Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 28. janúar 2006 9 Bjartmar Þórðarson leikari fylg- ist með tískunni en skapar sér jafnframt eigin stíl. Bjartmar lærði leiklist í Webb- er Douglas leiklistarskólanum í London og er nú í söngnámi í Tón- listarskólanum í Kópavogi. Hann hefur í mörgu að snúast þessa dagana. „Ég er að leika í Túskild- ingsóperunni í Þjóðleikhúsinu og Annie í Austurbæ, syngja í Le Sing á Broadway og tala inn á teiknimyndir,“ segir Bjartmar en auk þessa tekur hann þátt í þriðju undankeppni Evróvisjón sem sýnd verður í sjónvarpinu laugardags- kvöldið 4. febrúar. Bjartmar hefur mikinn áhuga á tísku og finnst skemmtilegt að kaupa sér föt. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að versla í London og New York. „Mér finnst almennt ekki nógu fjölbreytt úrval af karlmannsföt- um hér heima en uppáhaldsbúð- irnar mínar hérna eru Elvis og All Saints.“ Bjartmar segist ekki fylgja tískunni í blindni. „Ég reyni alltaf að skapa mér minn eigin stíl innan þess sem er í gangi hverju sinni.“ Bjartmar á sér eina uppáhalds- flík. „Ég er nýbúinn að fá peysu úr All Saints. Ég fékk hana í jóla- gjöf og var búinn að biðja um hana. Hún er dökkgrá og hneppt og allir hnapparnir eru mismun- andi. Hún er sniðin öll svona á ská og er ofsalega skemmtileg. Ég er í þessari peysu stanslaust núna,“ segir hann. Bjartmar á aðra peysu sem er líka í miklu uppáhaldi hjá honum og hann segist hafa átt hana í svona tíu ár. „Það er svört prjónapeysa sem er ofboðslega hlý og þægileg. Ég hef notað hana næstum því stanslaust síðan ég fékk hana og er ofsalega tregur til að hætta því, alveg sama hversu ljót hún er orðin. Ég myndi segja að hún væri svona „best of“ og ég staga bara í hana þegar hún dett- ur í sundur,“ segir Bjartmar og hlær. emilia@frettabladid.is Þessir ljósu skór eru þýsk gæðavara með merki Peter Kaiser. Meira að segja sólinn er úr leðri. Svartir rúskinnskór með leðursóla. Ekta ítalskir dansskór frá Bruno Magli. Sparilegir skór úr ekta leðri og með leðursóla, þýskir frá Peter Kaiser. Skór úr einstaklega mjúku og vönduðu leðri frá Etienne Aigner. Sólinn er stamur. Lág og nett leður- stígvél frá Marco Polo. Þeir sem hafa augun hjá sér geta fundið vandaðan notaðan fatnað í verslunum Rauða krossins og Hjálp- ræðishersins. Hægt er að gera afar góð kaup á vönduðum fatnaði í verslunum Hjálpræðishersins við Garða- stræti og Rauða krossins við Laugaveg. Þar er meðal annars stundum hægt af finna lítið notaða s k ó frá dýrum merkjum sem fást fyrir 500-1.500 krónur en kosta undir venjulegum kringum- stæðum tugi þúsunda. Við hnýsuðumst í einn skó- skáp hér í bæ og fundum ýmislegt fallegt - og allt úr fyrrgreindum búðum. Góðir skór á góðu verði Elvis og All Saints uppá- haldsbúðirnar Bjartmar í nýju peysunni úr All Saints. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Max Mara mokkasí- ur af vönduðustu gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.