Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 85

Fréttablaðið - 22.12.2005, Side 85
Leikarinn Michael J. Fox er í viðræðum um að leika í fjórðu og síðustu Back to the Future- myndinni. Fox, sem er 44 ára, ætlar þó ekki að vera með nema hann fái að leika persónu sem er á svipuðum aldri og hann. „Eina leiðin til að þetta gangi upp er að ég fái að leika Doc [vís- indamanninn sem Christopher Lloyd lék í myndunum]. Ég er orðinn 44 ára og hef ekki áhuga á að hlaupa um og leika mér á hjólabrettum,“ sagði Fox. „Eftir fyrstu þrjár myndirnar héld- um við að þetta væri orðið gott. Ef þeir myndu gera nýja mynd þyrftu þeir að nota yngri leik- ara og prófa nýja hluti. Það gæti komið vel út.“ Myndirnar Back to the Future nutu mikilla vinsælda á síðari hluta níunda áratugarins. Fjöll- uðu þær um framhaldsskólanem- ann Marty sem fór bæði fram og aftur í tímann með aðstoð tíma- vélar sem vinur hans, vísinda- maðurinn Doc, hannaði. Fox vill leika Doc MICHAEL J. FOX Fox sló í gegn í Back to the Future-myndunum. Popparinn Elton John og ástmaður hans til margra ára, David Furnish, gengu í hjónaband í London í gær. Talið er að atburðurinn verði samkynhneigðum mikil hvatning í framtíðinni. Athöfn Elton John, sem er 58 ára, og David Furnish, sem er 43 ára, fór fram í borgarráðshúsinu í Windsor, þar sem Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles gengu að eiga hvort annað í apríl. John og Furnish eru þekktasta parið af þeim hundruðum sam- kynhneigðra para sem gengu í það heilaga á borgaralegan máta í Englandi og Wales í gær en þá voru slíkar vígslur leyfðar þar í fyrsta sinn. Þeir sem hafa barist fyrir rétt- indum samkynhneigðra telja að hjónaband Elton John og Furnish eigi eftir að hvetja marga til að fylgja þeirra fordæmi. „Það verða fréttir af þessu samkynhneigða hjónabandi þeirra úti um allan heim, þar á meðal í löndum þar sem venjulega er aldrei fjallað um samkynhneigð,“ sagði Peter Tatchell, talsmaður hreyfingar samkynhneiðra, OutRage! „Þetta mun gefa milljónum homma og lesbía sem hafa verið einangruð og átt erfitt uppdráttar nýja von.“ John og Furnish, sem er kan- adískur kvikmyndagerðarmaður, hafa verið saman í tólf ár. Athöfn- in þeirra í gær var látlaus og voru aðeins móðir John og stjúpfaðir ásamt foreldrum Furnish við- stödd. Aftur á móti var öllu til tjaldað í brúðkaupsveislunni, sem kostaði um 110 milljónir króna. Sett voru upp tvö risastór tjöld á lóð Elton John í Windsor og var fjölda stjarna boðið í veisluna, þar á meðal hjónunum Ozzy og Sharon Osbourne, Victoriu Beckham og Elizabeth Hurley. John og Furnish vita að gift- ing þeirra á eftir að vekja mikla athygli. „Elton er sú manneskja sem ég vil eyða ævinni með. Þess vegna veit ég að sterkt samband okkar á ekki eftir að breytast,“ sagði Furnish. „En frá félagslegu sjónarhorni er þetta hjónaband mjög mikilvægt. Það er til merkis um gríðarlegar breytingar og er einn af þeim atburðum sem fólk á eftir að tala um lengi.“ Elton John og Furnish gengu í hjónaband BROSANDI ÚT AÐ EYRUM Elton John og David Furnish brostu út að eyrum eftir hjónavígsluna í London í gær. AP/MYND Rétt nafn: Reginald Kenneth Dwight. Fæðingardagur: 25. mars 1947. Þekkt lög: Your Song, Goodbye Yellow Brick Road, Don‘t Let the Sun Go Down on Me, Sad Songs (Say So Much), Nikita og Candle in the Wind. 1974: Samdi Whatever Gets You Through the Night með John Lennon. 1976: Sagðist vera tví- kynhneigður í viðtali við Rolling Stone. Áttundi og níundi ára- tugurinn: Háður kókaíni og áfengi. 1994: Samdi lögin fyrir Disney-myndina The Lion King. Tim Rice sá um textagerð. Staðreyndir um Elton John Söngkonan Pink, sem hélt tón- leika hér á landi í fyrra, ætlar að vera stelpuleg og klæðast kjól þegar hún gengur að eiga unnusta sinn Carey Hart. Pink og mótorhjólakappinn Hart hittust fyrst 2001 og í sumar bar Pink fram bónorðið. Pink vill ekki segja hvenær athöfnin fer fram en vangaveltur hafa verið uppi um að hún verði á gamlárs- kvöld. Pink neitar því jafnframt að vera ófrísk. „Ég hef verið ófrísk í lengri tíma en nokkur áður í sögunni,“ sagði hún í léttu gríni. „Við erum hamingjusöm og mjög spennt og ég elska hann mikið.“ Pink, sem heitir réttu nafni Alecia Moore, hefur lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu því hún hefur verið upptekin við að taka upp sína fjórðu plötu, auk þess sem hún er að leika í sinni fyrstu kvikmynd, Catacombs. Pink giftir sig í kjól PINK Söngkonan Pink ætlar að gifta sig í kjól, en hún klæðist ekki kjól á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL Hljómsveitin Á móti sól fékk á dög- unum afhenta gullplötu fyrir meira en 5000 eintaka sölu hljómplöt- unnar Hin 12 topplögin sem kom út í sumar. Afhendingin fór fram í hléi á sýningunni Nína og Geiri á skemmtistaðnum Broadway, en þar hefur hljómsveitin séð um að skemmta sýningargestum í allt haust að sýningu lokinni. Á næsta ári stefnir Á móti sól síðan að því að taka upp nýja plötu í Bretlandi, sem mun koma út fyrir jólin 2006. Á móti sól fékk gullplötu GULLPLATAN AFHENT Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson frá Bylgjunni afhenti liðsmönnum Á móti sól gullplötuna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.