þjóðsaga sprottin að það sé algeng verkunarleið að pissa á skötuna. „Það er óþarfi út af öllum þvagefnunum sem eru í fiskinum. Þetta er sjálfsagt komið frá ein- hverjum körlum sem höfðu gaman af því að ganga fram af fólki með því að segja eitthvað svona.“ Skötu má þekkja frá öðrum tegundum, til dæmis tindabikkju, á því að hún er hvergi hvít á litinn. Að ofan er hún mórauð eða brún og að neðan grá. Jónbjörn segir að skata sé víða um heim borðuð fersk en veit ekki til þess að hún sé nokkurs staðar kæst nema hér. Heimkynni sköt- unnar eru frá norðaustanverðu Atlantshafi, við Noreg, í Eystra- salti og Norðursjó og eitthvað í vestanverðu Miðjarðar- hafi. Tindabikkjan er hins vegar mun útbreiddari. „Hún á sums staðar undir högg að sækja, til dæmis í Norðursjó þar sem viðkoman er lítil. „Skatan fjölgar sér hægt og aflinn þarf því ekki að vera mik- ill til að það hafi áhrif á stofninn, og í Norðursjó, þar sem sóknin er nokkuð þung, er hún jafnvel í útrýmingarhættu.“ Erfitt að klúðra matseldinni Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða kann til verka þegar kemur að sköt- unni, enda selur hann um sjö tonn af henni fyrir Þorláksmessu, sem hann áætlar að dugi í hvorki meira né minna en 25 þúsund máltíðir. „Skötuna leggjum við í kör með fölskum botni því það kemur alltaf eitthvað slagvatn frá. Þannig ligg- ur hún í um það bil þrjá mánuði við jafnan hita, sem er nauðsynlegt. Þá er hún tekin upp úr körunum, vöskuð upp og léttsöltuð og þá er hún tilbúin í pottinn. Sumar hengj- um við reyndar upp og þurrkum í fimm til sex daga.“ Tindabikkjan er verkuð á svo til sama hátt, nema hún er líka roðflett en ekki nætursöltuð. Sköt- una fær Helgi aðallega af miðun- um út af Suðurlandi og Breiðafirði en tindabikkjan kemur aðallega vestur af fjörðum. Á Þremur frökkum eru að venju öll borð löngu upppöntuð á Þor- láksmessu, en Úlfar Eysteinsson veitingamaður bendir á að það sé lítið mál að elda sér skötu sjálfur. „Það er í rauninni erfitt að klúðra henni. Maður sýður bara fiskinn í um fimm mínút- ur og lætur svo standa í soðinu í tíu mínútur. Það þarf hins vegar að gæta þess að bullsjóða hana ekki.“ Tindabikkjan er þynnri en skatan og segir Úlfar því nóg að láta suð- una kom upp í potti, slökkva undir, setja fiskinn í og lok ofan á í fimm mínútur. Hörðustu unnendur skötunn- ar veigra það ekki fyrir sér að sporðrenna henni með brjósk- inu. „Það er hins vegar ekkert mál fyrir vandláta að hreinsa brjóskið frá,“ segir Úlfar. „Á tindabikkjunni er til dæmis smá brjóskbrún sem maður stingur gafflinum í og skefur holdið varlega af. Svo stingur maður fingri undir brjósk- ið og lyftir því upp og þá er það komið.“ Úlfar mælir með að byrjendur í skötuáti byrji á skötustöppu sem er einfalt að útbúa; brjóskið er einfaldlega hreinsað frá og skötunni stapp- að saman við hráefni eftir smekk. „Ég sleppi reynd- ar kartöflun- um í minni stöppu, en það er smekks- atriði. Ég nota yfirleitt vest- firskan hnoðmör, en fyrir byrjendur er gott að ríða á vaðið með smjöri og hvítlauk áður en lengra er haldið.“ Skata fyrir byrjendur Hinn alræmdi skötuilmur verður alltumlykjandi á síðasta degi jólaföstunnar á morgun. Bergsteinn Sigurðsson leitaði til sérfræðinga eftir fróðleik og hollráðum um ein umdeildustu matvæli Íslands. HELGI HELGASON Helgi selur þetta árið um sjö tonn af skötu sem hann áætlar að dugi í 25 þúsund máltíðir. ÚLFAR EYSTEINSSON Það er auðvelt að elda skötu og margar leiðir til að laða byrjendur að, til dæmis að nota hvítlauk í stöppuna. Ekki fellur öllum skötuilmurinn í geð, enda er hann með eindæmum þrautseigur komist hann í tæri við tau og klæði. Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, bendir á að forvarnir séu mikilvægar við matseldina. „Regla númer eitt, tvö og þrjú er að loka öllum skápum og fatahengjum og inn í svefnherbergi! Það verður líka að gæta þess að láta ekki bullsjóða í pottinum – það er nóg að það kraumi. Svo er gott að leggja blautan klút yfir pottinn því hann dregur lyktina svo vel í sig. Svo að lokinni máltíð þegar uppvaskið er frá er kjörið að opna allt upp á gátt og sjóða rauðkál og fylla húsið af yndislegri lykt.“ En gleymi maður að loka skápum og herbergjum og láti skötuna bullsjóða ofan í kaupið er fjandinn laus að sögn Margrétar. „Það er ansi vont að ná lyktinni út og ekkert sem blífur nema þvottahúsið eða efnalaugin. Þess vegna er um að gera að sýna fyrirhyggju eða að fara að dæmi helstu sérfræðinga og sjóða skötuna inni í bílskúr eða úti á tröppum ef veður leyfir.“ Húsráð við matseld

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.