Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 2006 — 30. tölublað — 6. árgangur VINNUVÉLAR FYRIRTÆKIÐ MEST Steypubílarnir fá nýtt útlit FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG BALTASAR KORMÁKUR Á Sundance skiptust á skin og skúrir Gagnrýnendur mishrifnir af A Little Trip FÓLK 38 ����������������������������������������������������� � � � � � �� � � �� � � � � � � � � � � � � � ����������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������� ������������������ �������������������������� ������������������ ���������� ���������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������� ��������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������������� ���������������������� ���������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������� ������������������������� ������������������������������������������������� ������������ ����������������������������������� ���������� Svarthvítur draumur Blúndur og hvítar pallíettur eru áberandi hjá Chanel en sumarlína úr smiðju Lagerfeld er að slá í FÓLK 30 Skattar og skattbyrði „Kostnaður við rekstur háskólasjúkra- hússins er nú töluvert hærri en hann þyrfti að vera vegna þess óhagræðis sem er af því að reka starfsemina á svo mörgum stöðum sem raun ber vitni,“ segir Valgerður Bjarnadóttir. Í DAG 20 ODDNÝ STURLUDÓTTIR Fer allra sinna ferða á hjóli heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS LÖGREGLA Sumarhús við Hafravatn stóð í ljósum logum þegar slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins var kvatt á staðinn snemma í gærmorgun. Slökkviliði gekk vel að ráða niður- lögum eldsins. Sumarbústaðurinn, sem er um 60 fermetrar, er hins vegar afar illa farinn af völdum sóts og reyks. Bústaðurinn var mannlaus þegar slökkvilið bar að garði og því urðu engin slys á fólki en að sögn varðstjóra var greinilegt að bústaðurinn hafði staðið auður um nokkurn tíma. Að sögn lögreglu eru eldsupp- tök ekki kunn og er málið komið í rannsókn. Lögregla telur ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Einn slökkviliðsmaður slasað- ist á hné þegar hann steig gegn- um gólf bústaðarins. Meiðsli hans reyndust minniháttar. - mh Bruni við Hafravatn: Sumarhús fór illa í eldsvoða SLÖKKVISTARF VIÐ SUMARBÚSTAÐ Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk vel að slökkva eldinn sem logaði í sumarbústað við Hafravatn. Bústaðurinn skemmdist mikið í brunanum og er talinn nánast ónýtur en hann hafði staðið mannlaus í nokkurn tíma. FRÉTTALBLAÐIÐ/VILHELM RIGNING VÍÐA Í KVÖLD Í dag verður yfirleitt hæg suðlæg átt en bætir þó heldur í suðvestan til í kvöld. Rigning syðra um hádegi en víða um land í kvöld, síst allra austast á landinu. Hiti 3-7 stig. VEÐUR 4 OLÍUMÁLIÐ Borgarstjóri hefur falið lögmanni borgarinnar, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, að undirbúa mál- sókn gegn olíufélögunum þremur, Essó, Skeljungi og Olís, vegna olíu- samráðsins. Vilhjálmur segir borgaryfir- völd hafa beðið í þrjá mánuði eftir mati olíufélaganna á hvert þau teldu tjónið vera. Olíufélögin réðu hagfræðinginn Jón Þór Sturluson til að meta hugsanlegt tjón borg- arinnar. Samkvæmt heimildum nam niðurstaða hans á tjóni borg- arinnar ekki 70 milljónum króna. Borgaryfirvöld mátu hins vegar tjónið á um 150 milljónir króna. Ekki fæst upplýst hver nákvæm niðurstaða hagfræðingsins er. Vilhjálmur kynnti borgarstjóra niðurstöðu skýrslu Jóns Þórs í gær. S t e i n u n n Valdís sagði ekki hennar að upplýsa hve mikið olíufélögin teldu tjónið vera. Hins vegar sagði hún að sér hefði komið á óvart hve lág upphæðin væri. „Að öllu óbreyttu förum við með málið fyrir dómstóla,“ segir Steinunn. „Okkar mál er klippt og skorið, því hægt er að sýna fram á tjónið með afgerandi hætti. Ef olíufélögin hefðu verið tilbúin að sættast á kröfur okkar, eins og þær eru settar fram, hefði ekki þurft að koma til málaferla. En mér sýnast þessar tölur mjög langt frá okkar tölum og þá er ekkert annað að gera en að sækja í málinu.“ Vilhjálmur vildi ekki tjá sig frekar um málið þar sem hann hefði ekki náð sambandi við lög- menn olíufélaganna. Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Essó, vildi ekki gefa upp niðurstöðu skýrslunnar. Hann kvaðst bundinn trúnaði. Jón Þór vildi heldur ekki gefa niðurstöð- una upp. Hvorki náðist í Gest Jónsson, lögmann Skeljungs, né Gísla Baldur Garðarsson, lög- mann Olís. - gag STEINUNN VALDÍS ÓSK- ARSDÓTTIR Segir málið klippt og skorið. Borgin segist hafa tapað 150 milljónum Reykjavíkurborg ætlar í mál við olíufélögin Essó, Skeljung og Olís vegna tjóns af völdum ólögmæts samráðs. Samningaviðræður borgarinnar og olíufélaganna um skaðabætur hafa siglt í strand enda ber mikið í milli. MEÐAL LESTUR 12-49 ÁRA 57% 37% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005. Fólk undir fimmtugu velur Fréttablaðið! UPPSAGNIR „Það er ávallt erfitt að segja upp fólki en þetta á sér langan aðdraganda og átti ekki að koma mörgum á óvart,“ segir Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atlanta, en ellefu starfsmenn fyrirtækisins fengu uppsagn- arbréf í gær. Aðrir tíu til við- bótar sem störfuðu tímabundið samkvæmt þjónustusamningum verða einnig látnir hætta þar sem samningar þeirra verða ekki endurnýjaðir. Starfsmennirnir sem um ræðir starfa allir í höfuðstöðvum félags- ins hér á landi. Að sögn Hafþórs eru aðstæður fljótar að breytast í rekstrarumhverfi Air Atlanta og fylgifiskur þess sé að starfsemi flytjist eða taki öðrum breyting- um með litlum fyrirvara. „Í þessu tilfelli hefur þetta legið fyrir um skeið og kemur í kjölfar fækkun- ar flugvéla hérlendis og annarra skipulagsbreytinga. Við höfum reynt eftir megni að finna fólkinu sambærilega vinnu annars stað- ar enda um að ræða hæft og vant fólk og við vonum að það komi ein- hverjum að haldi. Að sögn Hafþórs eru ekki fleiri uppsagnir fyrirhugaðar hjá fyrir- tækinu að svo stöddu. Tilkynning um uppsagnirnar höfðu ekki bor- ist Vinnumálastofnun fyrir lokun í gær en lögum samkvæmt ber fyr- irtækjum að tilkynna fjöldaupp- sagnir til þeirrar stofnunar. - aöe FORSTJÓRI AIR ATLANTA Hafþór Haf- steinsson harmar uppsagnir rúmlega 20 starfsmanna í höfuðstöðvum Air Atlanta að Hlíðarsmára í Kópavoginum en segir þær nauðsynlegar vegna skipulagsbreytinga innan fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Uppsagnir í höfuðstöðvum flugfélagsins Air Atlanta á Íslandi: Rúmlega 20 störf lögð niður LONDON, AP Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna mun væntanlega ákvarða refsiaðgerðir Írönum til handa vegna deilunnar um kjarn- orkuvopnaáætlun stjórnvalda í Teheran. Íranar óskuðu í gær eftir fundi með fulltrúum Breta, Frakka og Þjóðverja til að reyna að koma í veg fyrir afskipti ráðsins, en ekk- ert kom út úr þeim fundi. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar kemur saman á fimmtudag og er gert ráð fyrir að hún muni vísa málinu til ráðsins. Þó verður Írönum gefinn kostur á að hætta við áætlun sína áður en til þess kemur. - smk Kjarnorkuvopnaáætlun Írana: Þörf á harðari aðgerðum KJARNORKUVER Aðalbygging kjarnorku- versins Bushehr í Íran. LÖGREGLUMÁL Bráðabirgðageymsl- ur fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík voru orðnar yfirfullar í gær eftir mikið annríki hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar að undan- förnu og óskaði deildin eftir því við tæknideildina að hún kæmi efnunum, sem hald var lagt á um síðastliðna helgi, í geymslu. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, segir færsl- una á efnunum eiga sér eðlilegar skýringar. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur að undanförnu. Við höfum nú ekki mikið geymslu- rými hjá okkur hér á fíkniefna- deildinni og því eðlilegt að efnun- um sé komið í rétta geymslu.“ - mh / sjá bls. 4 Annríki hjá fíkniefnadeild: Birgðageymsla lögreglu full Getum unnið Rússana Íslendingar mæta Rússum í fyrsta leik sínum í milliriðum EM í dag. Sigfús Sigurðsson segir Rússana vera þunga og óþolinmóða. ÍÞRÓTTIR 34 Þoldi ekki söngmaskínur Sólrún Bragadóttir hefur kynnt sér sögu sænsku sópransöngkon- unnar Jenny Lind og syngur lögin hennar. MENNING 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.