Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 20
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR20 ■ HELGIN 21. - 22. JANÚAR Um hefðbundnar og óhefð- bundnar lækningar Gat varla hreyft mig um helgina. Gigtarkast. Þótt sálin í mér sé enn með unglingabólur er líkaminn greinilega farinn að gefa sig. Vinur minn ráðlagði mér að fara til manns sem væri ansi glúrinn að ná bakveiki úr fólki, en það kemur ekki til greina að fara að þeim ráðum. Síðast þegar hryggur- inn gaf sig fór ég til konu sem var orðlögð fyrir að lækna bakveikt fólk. Hún lét mig fara úr að ofan og leggjast á gólfið, hellti síðan olíu yfir mig og kveikti á kerti. Ég var skíthræddur um að neisti skryppi í olíuna og ég breyttist í lifandi kyndil en það varð sem betur fer ekki. Síðan klæddi konan sig úr skóm og sokkum og gekk fram og aftur eftir hrygglengjunni á mér dágóða stund, þar til hún þreytt- ist í fótum og sagði mér að standa upp. Auðvitað gat ég ekki staðið upp. Ég náði varla andanum. Þá var hringt í gigtarlækni sem kom og sprautaði mig upp af gólfinu. Síðan þá hef ég krafist þess að fá að sjá lækningaleyfið hjá þeim sem vilja lækna mig af bakveiki og sleppi helst engum að mér sem hefur fengið minna en góða fyrstu einkunn á embættisprófi í læknisfræði og Ríkharði Jósafatssyni. ■ MÁNUDAGUR, 23. JANÚAR Mál 214/1978 Að liggja í rúminu er fremur vanhugsuð iðja hjá manni sem vinnur hjá sjálfum sér. Í morgun komst ég á lappir. Sennilega er ég búinn að eyði- leggja í mér mag- ann með íbúfen- áti. En íbúfen er álíka áhrifa- mikið gegn bakverkjum og magnyl við timb- urmönnum. Eftir hádegið kom að máli við mig maður sem hafði mælt sér mót við mig og ræddi við mig um athyglisverðasta sakamál síð- ari tíma. Ég hafði gert ráð fyrir að það spjall tæki hálftíma, kannski klukkutíma, en samtalið varaði í fjórar og hálfa klukkustund. Reyndar er varla hægt að kalla þetta samtal því að verkaskipting- in var þannig að gesturinn talaði og ég hlustaði. Þessi maður, mér allsendis ókunnur, gaf sig að mér símleiðis og sagðist hafa það eftir sameig- inlegum kunningja okkar að ég hefði áhuga á sakamálum og hvort ég nennti að ræða við sig um mál sem hann hefði verið að rannsaka síð- ustu tuttugu árin, sem sé Geirfinns- og Guðmundarmálin. Mér datt ekki annað í hug en þetta væri bilaður maður, einóður og galinn, en úr því að hann var rólegur í röddinni langaði mig að sjá framan í hann, þótt ekki væri nema til að komast að því hvernig einhver lítur út sem hefur verið að stúdera sama hlutinn áratug- um saman. Gesturinn kom mér á óvart. Hann talaði samfleytt í fjóra og hálfan tíma af skynsemi, hóf- stillingu og yfirburðaþekkingu um þessi sorglegu mál og áður en ég vissi hafði ég sogast inn í frá- sögnina og var kominn aftur til ársins 1974. Ég man vel atburði vetrarins ‘74-‘75 og þeirri hræði- legu móðursýki sem greip um sig í samfélaginu. Tvö óupplýst manns- hvörf. Sögusagnir um skipulagða glæpastarfsemi, smygl á áfengi, stórfellda eiturlyfjaneyslu og tvö morð. Jafnvel fleiri. Fjölmiðlar ætluðu af göflunum að ganga, embættismannaverkið nötraði, og á alþingi misstu jafnvel hinir mætustu menn stjórn á tungu sinni. Með málalyktum, ef málalyktir skyldi kalla, fylgdist ég erlendis frá, en þá var ég kominn til Stokk- hólms að læra að búa til bíómynd- ir. Árið 1978 var loksins kveðinn upp dómur í málinu í hæstarétti, og þar með hélt ég að Geirfinns- og Guðmundarmálum væri lokið. Annað hefur þó komið á daginn. Þessi mál halda enn þá vöku fyrir samvisku þjóðarinnar. Það fólk sem þá var dæmt heldur enn þá fram sakleysi sínu. Þess- um málum er ekki lokið, sagði gestur minn, og samviskan mun ekki láta þjóðina í friði fyrr en þau hafa hlotið réttláta meðferð. Það er sennilega rétt. Sem betur fer geta þjóðir haft sam- visku. Þegar gest- urinn hafði kvatt fór ég á netið og byrjaði að lesa mér til um Hæstarétt- armál nr. 214 /1978 . Ég vona heitt og innilega að íslensku rétt- arfari hafi farið fram síðan 1978. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 24. JANÚAR Galdraprestar Nú er ekki nema tæp vika þangað til ég legg af stað í ferðalag. Við Sólveig ætlum að bregða okkur af bæ og fara til Afríku í hálfan mánuð. Nánar tiltekið til Tógó. Búin að fá farseðla, sprautur og malaríutöflur. Ég væri alveg til í að ræða við góðan galdramann. Þarna í Vestur-Afríku eru þau dulmögn upprunnin sem brottfluttir Afríkumenn tóku með sér til Haíti og Kúbu og kalla vúdú. Vúdú-læknar þarna í Tógó ku vera mjög magnaðir. Hver veit nema maður kosti því til að fórna varphænu og stingi smáóskalista í lófann á góðum galdramanni þarna suður frá. Eða hvísli ein- hverju í eyrað á honum. Galdraprestar í Afríku eru ekkert blávatn. Ég hitti nýlega konu sem sagði mér af föður sínum sem hafði verið í Blálandi á vegum Sameinuðu þjóðanna að kenna innfæddum eitthvað gagnlegt. Þegar manninum fór að leiðast og vildi fara heim til sín mölduðu nemarnir í móinn og sögðust ekki vera búnir að læra nóg, en hann sat við sinn keip og ætlaði heim. Þá lögðu þeir á hann galdur svo ramman að vegabréfsáritunin hans lenti þversum í skrifræðisbákninu og vesalings maðurinn rataði ekki heim til Íslands í meira en heilt ár. Svona magnað vúdú er ekki að finna hér á landi, nema kannski í einhverju ráðuneytinu. Í næstu viku get ég vonandi skrifað um blámenn og villidýr í myrkviðum Afríku í staðinn fyrir að skrifa mest um það sem gerist einungis inni í höfðinu á mér. ■ MIÐVIKUDAGUR, 25. JANÚAR 666 McDonalds-öldin: Í fyrsta sinn í sögunni hefur McDonalds selt fyrir meira en 20 milljarða dollara. Ef Íslending- ar hefðu étið alla þessa hamborg- ara hefði hvert m a n n s b a r n á Íslandi borðað fyrir 66.666 doll- ara og 66 sent. Það rifjast upp fyrir mér að 666 er tala „dýrs- ins“. Það fer hrollur um mig. ■ FIMMTUDAGUR, 26. JANÚAR Skattpíning eða kær- leiksverk? Jóhanna Sigurðardóttir kallar Sjálfstæðisflokkinn mesta skatt- píningarflokk Íslandssögunnar. Það er merkilegt að hlusta á stjórnmálamenn. Stjórn- málamaður sem er gæddur svolitlum sannfæringar- krafti getur auðveldlega s a n n f æ r t mann um að hvítt sé svart og það sé í rauninni stórkostlegt kærleiksverk að halda skatt- leysismörkum í lágmarki. Vúdú- galdur tíðkast víðar en í Afríku. Hlustaði á lýs- ingu á handboltaleik í útvarpinu. Mér hundleiðist að horfa á handbolta, en að hlusta á útvarps- lýsingar frá hand- boltaleikjum er æsispennandi. ■ FÖSTUDAGUR, 27. JANÚAR Glas af vígðu vatni Úff, ég sé að þessa viku hef ég hugsað mikið um galdra og glæpi og jafnvel tölu „dýrsins“. Senni- lega eru þetta allt saman hugarór- ar eins og hjá síra Jóni píslarvotti forðum sem sá bæði fjandann og galdramenn í hverju horni og var hann þó bæði laus við hamborgara og íbúfen. Ég verð að hífa mig upp úr þessari s k u g g a v e r - öld. Það gerir maður best með því að fá sér sopa af vígðu Gvend- arbrunnavatni og bolla af góðu kaffi til að öðlast heiðríkju hugans fyrir helg- ina. URRIÐAHOLT GARÐABÆR www.gardabaer.is URRIÐAHOLT ehf. Á NÝJU BYGGINGARLANDI Í GARÐABÆ Hugmyndir að nýjum skipulagstillögum fyrir Urriðaholt verða kynntar í hátíðarsal Flataskóla v/Vífilstaðaveg kl. 11.00 - 13.00 í dag, laugardaginn 28. janúar Dagskrá: kl. 11.00 - 12.00 Ávarp bæjarstjóra Kynning ráðgjafa á nýjum skipulagshugmyndum kl. 12.00 - 13.00 Veggspjöld með skipulagshugmyndum; forsvarsmenn bæjarins og ráðgjafar verða til skrafs og ráðagerða Léttar veitingar í boði í hádeginu Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á www.urridaholt.is Við viljum heyra hver er skoðun ykkar við mótun skipulags KYNNING Opið hús í dag í h j a r t a h ö f u ð b o r g a r s v æ ð i s i n s ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - TH E 30 98 6 0 1/ 20 06 Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar 66.666 dalir og 66 sent Í Dagbók Þráins Bertelssonar er að þessu sinni meðal annars fjallað um óhefðbundnar lækningar og skelfi- legasta sakamál tuttugustu aldar. Svo er sagt frá vúdú-prestum, galdri í ráðuneytum; rætt um sefjunarmátt stjórnmálamanna, skattpíningu og íþrótt sem skemmtilegra er að heyra en sjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.