Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.12.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. desember 1976 9 svo áhrifarikum hætti, aö ég reyni að gera grein fyrir þeim málefnum, sem hann lét sig mestu varða og sem kröfðust krafta hans. Það gerir stutta sögu langa. — Hvenær laukst þú svo hand- riti bókarinnar? — Það er ekki frækilegt til frásagnar, en gerð þess tók mig mörg ár. Ég varð fyrir löngum töfum, sem ég réði ekki við. Jafnvel heil- ár liðu svo, að ég gat ekkert að bókinni unnið. Ég byrjaði að skrifa uppkast að handriti á meðan ég átti heima i Reykjavik. Arið 1967 fluttist ég aftur norður að Laugum og þar samdi ég siðari hlutann og endursamdi allt, sem ég hafði skrifað áður. En hinar látlausu tafir höfðu það i' för með sér, að þegar ég hófst handa á ný, fannst mér ég þurfa að endur- semja meira eða minna af þvi, sem ég var búinn með. Þannig liðu árin. En nú nálgaðist óðum sú stund, að ef bókin ætti að koma út á yfirstandandi ári, yrði ég að hafa lokið handrit- inu með nægum fyrirvara. Og það tókst með hjálp konu minnar, sem las mér fyrir við hreinritun langtimum saman og var mér harla hollráð um stil og orðaval. Nú er ljúft að minnast þeirra stunda á kyrrlátu heimili okkar á Laugum, er við unnum þannig, á milli þess sem ég hvildist og hún vann sin skyldu- störf. — Þurfti bókin að koma út á þessu ári? — Ef hún yrði gefin út á annað borð, var það að minnsta kosti vel við eigandi. Hinn 6. júli s.l. voru hundrað ár frá fæðingu Hallgrims Kristinssonar. A af- mælisdaginn var ég beðinn að minnast Hallgrims i útvarps- erindi, sem ég og gerði. Þegar blaðamenn lásu nafn hans i út- varpsdagskránni, hringdu tveir þeirra sama daginn til min norður á Húsavik og spurðu báðir i upphafi máls hins sama : „Hver var þessi Hallgrimur Kristinsson?” Ég segi ekki frá þessu blaðamönnunum til lasts. Oðru nær. Spurning þeirra var heiðarleg og eðlileg. Svona er hið hraðfara lif miskunnarlaust i gleymsku sinni, eins og við minntumst á áðan. En spurn- ingunni sem blaðamennirnir orðuðu svo vel, er bókinni umHallgrim Kristinsson ætlað að svara. Ef hún gerir það á vel við, að svarið komi á hundrað ára afmæli hans. — Og nú cr bókin komin út. Ert þú ánægður mcö hana? — Þessu get ég ekki svarað. En ég er þakklátur Erlendi Einarssyni forstjóra, sem á sin- um tima trúði mér fyrir þessu verki. Égerafhjarta þakkldtur öllum, sem hafa hjálpað mér. Ég er þakklátur þeim, sem hafa gert úr handriti minu svona fallega og vandlega unna bók. Og að lokum er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Hallgrimi Kristinssyni, sem ég að visu aldrei sá, en finnst nú, að ég sé alkunnugur. Hans minnist ég með undrun, hrifn- ingu og djúpri samúð. ristinssonar, Þekktu þinn rétt og hagnýttu þér hann — handbók verkalýðsfélaganna komin út í fyrsta sinn Mó-Reykjavik — Þekktu þinn réttog hagnýttu þér hann, eru einkunnarorð handbókar verkalýösfélaga, sem nýkom- in er út. 1 bókinni birtist að meginstofnisá hluti islenzkrár félagsmálalöggjafar, sem mest varðar verkafólk. Bók- inni er ætlað það hlutverk að halda augum fólks opnum fyr- ir þvi hvenær það á rétt sinn, lögbundinn, eða samkvæmt samningum og hefðbundnum venjum að verja. Á þann hátt á bókin að verða launafólki að liði i lifsbaráttunni og i starfi i verkalýðshreyfingunni. Bókin skiptist i nokkra kafla og bera þeir eftirtalin heiti: Alþýðusamband Islands og stofnanir tengdar ASÍ, Orlof, Löggjöf um réttindi verka- fólks og dómar um málefni verkafólks, heilbrigöis- og öryggismál, tryggingar, lif- eyrissjóðir, húsnæðismál, hagnýt minnisblöð. í formála fyrirbókinni segir Björn Jónsson forseti ASt m.a.: — Aðdragandinn að út- gáfu þessarar bókar er oröinn alllangur. A ýmsum mann- fundum verkalýðssamtak- anna sl. áratug hafa verið gerðar samþykktir i þá átt að hvetja Alþýðusamband ts- lands til sliicrar útgáfu, sem hér er á ferð. Sú hefur verið hugmyndin að safna i eitt rit mikilvægustp 'upplýsingunum um þau ákvæði gildandi laga, reglugerða, dóma og kjara- samninga, sem móta réttar- stöðu verkafólks og samtaka þeirra gagnvart atvinnurek- endum og rikisvaldi. Og hefur það þá verið hald manna, aö hver sá, sem ætti slika bók i fórum sinum, ætti auöveldara Norræn farand sýning opnuð með að gera sér ljósan rétt sinn á ýmsum sviðum og einn- ig skyldur. Síðar i formálanum segir Björn: — Auðvitað getur slik bók aldrei orðið nein alfræði- bók i framangreindum efnum og var þvi ritstjórn hennar nokkur vandi á höndum að velja og hafna. Þá er hér einn- ig sá annmarki á, að lög, regl- ur og samningar eru stöðug- um breytingum undirorpin og þvi getur sumt fljótlega þurft endurbóta og breytinga viö. Ritstjóri handbókarinnar er Magnús L. Sveinsson og hún fæst á Alþýðusambandsþingi, á skrifstofu sambandsins, hjá verkalýðsfélögum og einnig i bókabúðum. CITROÉN^GS K -UR250 Citroen er tæknilega einn f ullkomnasti bíll sem völ er á í dag. Hann er með vökvaf jöðrum sem gerir bílinn óvenju þýðan í akstri jaf nt á malarvegum sem steyptum vegum. Með einu handtaki má hækka bílinn þannig að f jarlægð frá jörðu getur orðið 26 cm. Fram- hjóladrif er á bílnum. Allt þetta gerir Citroen sérstaklega hentugan í snjó og jafnvel á vegleysum. GS er nú fyrirliggjandi sem fólksbíll og Station á mjög hagstæðu verði. Haf ið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur verð og hina hagkvæmu greiðsluskilmála. CITROÉN gébé Rvik — Nýlega var opnuð norræn farandsýning i Stokk- hólmi, sem nefnist öga mot öga. Þar sýna alls 25 listamenn verk sin, en þeir eru frá islandi, Finn- landi, Noregi, Danmörku og Svi- þjóð. Það er Norræna listasam- bandið, sem stendur fyrir þessari sýningu, og verður hún send áfram til Osló, Bergen, Helsing- fors, Kaupmannahafnar og Re.vkjavikur. Listamennirnir, sem þarna sýna, eru mjög ólikir og koma viða við. Eftirtaldir islenzkir iistamenn eiga verk á sýning- unni: Óskar Magnússon, Agúst Petersen, Hringur Jóhannesson, Tryggvi ólafsson og Hildur Hákonardóttir. Vinsælu Barnaog uncjlingaskrifboróin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI CÍMI 44600 Viftur Kaffikönnur Hárþurrkur TAKNAR GÓÐA VÖRU Hárliðunar- tæki_______ Brauðristar o. fl. o. fl. V-þýzkar gæða vörur S4’Aeiuíon Lf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.